Færsluflokkur: Bloggar
Búin að vinna svo mikið undanfarið að frí næstu 4 daga er kærkomið. Æ hef ekkert að segja síðan síðast nema:
MIKIÐ ROSALEGA LANGAR MIG AÐ FARA AÐ DJAMMA !!!!!!!!!!!!!!
Málið er bara að ég er að vinna næstu 3 helgar þ.e. 22 des og þorlák, áramótin og fyrstu helgi eftir áramót. Spurning að rifja bara upp gamla takta og taka fimmtudagsfyllerí????????
Bloggar | 18.12.2006 | 22:49 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sit hér á næturvakt númer tvö af tre. Það er þokkalega rólegt 7 - 9 - 13. Ég gleymdi að segja ykkur um daginn að ég er bara orðin fræg. Er sem sagt á 2 myndum í nýjasta hefti Fyrstu skrefanna þar sem verið er að fjalla um Vökudeildina, kíkið endilega, ég myndast alltaf svo svakalega vel nebbla :)
Er búin að skrifa öll jólakortin, finally. Við hjúin ákváðum að gera þetta svona í sameiningu, ég myndi skrifa fyrir mína ættingja og vinkonur og Róbert fyrir sína ættingja og vini og rest bara saman. Nema hvað það tekur minn hátt í tvo tíma að koma sér í gírinn og tekst þá með naumindum að skrifa á svo sem eins og 2 kort, þá er hann orðinn andlaus. je minn hvað þetta minnti mig mikið á skólann forðum daga....."Jóhanna" heyrist kallað..... "ég er andlaus"... tíhí. Annað jóla stendur í stað sökum veikinda einkadótturinnar... jújú eyrnabólga óvinkona okkar mætt á svæðið í 3 sinn á tveimur mánuðum og í þetta skiptið með 40 stiga vin sinn með í för. Ósköp var mín vesæl og lítil í sér, endaði auðvitað með ferð upp í Domus þar sem við vorum svo heppin að fá tíma hjá doktor sem ég er að vinna með. Og viti menn sú stutta bara snarlagaðist og var orðin svo góð í dag að hún þverneitaði að taka sér blund, þurfti líklega að vinna upp tapaðan tíma s.l. tvo daga!!! Þetta plan hennar kom sér reyndar illa fyrir svefn minn sem enn einu sinni er takmarkaður... enda 2x 12 tíma næturvaktir um helgina.
Jæja man nú bara ekki meira nema (%$&#/#/#$$/$#) út af Ofanleitinu, förum ekki nánar út í það!!!!!
Bloggar | 17.12.2006 | 02:56 (breytt kl. 02:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég sit hér í sófanum og hlusta á brjálaða veðrið úti, kolklikkað alveg, ég held að hálft hverfið sé bara að fjúka burt, ég er voða fegin að þurfa ekki að fara neitt út í dag og vona bara að okkar blokk sitji sem fastast. Það er samt lúmskt kósí að sitja hér inni með jólaseríurnar, nammi við hendina og að horfa á bráðavaktina. Dagurinn er reyndar búinn að vera frekar fúll, fyrir utan að mamma og Guðný kíktu hingað inn í stutta stund, var að drepast í maganum, hausnum og með hita held ég í morgun, lá eins og slytti í sófanum meðan Kolbrá var að hnoðast á mér og gat ekkert borðað nema banana í allan dag. Nema núna í kvöld gat ég borðað brauð og súkkulaði, það hlýtur að tákna að mér sé að batna. Kolbrá var samt alveg merkilega þæg og við horfðum bara saman á teiknimyndirnar á stöð tvö alveg heillengi... eða þangað til ég fór að dotta. Hundfúlt að eyða eina frídeginum í átta daga í svona leiðindi. Er sem sagt búin að vinna fjóra daga, átti frí í dag og vinn svo næstu fjóra daga aftur (þar af tvær aukavaktir), með þá von að ég muni fá betur útborgað næstu mánaðarmót heldur en þau síðustu. En allt sem ég ætlaði að gera í dag verður víst að bíða en það var eftirfarandi: sauma gardínurnar hennar Kolbráar, skrifa jólakort, pakka inn nokkrum pökkum, baka smákökur, skúra, lesa, slappa af... o.s.f.v. Allt saman bíður betri tíma, en nú er best að koma sér bara í bælið og reyna að ná betri nætursvefni en síðustu nótt (þegar Róbert var á djamminu og kom rosa snemma heim eins og vanalega ásamt því að Kolbrá vaknar alltaf rúmlega sex um helgar... spurning að setja hana aðeins seinna í rúmið þá!!!). Mig langar samt eiginlega mest að horfa á einn þátt enn.. Carol hjúkka var nefnilega að fæða tvíburana sína og Abby tók á móti þeim, bara svona ef einhvern langar að vita það...... ég er svo heppin að vera með gullfiskaminni og er því búin að gleyma næstum öllu sem gerðist og er því eiginlega að upplifa þetta allt bara í fyrsta sinn... eða þannig. Skilið?
