Færsluflokkur: Bloggar

Bloggidi blogg

Vá þessi komment, ég er bara að drukkna í þeim, ótrúlegt alveg hreint. Núna er vinnuhelgi hjá mér, það táknar að ég geri helst ekkert nema vinna. 8 tímar á föstudag, 12 tímar í gær og 8 tímar í kvöld. Ég var ansi lúin eftir vaktina í gær enda brjálað að gera að vanda. Það segja góðir menn að það hafi ekki verið svona mikið að gera í vinnunni í einhver ÁR og þá akkúrat vel ég mér að byrja! jæja maður ætti þá bara að vera öllu vanur þegar loksins róast um. Á meðan er íbúðn gjörsamlega í rúst ef þau feðgin en ég ætla mér nú ekki að eyða mínum dýrmætu frítímum í tiltekt eftir þau, svei. Sá svo ekki Kolbrá neitt að ráði fyrr en í dag og svei mér ef hún er ekki bara orðin pabbastelpa, ég var bara alls ekkert skemmtileg, kannski af því að ég var svo ógeðslega þreytt. Úff og Manchester eftir nokkra daga sem þýðir að ég muni ekki sjá hana í heila fimm daga, Guð hvað ég á eftir að sakna litlu frekjunnar minnar. Svo er íbúðin á góðu róli, bíðum bara spennt eftir að fá að borga hana og fá lyklana. Erum búin að vera á fullu að skoða parket, gardínur og ljós, ekkert smá gaman. Vonandi verður bara gengið frá þessu núna í vikunni :)

En æ þar sem ég hef ekkert betra að blogga um þá bara læt ég hér við sitja en bara svo þið vitið það þá braust Róbert hingað inn í síðustu færslu til þess eins að auglýsa sína síðu, sá er athyglissjúkur.

 


róbert bloggaði

Bara svo þið vitið að þá er róbert búinn að blogga!!!

TV

Einhverjir voru farnir að heimta blogg! Hjér it komes. En allra fyrst langar mig að þakka þessum sex sem kommentuðu á síðustu færslu alveg sjálfviljugir þ.e. án þess að ég færi að rífast og skammast og heimta komment. Ótrúlega gaman að þurfa ekki að herja út komment á það sem maður skrifar. Ekki það að ég er nú víst að þessu fyrir mig.... og þó?

ÉG hef lengi ætlað að tjá mig um bráðavaktina, þá meina ég auðvitað sjónvarpsseríuna bara svo sumar vinkonur mínar sem vinna á bráðaMÓTTÖKUM bæjarins taki þetta ekki til sín. Sko þannig er mál með vexti að ég hef verið svolítið húkt á þessum þáttum mjög lengi eða bara alveg frá upphafi held ég en þess má geta að þá var ég aðeins 13 ára gömul. Nú jæja svo við dettum nú aldeilis í lukkupottinn þegar verið er gefa gamlar seríur út á DVD og kaupum við þær svona smátt og smátt og eigum við nú orðið 5 seríur. En pointið með þessu er auðvitað ekki að monta mig af því heldur að benda á það að þessar eldri eru svo MIKLU MIKLU betri en þessar nýjustu að mig næstum því langar ekki að horfa á það sem nú er verið að sýna í tv og það er barasta ekki gott. Auðvitað verður þetta efni útþynnt og svona en aðalmálið held ég að séu persónurnar, þær nýjustu eru bara alls ekki jafn spennandi og þær eldri, ég meina hver var nú ekki svolítið hot fyrir George Clooney as Doug??? (uss Róbert hann býr í USA þú þarft ekkert að óttast) og Mark Green gamli góði (reyndar ekki hot fyrir honum en þokkalega góður læknir þar á ferð) en aumingjans Carter, byrjaði sem mesti lúserinn á svæðinu en endar úti í Afríku. Hvað er málið með það?