En segi bara alla vega góða nótt
Bloggar | 9.12.2006 | 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engar iðnaðarmannasögur núna ;) því miður. Bara allt gott að frétta. * Er farin að fara aftur í ræktina eftir allt of langt hlé og vó hvað það er gott. Má ekki láta líða svona langt á milli aftur, fór í tíma í síðustu viku og hize ég hélt ég myndi bara deyja í miðjum tíma, aldeilis verið að taka á því fyrir jólin. * Saumaklúbbur hér í gær og gerði kræsingar, eins gott að fara strax og brenna því af sér..... * Jæja, er bara alveg tóm í hovedet núna, alveg galtóm..... og ætlaði að setja óskalistann minn fyrir jólin hér en man heldur ekkert af honum (nema kannski baðdót, nú þegar maður á svona ógeðslega næs bað! svona freyðibað og ilmdót og svoleiðis, jú svo er alltaf gaman að fá bækur, þegar maður loksins hefur kannski tíma til að lesa og dót í búið líka, loksins þegar maður á svona fínt bæli). Sko fann bara heilan helling sem mig langar í. Róbert er hins vegar sama vandmálið með sinn *æðislega* afmælisdag þann 22. þessa mánaðar. Það vantar hins vegar ekki dvd og bækur á listann hans en humm vill maður nú ekki vera pínu frumlegur? Hvað segið þið gellur sem eigið karla? Hvað er mest hot jólagjöfin í ár? Og talandi um jól, ég er í rífandi jólastuði (ótrúlegt hvað próf síðustu ára hafa gert mig að miklu grinch), hlustandi á jólalög útí eitt og búin að baka eina tegund smákökur (að vísu betty crokker) og þær brunnu í ofurkraftmikla nýja ofninum okkar :( en gengur bara betur næst. Einnig erum við búin að setja upp jólaseríur og aðventuljós og búin að pakka inn nokkrum pökkum.... Minnir mig á það, mig vantar góðar hugmyndir að einhverju til að gleðja leynivin minn í vinnunni (á ekki að kosta mikið)..... Fórum austur á sunnudaginn, bara svona rétt til að fá hangilæri í hádeginu og koma liðinu í jólaskapið (ekki veitti af eftir lát eins hvolpsins um helgina :( æjj það var hún Katla litla sem dó... ) en nú er ég bara búin að vera með munnræpu, svei mér þá, ég sem hélt ég hefði ekkert að segja....
í lokin; 1) muna; mest hot jólagjöfin fyrir kk í ár og 2) hugmynd að einhverju sniðugu til að gleðja leynivin minn í vinnunni.
Jæja fariðnú ekki yfirum í annað hvort próflestri eða jólaundibúningi.... Slappið af og borðið piparkökur í skammdeginu, og ef þið eigið ekki til piparkökur komið þá til mín, ég er vel birg og í miklu stuði, og þið sem eigið eftir að koma og skoða íbúðina; DRÍFIÐ YKKUR hingaði í heimskókn.