Svo er það auðvitað LOST og Desp. H. Jújú við downloads fíklarnir erum búin að ná í fyrsta þáttinn af lost þriðju seríu og fyrstu tvo af hinum og ég verð að segja að þetta lofar góðu. Alltaf koma að minnsta kosti tvær nýjar spurningar fyrir hverja eina sem er svarað og það heldur sko spennunni gangandi (e-ð sem ER mætti taka sér til fyrirmyndar). Einnig vorum við að horfa á myndina Click áðan og svei mér, það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið yfir einni mynd (kannski af því að ég er búin að vera dálítið mikið í horror myndunum) en alla vega fínasta mynd..... En fyrst ég er á annað borð byrjuð á sjónvarpsefni þá verð ég líklega að viðurkenna að ég sé orðin húkt á ANTM (og farin að skammstafa það í þokkabót), úff nú er ég djúpt sokkin, og er farin að láta taka upp fyrir mig ef ég er ekki heima. Halló þetta er á skjá einum, það er allt endursýnt 3x!! En hvað með það? Já segi það bara, fínasta afþreying, stelpuslagur í hverjum þætti og allt fullt af mjóum skutlum til að bera sig við. Sem minnir mig á það, ég fór nefnilega í body combat í dag (ætlaði sko varla að drífa en Eva manaði mig svo ég skutlaðist) og þetta var þvílíkur massa tími. Djö*** var hann góður, anyways þar voru 2 gellur svo greinilega með anorexíu, greyjin. Þær voru ekkert nema skinn og bein, fötin tolldu varla á þeim en samt voru þær aktífastar af öllum og ekki kyrrar í eina millisekúntu og við erum sko að tala um alveg þokkalega brennslutíma. Vesalingarnir, spurning hvor það væri ekki liður í meðferðinni hjá þeim að vera meinaður aðgangur að svona hevý tímum? En well svona er þetta víst.

jæja nóg af djúpum pælingum í bili og bara svona updeit í lokin. Var á næturvakt í nótt en er nú í þriggja daga indælis fríi. Erum á fullu að skoða íbúðir og búin að finna eina sem svei mér gæti bara verið draumaíbúðin á Völlunum í hfj, ætlum einmitt að kíkja á hana með mömmu á morgun. - óleyst vandamál eru þá: bíll nr. 2 nauðsyn, dagmamma langt frá og leikskólapláss ekki verið pantað í því bæjarfélagi .... Jamms svo ætlum við að elda hangikjötslæri á morgun og telja okkur trú um að jólin séu komin. Minnir mig á það, sagnfræðin var ekki að gera sig hjá blessuðum drengnum svo hann er bara kominn aftur í sinn gamla góða félagsskap á Kleppi og nú verðum við sem sagt HVORUGT í prófum í desember, ætlum að nýta tímann til hins ítrasta (þ.e. þegar við verðum ekki annað hvort í vinnunni) og hafa ýkt kósý og notalegt í vonandi nýju íbúðinni okkar, hver veita nema maður gæti leyft sér þann munað að kíkja í jólahlaðborð þar sem við verðum nú bæði vinnandi og hvorugt að læra!!!!!!!

Já lífið er ljúft þrátt fyrir kólnandi veðurfar og munið bara að keep up the good work Koss Vita ekki annars allir hvað ég er að tala um?


VAKIN

Róbert er meistari í því að vera leiðinlegur við mig þegar ég er þreytt og úrill. Til dæmis í morgun þá skutlaði hann Kolbrá til dagmömmunnar og fór svo í skvass. Á meðan nýtti ég tímann til hins ýtrasta og svaf aðeins lengur. Hann kemur svo heim um tíu og byrjar á því að kveikja öll ljós (ég átti sko að vakna og það strax), kveikja á einhverri ömurlegri tónlist, setja í þvottavél, kítla mig á fótunum, draga frá gardínurnar, syngja (Ó MÆ GAT), tala út í eitt, draga af mér sængina og bara yfirhöfuð vesenast eins mikið og hann mögulega gat, bara af því að við þurftum að fara á 2 staði að útrétta og þar af gat hann farinn einn á annan staðinn. Kræst hvað ég var ÓGEÐSLEGA pirruð!! Og trúið mér ég sem er aldrei grumpy á morgnanna og stekk fram úr í einu hendingskast. Jámm í dag var ég bara þvílíkt þreytt og þurfti að sofa, bara aðeins lengur. Var hann ekki leiðinlegur?

En ég veit síðan ekki hvort ég á að þora að segja frá nýjasta planinu okkar, sumir dálítið óákveðnir hér á bæ... humm humm. Róbert er sem sagt að spá í að fara í kennó næsta haust í staðinn fyrir sagnfræðina sem er í sjálfu sér hið ágætasta mál, bæði fyrir hann og mig. Ég get þá fengið lengri tíma til að ná mér í góða reynslu á Vökudeildinni í staðinn fyrir að vera að hendast út núna næsta vor og svo getum við bara bæði farið út í framhaldsnám seinna meir. En þá er það spurningin hvort maður eigi ekki að leita sér að íbúð til að kaupa, gengur náttla ekki að vera alltaf að leigja bara sérstaklega þar sem leigan hækkaði svo skemmtilega í sumar, en spurning þá bara hvar á að kaupa? og höfum við efni á því? Skelltum okkur því til Glitnis í morgun í greiðslumat. Gerðum okkur þar að fífli því matið virðist aðeins gilda fyrir lán hjá þeim og þjónustufulltrúinn sem aðstoðaði okkur hafði ekki afgreitt svona lán síðan í júní, traustvekjandi ekki satt? Já svo það er bara allt upp í loft hjá okkur, vitum ekki neitt um neitt.

Svo var það hið æðislega fræðslunámskeið í vinnunni á mánudag og þriðjudag. Jesús minn, ég sofnaði formlega BARA einu sinni en það með stæl og hauskipp og alles. EN já þetta var frekar boring sko, fyndið samt að í hverju einasta fyrirlestri var minnst á atvikaskráningu (ég sem fékk nú alveg grænar af því eftir lokaverkefnið) og það virðist vera eitt alheitasta efnið á LSH núna, en svo miðaðist voðalega lítið af þessu við vökudeildina, eiginlega ekki neitt og hjálpi mér það er heill dagur eftir af þessum viðbjóð, þar á meðal kynning á göngudeild sem ég var á í verknámi og verklagsregur um byltur (gæti það verið meira spennandi??????NEI). Við nýútskrifaðar hjúkkur sannfærðumst endalega um að við hefðum ekki meikað einn svo mikið sem einn dag enn í skóla, hvað þá eitt próf eða eitt verkefni. Get bara ekki lýst því hvað ég er fegin að vera BÚIN að læra, formlega a.m.k. maður er jú alltaf að læra meira og meira og ekki síst er maður að læra í vinnunni. En það er að sjálfsögðu allt öðruvísi og bara gaman að því. Annars var ég á frekar crazy næturvöktum um helgina, og það var meira að segja bara heilmikið gagn að mér svo ég segi sjálf frá þrátt fyrir að  þetta hafi verið fyrstu næturvaktirnar mínar í TVÖ ár! Einnig var heilmikið gagn að þessum vöktum þar sem þær aðstoðuðu okkur lystilega við það að Kolbrá hætti á brjósti, ég sem var farin að kvíða því.... Hún bara fattaði það á tveimur dögum að bjóst var ekki í boði svo nú sefur hún ennþá betur en áður og er sko ekkert að suða í mér. Fínt mál.

Jæja helgin framundan, djamm hjá vinnunni annað kvöld, voða spenna, hugsanleg 2 partý á laugardagskvöld (vantar reyndar babysitter), pönnsur hjá ömmu á sunnudag og maske líka matarboð hjá Ellu frænku. Úff meiri dagskráin.