Alræt :* 1000 kossar, Jójó jólahjól
Bloggar | 5.12.2006 | 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á fimmtudaginn bilaði þvottavélin, hún dældi ekki af sér vatninu. Á fimmtudaginn virkaði heldur ekki nýja uppþvottavélin þegar við vorum að testa hana í fyrsta skiptið og skrýtið, hún dældi ekki heldur af sér vatninu. Á laugardaginn fórum við til tengdó að reyna að þvo, þvottavéin hennar virkaði ekki heldur og dældi hún ekki heldur af sér vatninu. Hvað er eiginlega í gangi? En það besta var að þegar hann fær svo með þvottinn í VINNUNA (hemm) þá er daginn eftir þurrkarinn þar bilaður. Vá hann/við eigum bara greinilega ekki að koma nálægt vélum er tengjast á einhver hátt þvotti. Jæja það besta er ekki búið enn. Í dag kemur viðgerðarmaður (sem kostar by the way 7500 kall !!!). Hann kíkir á þvottavélina og fjarlægir þaðan brotinn blýant úr skrúfunni (já við hefuð víst getað gert það) og vélin virkar. Þá kíkir hann á uppþvottavélina og fjarlægir þaðan plasttappa úr niðurfallsrörinu undan vaskinum, bara svona eitthvern öryggistappa sem alltaf er hafður í upphafi (hefum einnig getað gert það) og hann hló án gríns allan tímann sem hann var hér. En hann hrósaði mér fyrir snyritmennsku! Spurði reyndar þegar hann sá blýantinn hvort maðurinn minn væri smiður, Nei segi ég. Svo sér hann spritt við vaskinn og spyr; er maðurinn þinn nokkuð læknir? Nei segi ég, en ég er hjúkka. Hlaut að vera........Man, mér leið eins og fífli með þetta allt saman. En eigi veit ég með afdrif hinna tveggja vélanna..........
Annars var ég bara hálfdauð úr þreytu eftir vinnuhelgina mína, var á 12 tíma vakt í gær og jesús jesús, deildin hefur aldrei verið jafn stútfull og mikill erill, var alveg dauðfegin að vera í fríi í dag og á morgun. Kíkti einnig í jólaglögg vinnunar á föstudagskvöldið eftir eina crazy vaktina en var bara akandi og stoppaði ekki mjög lengi, gaman samt og gott að geta fengið útrás að tala um vinnutengd málefni, sérstaklega þar sem ég ætla að gefa blessaða handleiðsluna sem ég skráði mig í, upp á bátinn. Ekki það að ég hafi verið að tala mikið um vinnuna þennan eina tíma sem ég mætti í.
Jah, við erum svona næstum alveg búin að koma okkur fyrir núna og mikið er þetta notaleg íbúð. Allt hreint og fínt og á sínum stað. Erum bara eftir að hengja upp myndir og festa barnalæsingar á skápa og svoleiðis smádútl... Lov it.