Jæja var þetta ekki skemmtilega margbreytilegt blogg?


Ekkert spes

Þessi færsla er um ekki neitt, eða humm.....

Fórum í réttirnar fyrir austan á föstudaginn í skítaveðri. Ég fór ríðandi á Sprota þangað en skellti mér svo bara í bílnum heim. En laugardagurinn var sko eitthvað annað hvað veður varðar, þá fórum við familían mínús Rób að taka upp kartöflur í steikjandi hita og að því loknu var uppskeruhátið þar sem bjór freyddi úr glösum og legið var í sólbaði. Aldeilis svart og hvítt hvað veður varðar þessir 2 dagar.

Annars er bara líf okkar að falla í fastar skorður. Ég vinn fyrir svimandi háum vísa reikning en vinnan gæti ekki verið betri, alltaf nýtt og nýtt að læra og litlu börnin eru svoooo miklar dúllur. Ég fékk líka fínar móttökur sem er alltaf af hinu góða. Kolbrá er mjög dugleg og þæg hjá dagmömmunni og Rób mjög duglegur að læra, bókhlaðan heldur honum öllum stundum .....

Saumaklúbbur í gær, ég prjónaði eitt stk húfu og er mjög montin með hana  :) en hvað skyldi Sigurveig hafa gert?????? ;)

En svo er það bara næsta tilhlökkunarefni sem er Manchester þann 20.október, fussball game, drenking end sjoppíng (á einhver móný til að léna ossssss????) nei svei mér núer ég farin að bulla, ég ætlaði ekki að sjobba neitt í þessarri ferð, bara sofa út þar sem einkadóttirin verður hjá ömmu sínni og afa.... en flugið er a,m.k. ekki 7 tímar með barn og halejúla.


Nokkrir punktar um lífið og bla bla......

Fyrst: Í dag fékk ég þær fréttir að lítil hetja væri farin á vit feðra sinna, hún var ekki nema 16 mánaða gömul og foreldrar hennar áttu svo ekki skilið að missa þessa litlu prinsessu. Guð veiti þeim styrk í sorg sinni. Sniff.

En svo: Ég er alveg óendanlega fegin að vera ekki að fara í skóla í haust, engar áhyggjur af bókum, rándýrum heftum eða umræðutímum, hitti eina hjúkku í dag sem er að fara í master í hjúkrun, fögin sem hún tekur eru aðferðafræði/tölfræði og þekkingarþróun í hjúkrun.... gubb.... En sem sagt: Byrjaði að vinna í dag og leist rosalega vel á þetta allt saman, virðist ætla að fá góða aðlögun þarna (ekki veitir af svosem), en ég kunni meira en ég hélt og kvíðahnúturinn í maganum sem hélt fyrir mér vöku frá fimm í nótt var óþarfur, allir tóku vel á móti mér og strax byrjað að plana vinnudjamm. Aðlögun Kolbráar hjá dagmömmu gengur vel, 2 dagar búin og so far lítill grátur og veit ekki betur en sagnfræðín leggist vel í drenginn. Annars erum við bæði bara ónendanlega þreytt og bæði á leið inn í rúm að sofa as I write.

En að öðru og ómerkilegra. Rock star er að kollríða Íslandi sem og USA. Hvað finnst ykkur um þetta allt saman? Hver á að vinna og hvernig er Magni að standa sig? Erum við Íslendingar ekki bara svindlarar að vera að breyta tölvunum okkar til að geta kosið hann oftar?  Og átti Storm að fara heim síðast?

* Loks: afmæli Kolbráar á sunnudag klukkan 15. Hverjir mæta?

* Og takið þátt í nýrri könnun. Úrslit þeirrar gömlu voru að glettilega mörgum þykir ég vera vinnualki. Skrýtið þá að ég hlakki til helgarfrísins míns ;)

Tjill og tog góða fólk, krams Jójó


Home sweet home

Já nú er maður bara lentur hér á klakanum aftur. Vorum ekki nema, endurtek ekki nema 7 tíma á leiðinni heim vegna mjög svo skemmtilegrar millilendingar í Bergen Norge til að taka eldflaugargas þar sem mótvindur ku hafa verið mjög mikill. Kolbrá var nú ekkert alveg svona sátt við 2 lendingar og 2 flugtök en þetta reddaðist allt með hjálp barnfóstranna okkar, nokkurrra 7-10 ára gamalla stúlkna. Verð nú bara að segja að það var leiðinlegt að þær voru ekki með okkur á hótelinu! En eins og ég hef áður sagt þá var ferðin bara í alla staði hin besta. Okkur tókst að koma öllu niður í töskurnar (þurftum reyndar að kaupa eina litla auka) og mest öllu óbrotnu heim líka, bara 2 litlar skálar og ein hunangsaskja brotnuðu á leiðinni. Mesti bömmerinn var samt líklega að myndavélin (já nýja 50 þúsund kr sony vélin) bilaði þegar 5 dagar voru eftir svo við þurftum að notast við einnota djönk. 

Erum nú orðin ansi vel birg af stellu bjór þar sem við keyptum 6 kippur í fríhöfninni (maður verður að nota tollinn) og eins gott því við vorum nánast orðin háð honum úti. Alltaf gott að byrja daginn á einum köldum, hefðum líklega bara átt að sleppa morgunmatunum og drekkja bjór í staðinn, ábyggilega bara gott fyrir meltinguna.

En jæja nú tekur við lífsins alvara. Kolbrá byrjaði fyrst, mættum í morgun til dagmömmunnar kl 9, Róbert fór svo í skólann að læra um námstækni kl 11:30 og loks mæti ég fyrsta daginn í nýrri vinnu á morgun kl 8. Maður er svona með nettan kvíðahnút í maganum yfir þessu öllu saman en þetta reddast vonandi allt. Aðlögunin gekk a.m.k. vel og fyrsti tíminn hjá nýja háskólastúdentnum gekk víst líka vel.

Jæja best að ljúka þessu, hér bíða sjálfsagt einar 10 þvottavélar og tómur ísskápur.

Nýtt blogg hjá 1 árs gamalli lítilli en samt stórri dóttur minni líka.


Hvad er nytt?

Tad hafa engin meirihattar aevintyri att ser stad nuna nylega. I lok sidasta bloggs sagdi eg ykkur tad ad Kolbra vaeri ordin lasin en tad stod sem betur fer stutt yfir. Hun var alveg ordin god t.e. hitalaus a fimmtudagsmorgun en ennta er sma hor i nebba og reyndar er eg nuna med sma halsbolgu en tad er nu ekkert. En medan Kolbra var med hita vorum vid bara her i grenndinni og uti i gardi ad reyna ad sola okkur. Solin hefur reyndar verid heldur treg sidustu daga en var fin i dag t.e eftir sma sky i morgun sem hroktu okkur ur solbadi i gardinum ut i mega gongu medfram ollum strandveginum... Uff get ekki sagt annad en ad eg hugsadi um fatt annad en kokteil alla leidina heim. Svo hofum vid kikt i minigolf, rosa stud, eg tapadi ekki med nema 25 stiga mun og ta erum vid ekki ad telja med brautina tar sem eg var a.m.k. med 30 tilraunir til ad koma kulunni nidur. Tennis hofum vid lika prufad, tapadi einnig tar en tad er einkum af tvi ad Robert hafdi svo godan kennara t.e. mig. Hann skellti ser i nudd um daginn og planid mitt fyrir morgundaginn er hand og fotsnyrting, ja vid lifum eins og kongur og drotting her og tad verdur algjort sjokk fyrir okkur ad koma heim baedi vedurfarslega sed og peningalega sed en her kostar margt bara skit a priki s.s. matur, bjor og margslags fot. Forum t.d. a mexikanskan stad i dag og bordudum geggjadan mat fyrir um 2000 kall samanlagt en tetta er frekar dyrt sko. Oft kostar maturinn med 2-3 bjorum ekki nema 800-900 kall. Tad tarf heldur ekki ad spyrja ad tvi ad vid erum buin ad versla mikid (humm ekki bara fyrir okkur sjalf samt, heldur lika slatta af gjofum og jolagjofum) og sidustu dagar hafa einkennst af: versla, ganga, versla og borda. Hofum tekin upp a tad rad ad borda einkum tegar barnid sefur tvi annars endar maturinn i einhverju dramakasti tar sem Kolbra hendir drasli um allan matsolustadinn eda reynir ad hengja sig i olunum a stolnum. Hun hefur svo fengin sinn hipp mat og avexti sidar.... eda vid hofum a.m.k. reynt ad gefa henni ad borda (eg hef fengid meira en eitt kast skal eg segja ykkur yfir tessum matmalstimum hennar!!).