Bloggar | 27.11.2006 | 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þá erum við loksins flutt alfarið úr Ofanleitinu. Það gerðist á föstudaginn síðasta og gekk vel en var auðvitað miklu meira verk en við héldum og hvað haldiði, netið bara strax flutt hingað yfir, tók ekki nema rúman einn virkan dag. Hipp hipp húrra fyrir HIVE !! Á laugardaginn var ég svo með kynninguna í vinnunni, það gekk bara vel held ég, að minnsta kosti var ég ekki svo stressuð og stóðst tímamörk með prýði. Þann sama dag þurftum við að fara með Kolbrá á barnalæknavaktina vegna eyrnabólgu og er hún því komin á nýtt pensilín, en það besta er að henni finnst það bara alls ekki svo vont og opnar m.a.s. oft munninn fyrir skeiðina. Jámm, á sunnudag var svo allt á kafi í snjó eins og kannski flestir vita. En við kjánarnir létum það ekki stöðva okkur og hentumst í hálfgerðum byl yfir í skítugu íbúðina til að þrífa sem við og kláruðum enda vaskir menn og konur þar á ferð. Lögðum hins vegar ekki í að keyra inn botnlangann þar og lögðum hjá Kringlunni, fórum þaðan gangandi, ég með barn mjög svo dúðaða í kuldagalla og allar græjur en Róbert haldandi á ryksugu. Hvað hefur fólk eiginlega haldið um okkur? Ekki nóg með það heldur missir hann ryksuguhausinn í einn skaflinn og tekur ekkert eftir því, það var því gerður út björgunarflokkur nokkuð seinna sem hafði upp á hausunum sem reyndi að stinga af, hann hefur trúlega vitað hvað biði hans þarna í ofaleitinu!!!úff. Jæja svo síðustu tvær nætur hef ég verið á aukavöktun, kemur sérlega vel fyrir budduna en illa fyrir allt hitt sem þarf að gera. En það er ekkert við því að gera, við bara dundum okkur við að koma okkur fyrir og nú er loksins farið að sjást svolítið í gólfið hérna, svona mest af kössunum farið en eitt er vandamál eftir og það er uppþvottavélin. Við héldum auðvitað að maður gæti bara skellt henni af stað en það virðist ekki vera raunin, nei það á að fylla hana af salti í fyrsta skiptið sem hún er notuð auk einhvers glansefnis. Meira kjaftæðið, hér bíða því mörg tonn af óhreinu leirtaui því ekki getur maður vaskað upp þegar slík forláta vél er á staðnum. Svo eru komnir hvolpar hjá mömmu og Dívunni hennar, algjörar dúllur....Man barasta ekkert meira enda ekki búin að sofa nema þrjá tíma í dag, nema hvað að svona flutningar fara afar illa með allt sem heitir "að borða ekki nammi né óhollan mat" og "allt sem heitir að hreyfa sig" nema þá til að bera kassa eða ýta bílum........ og þannig hljóðar hið heilaga orð. Punktur.
Bloggar | 21.11.2006 | 21:08 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja. Loksins loksins er íbúðin að verða flutningahæf. Okkur tókst að setja upp 2 rúllugardínur (þá eru bara 4 gardínustangir eftir) í dag, eftir mikið sag, mælingar og vesen. Gardínuskammirnar.... voru að gera mig gráhærða, önnur er sæmileg en það ískrar ansi mikið í hinni. Kannski þarf bara aðeins að smyrja hana? ;)
Svo eru eftirfarandi tilbúið:
Ljós ; Tékk
Parket; Tékk
Flísar; Tékk (nema laga smá fúguna við parkethliðina)
En vá hvað við og borvélar eigum ekki vel saman. Við fyllumst bara ótta í hvert sinn sem við kaupum eitthvað sem þarf að skrúfa upp og by the way það þarf að skrúfa allt í íbúðinni þar sem veggirnir eru eitthvað spes harðir og ekki hægt að negla í þá ;( fúlt. Ég er síðan alveg að flippa út hérna heima í Ofanleitinu að það er allt í DRASLI. Það er svo skítugt að það liggur við að maður verði að vera í skónum inni til að bara festast ekki við gólfið. Áætlaður flutningsdagur er á morgun, sé það ekki gerast þar sem a) of mikið er eftir að pakka b) Róbert er búinn að vera veikur og ég að vinna í nótt og næstu nótt c) Okkur vantar flutningabíl.....
Annað er ekki í fréttum nema það að ég hefði getað fengið ókeypis klippingu og litun núna i vikunni en nei það þurfti endilega að fara fram þá tvo daga sem ég var á morgunvakt. Þetta voru Danir og þeir voru alveg hissa þegar ég sagðist ekki getað fengið frí í vinnunni. "En þú veist að þú átt veikindadaga er það ekki?" spurðu þeir bara.
Jámm, að auki hef ég víst samþykkt að kynna blessað lokaverkefnið mitt á fræðsludegi í vinnunni en það versta er að ég hef bara varla tíma til þess.... og þar að auki búin að gleyma því næstum öllu! Best að rifja upp í nótt....
Ennú er égfarin að leggjamig.
Bloggar | 15.11.2006 | 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tókum þá afar góðu ákvörðun að fá mann í flísarnar, og hann mætti í gær og kláraði verkið í dag! Svei mér, iðnaðarmaður sem mætti á réttum tíma og ekkert vesen, get sko alveg mælt með þessum manni... verst að buddan fékk aðeins að finna fyrir því... en wott the ... geðheilsan mín er alla vega í lagi. Og þetta er alveg ótrúlega flott þótt að ég segi sjálf frá. Parketið er einnig vel á veg komið, bara tvær mjóar ræmur eftir en þær þarf að saga dálítið mikið og Siggi frændi ætlar að hjálpa okkur með þær. Þá er bara eftir að setja listana, hurðirnar aftur á og hengja upp gardínurnar. Fengum auðvitað frábæra hjálp frá pabba, Sigga, Helgu og ömmu en þær voru sko yfirpössunarpíur hér um helgina....FULLKOMIÐ. Hlakka svo til að vera flutt þarna inn.....erum að byrja að flytja geymsludótið og svona.... svo er bara spurning með vinnuna hans Róberts, en hann er búinn að vera að skoða vinnu þarna í skólanum á hliðina á íbúðinni, bara veltur allt á Kolbrá og leikskólamálum.....
Guð hvað ég var þreytt í gær eftir 3 næturvaktir og alls 7 tíma svefn eftir helgina, var bara með óráði og lasin í gær, með þvílíka hálsbólgu og raddlaus í dag.... spurning hvað verður með vinnu á morgun, varla sniðugt að ganga þar um hóstandi yfir alla.... og svaf svo í 13 tíma í nótt, það var algjört æði! En jæja, erum bæði búin að fá góðan skammt af svefnleysi núna...
Jæjjæa komið updeit af íbúðarframkvæmdum svo nóg í bili.
Bloggar | 7.11.2006 | 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flísalögnin. Hún byrjar ekki vel. Settum primer á í morgun (þýðing fyrir óvana: Grunnur á gólfið svo að límið límist við!!!), gekk sæmilega með leiðbeiningum. Svo hófst leitin. Erum búin að leita út um allt að lími til að líma niður hljóðeinangrandi dúk sem fara á undir flísarnar (einkennilegt að enginn hefur heyrt um þetta áður - vourm við göbbuð eða hvað?), fundum loks lím. Okkur var bent á að blanda límið ekki þykkt því að það þykkni fljótt, við blöndum lím, þunnt að okkar mati. Eftir 3 mínútur var það farið að þykkna vel og við sveitt að reyna að dreifa úr því, eftir 2 mínútur í viðbót var það orðið að steypu og ekki séns að ná því upp úr fötunni. ARG. Dúkurinn því bara kominn á í einu horninu og er ekki einu sinni viss um að hann festist við þetta blessaða lím. Ég blóta vel og vandlega og spyr mig því í kjölfarið, hefði ekki bara verið betra að fá mann í verkið? Að auki erum við búin að skemma einn bor sem virðist ekki hafa verið gerður fyrir steypuvegg heldur líklega bara trévegg og holan sem hann átti að bora er skökk ;( Ó mæ. Ó mæ.
Sjáum til hvað nýr dagur ber í skauti sér en ég er farin í sturtu og svo í rúmið. Róbert er hins vegar á næturvakt nr. 4, samtals svefn síðustu 4 daga hjá honum er innan við 5 tímar held ég...........
Bloggar | 2.11.2006 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tvennt á dagskrá í kvöld. Seinast þegar ég leit á klukkuna var allt kvöldið eftir, síðan þá er ég búin að taka til, ganga frá tonnum af þvotti, hanga á netinu og msn. Og kvöldið því búið og enginn tími til að blogga. Ég sem ætlaði sko líka að lesa einn kafla um nýbura og leysa nokkrar sudoku (er sko orðin háð...).
En málefni númer eitt. Manchester. Mjög gaman, lentum á föstudagskvöldinu, komum okkur fyrir og fórum í gríðarhressandi göngutúr um miðbæinn í fylgd Steina stuð. Meikuðum ekki meira og fórum að sofa snemma. Næsta morgun fórum við að ráðum fararstjórans og skelltum okkur í Primark, það má bara orða daginn þannig að við fórum barasta ekkert út þaðan! Eða svona næstum því. Það þarf því varla að taka það fram að H&M er hér með bara mjög dýr búð og eintómt rusl þar eða a.m.k. í samanburði við primark. Barnafötin voru t.d. bara á djók veðri enda enginn virðisaukaskattur á þeim, var t.d. að kaupa svona 7 samfellur á 500 kall. Hér heima fær maður varla eina á 500 kall. En jæja, fórum á austurlenskan stað um miðjan daginn og á flottan ítalskan um kvöldið þar sem Stella fagnaði afmæli sínu með góðum mat og góðu víni... Fórum svo á karókí stað en ekkert okkar lagði í að syngja, mér fannst t.d. lögin léleg en strákarnir voru eitthvað feimnir. Því næst fundum við okkur dansstað, með hljómsveit og alles og dönsuðum einhvern slatta. Fórum samt heim ekki svo seint nema strákarnir sem betur hefðu komið fyrr heim enda lagðist þynnkan svolítð vel á þá, og reyndar STellu greyjið líka. En ég slapp að mestu, hjúkk. Þann dag var nefnilega leikurinn mikli. Liverpool steinlá fyrir MAnchester. Annað skiptið sem ég sé liverpool tapa og 0-2 í bæði skiptin. Er þetta ekki nóg af því góða? Stóðum svo fyrir utan völlinn í ca klukkutíma eins og verstu gelgjur að reyna að fá eiginhandaáritanair (guð hver stóð fyrir þessu) og vorum svolítið rigningarveðurbarin þegar við loksins fundum taxa til að redda okkur upp á hótel. Það kvöld fengum við okkur indverstkt, mjög gott shillí kjúkling fékk ég mér og logaði. Það var bara þannig, en gott og góður bjór. Loks mánudagur, vöknuðum snemma, þ.e. ég og karl minn árrisuli og fórum aðra fer í primark sem og dvd búðina. Bara svona rétt til að leggja lokahönd á jólagjafirnar. Eftir hádegisverðarhlaðborð og ræsingu á hinu genginu fórum við í Trafford Center sem er huges verslunarmiðstöð. Og I´m in love with the disney shop!!!! Fórum svo bara heim um kveldið og beint austur að kíkja á skvísuna. Æðisleg ferð en líka æðislegt að koma heim ... .
Nr. tvö. Barnaefni nú til dags er nú meira ruslið. Því kemst maður að þegar maður eignast börn. Var að horfa um helgina með henni Kolbrá og kemur ekki ein "teiknimynd" sem er hvítur skjár og svart strik eftir skjánum. Ég bara átti ekki til orð, hvert er skemmtanagildið í þessu. Ódýrt í framleiðslu líklega en vá hvílíkt rusl. Hvað er eiginlega orðið um efni eins og kærleiksbirnina, litla folann, turtles og bangsa bestaskinn. Svo ekki sé nú talað um Heiðu og Brúsk.....(sem ég reyndar missti af endinum á sökum ferð til Þýskalands, veit ekki hvort ég muni bera þess bætur einhverntímann). Það var alveg himnaríki þegar amma kommeð fullta spólum teknum upp af stöð tvö... AFI var snilld...Hver man ekki eftir þessum snilldar þáttum? Nei nú er það bara svart strik á hvítum grunni og stundin okkar sem er nú alveg að missa´ða. Bull og vitleysa. Er þetta eitthvað plan til að láta börn ekki horfa svona mikið á sjónvarp eða hvað?
En jæja, þarfað fara að sofa, vinna á morgun, og brjáluð vinna í íbúðinni framundan. Ljós, gardónur, parket og flísar. Verst hvað við erum ægilega miklir iðnaðarmenn ... .eða þannig. Ráðum varla við eitt einfalt ljós með tveimur vírum ....hehh og við þykjumst ætla að parketleggja og flísaleggja. Mæ lord.+
Góða nótt
Bloggar | 29.10.2006 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)