Lifid er her er oskop gott tad er ekki spurning. Ekkert vesen nema uppatrengjandi gaurar a veitingastodum ad reyna ad lokka mann inn en faela mann i stadinn fra sem og alls kyns lid ad reyna ad selja manni ber a gotum uti. Gud hvad tad er pirrandi. Leitt ad segja tad en tad dugar best ad hunsa tetta bara alveg. Einnig eru tjodverjarnir farnir ad fara dalitid i taugarnar a mer en 80% gesta her a hotelinu er tadan. Teir geta verid ansi donalegir og sjalfhverfir. Tess vegna toli eg ekki tegar afgreidslufolk og adrir tala vid mann a tysku. Eg skil ekki baun en tad truflar ta ekkert............ Guten morgen, bitte shon. Og latum tetta gott i bili.


Aevintyri sidustu daga

laugardagur> forum til Burgas med rutu i steikjandi hita, vorum klukkutima hvora leid. kiktum i budir en vorum ad spara okkur fyrir Varna sem er mun staerri borg. Roltum bara thar i midbaenum og fengum okkur ad borda i rolegheitum (thad thydir ad Kolbra hafi verid sofandi).

sunnudagur> Lagum i solbadi og vorum a nyja batnum okkar i lauginni til svona 3. Forum svo ad skoda sveitathorp 30 km hedan og va hvad allt var gamaldags. Get eiginlega ekki lyst thvi. Fengum svo 4 rettada maltid og saum dans um kvoldid. Baedi thjoddansa og svo konu sem dansadi a kolum. Kolbra var svolitid erfid kringum matartimann en svo hitti hun 2 stelpur (2 og 3 ara) og var ad skrida med theim a golfinu heil lengi. Hun sofnadi svo fljott og vel i rutunni a leid heim en rutan tok upp a thvi ad bila okkur til mikillar skemmtunar eda thannig.

Manudagur> Jaeja, thetta er sko adal dagurinn. Leigdum okkur bil til ad komast i verslunarleidangur til Varna. Vorum buin ad keyra um 1/3 leidarinnar, mjog brattar brekkur og miklar beygjur, eiginlega svona 10x Kambarnir, og keyrt a 20-40 km a klst, thegar vid lendum i bilalest sem var stopp vegna alvarlegs slyss. Tad verdur vist ad taka thad fram ad Bulgarir keyra eins og fjandinn se a haelunum a theim og taka framur vid otrulegustu adstaedur. Bidum sem sagt i rod i eina 2 tima og sumir ordnir ansi pirradir. Sem betur fer sofnai daman um leid og vid forum ad keyra aftur. En tetta var alveg glatad, vorum tvi i naestum 5 tima a leidinni sem var ekki nema 90 km!!! Svo komumst vid loksins og fengum bilastaedi hja einhverri verslun svona 15 min fra midbaenum. Rotudum tangad med herkjum og gerdum tau mistok ad fara litla hlidargotu nidur i baeinn. Tar voru solumenn mjog agengir og ein konan, midaldra fremur tybbin svona, bara gripur i mig, frekar svona fast og fer ad sveifla adidas galla a Kolbra framan i mig. Mig svo sem langadi ad kaupa svona galla en helst ekki af henni. En eg bara gat ekki annad. Nadi loks ad prutta um 1500 kall og gallinn kostadi fyrir rest 1250 kr en mikid svakalega var eg ordin hraedd a timabili, R'obert var nefnilega kominn adeins lengra og lentur i agengum solumanni tar. Juju svo holdum vid afram ad versla (frekar svona mikid sko - shit visa reikningurinn verdur ansi har) og um half atta byrjar ad rigna eldi og brennisteini. vid bara i stuttermabolum (sem betur fer med fleiri fot a KKR) og verdum bara gegndrepa a null komma einni. Leitum skjols i adidas bud (slaemt fyrir budduna) og tegar rigningin var loks ad minnka ta voru komnir huges fljot a gotunum. A einum stad var svona15 cm djupt vatn sem vid turftum ad fara yfir..... svo vid nanast hlupum alla leid aftur i bilinn med kerruna og alla pokana. Frekar fyndin sjon byst eg vid. Keyrum svo til baka i slagvedri, roki, trumum og eldingum og mestu mogulegri rigningu ever (hef aldrei vitad annad eins) villumst einu sinni inn i idnadarhverfi borgarinnar, og keyrum loks a 50 alla leid heim!!! vid erum ad tala um ad tad var ennta slatti af vatni a gotunum i morgun to ad tad vaeri komin sol.

i dag> solbad og rolt i baenum. Kolbra a vist afmaeli, merkilegt og mjog oraunverulegt ad hun hafi faedst fyrir nakvaemlega einu ari. Hun fekk koku her a hotelinu og blodru, fot og fleira dot fra okkur, is i baenum og hita og kvef i tilefni dagsins :( frekar fult. Hun er sem sagt ordin vel kvefud og + tad ad fa a.m.k. 2 tennur. En samt merkilega hress svona.

Naestu daga> spad skurum og ekki nema 20-25 stiga hita svo vid holdum okkur inni vid og njotum tess ad fara i nudd og spa.

Jaeja, veridi bless, Jojo


hallo fra bulgariu

hallohallo

nu skrifa eg adeins med enskum stofum tvi her eru ei islenskir stafir. Her er gott ad vera. Frabaert vedur, sol og sma gola til ad kaela mann, finn matur so far, odyr bjor og kokteilar, NOG haegt ad versla (sumir okkar nu thegar byrjadir) nema barnafot virdist erfitt ad fa. Erum buin ad fara runt um Sunny beach, ut i gamalt virki, i siglingu og ymislegt fleira. Kolbra stendur sig vel, hun sefur alla vega vel en tharf audvitad dalitid mikla athygli, hun faer reyndar nog af henni hja bulgorsku konunum sem barasta DYRKA hana. Eg helt ad ein theirra aetladi bara ad raena henni, shit madur. en thad versta er ad hun er ansi lot ad drekka og borda sama hvad vid reynum ad hella i hana af vokva, brjostin bjarga samt alltaf sma og Hipp krukkumatur klikkar aldrei (fundum einmitt bud sem selur svoleidis svo vid erum a graenni grein). Forum svo a sunnudaginn a bulgarska sveitaskemmtun og skodum gamaldags sveitalifid her, faum mat og loks sjaum vid folk ganga a kolum. jaja best ad hleypa robert i tolvuna og taka vid barnapossuninni.

Sjaumst sidar, Jojo ad verda brun og saet.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband