Færsluflokkur: Bloggar
sæl nú. Var búin að skrifa færslu, hún strokaðist út, greit. Þessi verður ábyggilega ekki jafn æðislega skemmtileg og hin, en það er víst ykkar missir, þið lesendur góðir eruð ekkert að kommenta heldur þannig að ......
En hér kemur ein skemmtileg saga af Kolbrá snillingi. Hún var nefnilega að kúka í fyrsta skipti í koppinn áðan, eða öllu heldur þá greip ég hana svona rétt í lokin og skellti henni á hann. Nema hvað að þegar hún svo stendur upp og kíkir ofan í þá fær mín bara svona líka nett móðursýkiskast, grenja með ekka og allt og fæst alls ekki til að hætta sama hversu ánægð ég var og klappaði mikið. Ekki heldur þótt að ég þrifi koppinn vandlega og sturtaði drjólanum niður í klósettið með viðhöfn. Því álykta ég sem svo að nú sé ég endanlega búin að vanhelga hennar elskulega vin, koppinn, og að hún muni aldrei hætta með bleyju. Ég er vond mamma!
En annars er það helst í fréttum að ég vaknaði með kverkaskít, kvef og eyrnaverk og held því eigi til vinnu í kvöld eins og til var ætlast en hygg ég að ég sé smitandi mjög. Ég lagaðist samt svolítið við dýrindis te úr katlinum sem systir góð gaf mér í jólagjöf en ekki nóg. Vona bara að ég lagist fyrir helgi því margt er á prjónunum eins og vanalega um helgar, það skemmist þó iðulega sökum pesta er herja á okkur hafnfirðingana til skiptis.
En (svona nú byrja allar málsgreinarnar á en...) í lokin ætla ég að óska þeim Hanna&Erlu innilega til hamingju með lilluna sem fæddist á sprengidaginn 20.feb og er alveg gullfalleg, en ég var svo heppin að vera að vinna meðan þau dvöldust í Hreiðrinu og gat því kíkt á snúlluna. Einnig óska ég þeim Ásgeiri&Írisi tl hamingju með sína sem fæddist í gær 21.febrúar og er væntanlega líka gullfalleg þó eigi hafi ég litið hana augum (og væntanlega lesa þau ekki heldur þessar óskir mína), þá er bara beðið eftir þinni Tóta mín, ertu ekki bara til í að klára þetta nú sem fyrst, helst í dag svo að afmælisdagaþrennan klárist þ.e. 20-21 og 22 ???
Jójó hin hóstandi
Bloggar | 22.2.2007 | 13:25 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
í dag er bolludagur. Af því tilefni gaf Róbert Kolbrá bolluvönd í gær. Það þótti henni sniðugt tæki TIL AÐ ÞRÍFA KLÓSETTIÐ MEÐ
Bloggar | 19.2.2007 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fékk vægt taugaáfall í gær, álpaðist nefnilega einni á vef þann er kenndur er við brúðkaup og sá þar svona ægilega sniðuga tékklista. Nú og þeir eru flokkaðir eftir því hversu lagt er í húllumhæið, ég vel mér listann 9-12 mánuðir (þó svo að mánuðirnir teljist nú víst einungis vera sex) og svona til að gera langa sögu stutta þá bara féllust mér hendur.... ég sem var svo agalega ánægð með að vera komin með kjólinn í hendurnar. En það þýðir ekki að spá meira í því enda ætla ég ekki (eins og ég hef áður sagt) að fara á límingunum yfir þessu. Hins vegar er ég ekki að meika það að Kolbrá er komin enn og aftur á skeið sem nefnst því "ó"skemmtilega nafni; borðaekkineittskeiðið. Og endar nú um það bil hver einansti matartími með einhvers konar drama. Reyndar veit ég að hún er að taka tennur greyjið, í fyrradag var veslingurinn með 40 stiga hita og það blæddi úr gómnum á henni, hrikalegt alveg. Annars er ég bara búin að vera þokkalega dugleg að hér heima, loksins búin með gardínurnar tvær sem voru eftir, búin að raða myndum í albúm, ryksuga og í gær bakaði ég skinkuhorn og skúffuköku. Fattaði það svo um leið og ég var búin að borða kökubita að ég væri í ströngu aðhaldi og hefði alls ekki átt að baka hana, það varð því úr að ég drattaðist út að hlaupa í gærkvöldi eftir margháttaðar tilraunir til að fá einhvern með mér í ræktina. Horfði svo bara á uppáhaldið mitt, kvinnurnar í housevifes, og þvílílk snilld. Við erum búin að horfa á alls 15 þætti af seríu þrjú (bara 3 eða 4 komnir í tv) og alltaf hlæ ég jafn mikið að sömu atriðunum...Róbert sló mig síðan rækilega út hvað duglegheit varðar en hann vaknaði kl 4:30 í nótt (ætlaði reyndar að vakna 5:30) og fór í ræktina kl 6..... man, ég verð að slá hann út einhvern tímann.
Jójó
Bloggar | 16.2.2007 | 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jámm, mér hefur verið tjáð það að ég hafi misst af geðveiku djammi á laugardaginn, ég missti þó alltént ekki af því að týna neinu né þynnku! Sem er mjög gott. En þokkalega fer ég með næst. Er strax farin að huga að dagsetningum í huganum sko.....
En alla vega, Kolbrá er e-ð voða pirruð á mér í dag, henni leiðist bara allt sem við höfum reynt að gera..... verð að komast út á eftir. Spurning að skella sér í ræktina og reyna að ná af sér einhverjum kílóum svo að ég komist í þennan bjútífúl wedding kjúl sem ég var að kaupa mér um daginn. Kemst svo sem auðvitað í hann en liti bara betur út án kílóanna. Hef einnig komist að því að líklega væri gott að taka matarræði mitt í gegn, bara síðast í gær borðaði ég köku, drakk gos, fékk mér ís (vorum reyndar með matarboð) og borðaði tvo risa skammta af lasagna. Nei Jójó, nú hættir þú að éta eins og svín! Sem sagt, hingað komu Ella frænka og co, buðum þeim í mat og carcasonne því við erum orðin svooooo húkt á þessu spili. Vá hvað það er orðin mikil fíkn hjá okkur að spila það.....
jah svei mér, Kolbrá er búin að sofa í TVO tíma og FJÖRTÍU mínútur. Alveg spurning að fara að vekja hana bara...........
Bloggar | 12.2.2007 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sælt veri fólkið. Er búin að vinna mikið í vikunni og bara nætur og kvöldvaktir. Er alveg sjúklega þeytt eftir einungis þriggja tíma svef eftir síðustu vaktina því ég þurfti að ná í gelluna og mæta svo á aukavakt á Hrafnistu. Já þið lásuð rétt, ég sem aldrei get sagt nei, tók sem sagt eina vakt á eldgömlu deildinni minni í gærkvöld. Og það er næstum eins og það hafi ekki liðið nema einn dagur síðan ég var þar siðast (eru raunar þrjú ár), að því undanskildu að gamla fólkið hefur heldur betur horfið á braut og ný andlit komin í staðin. Ég þekkti því næstum engan og var sífellt að rugla nöfnunum saman en allt hafðist þetta (þá er ég að tala um að koma öllum pillunum ofan í fólkið), en starfsfólkið er næstum allt það sama og umhverfið auðvitað líka. En ég ætla samt ekki að deyja úr vinnu þarna sko enda svo miklu skemmtilegra á Vökunni en ég samþykkti að taka EINA og EINA vakt (gegn auðvitað góðu kaupi.....). Er núna í þriggja daga fríi, tek svo tvær næturvaktir og aftur þriggja daga frí. Sem er góð tilhugsun þegar maður er svona ansi þreyttur. Var reyndar að hugsa um að skella mér á djammið í kvöld ef ég fyndi pössun en vaknaði svo skemmtilega í morgun með þvílíka bólgu í auganu. Þorði ekki annað en að fara á læknavaktina og láta kíkja á þetta. Jújú sýking og læknirinn skrifar upp á augndropa, sem reynast svo vera þeir sömu og Kolbrá fékk núna í haust. Sem sagt, hefði ekki þurft að eyða 1750 kalli í heimsóknina, bíða heillengi á biðstofu með hóstandi fólk sem sjálfsagt hefur bæði smitað mig og Kolbrá, heldur bara skella í mig blessuðum dropunum. Ég ákvað því í pirringskasti í morgun að gera helst ekkert í dag og að alls ekki að fara úr náttfötunum! Í kvöld var svo Kolbrá komin með hita, urg. Veit náttla ekkert hvort það sé læknavaktinni að kenna eða hvað. Hún er búin að vera eins og nokkurs konar hormaskína í dag, ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef snýtt henni oft í dag en það er ábyggilega að nálgast annað hundraðið.
Lenti í því í vikunni eftir eina næturvaktina (sem reyndar var kvöld&næturvakt) að lásinn á bíldruslunni var frosinn fastur. Ég reyndi og reyndi að opna en ekkert gekk, var um það bil við frostmark þegar ég hugsa að það sé líklega best að taka bara bussen heim, sný mér við og horfi á vagninn keyra framhjá. Ég var því vel frosin þegar sá næsti kom en þá hafði ég reynt að ná í heitt vatn og hita lásinn og ég veit ekki hvað. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var pirruð þegar ég loks kom heim og ætlaði því alls ekki að geta sofnað...
Er að horfa á júró, upprifjun. Ó guð. Skelfilegt. Best að slökkva á tv. Og Silvía Nótt bara komin með stóran samning, hvernig endar þetta? Ætli hún verði bara big star eða hvað?
Og hvað er málið með öll þessi upptöku og vistheimili sem voru sem sagt bara morandi í misnotkun og ofbeldi. Greinilega ekki gott að vera tekinn í fóstur á árum áður. Humm.
Jæja er gjörsamlega tóm eins og alltaf þegar ég blogga (gat sko ekkert bloggað á næturvöktunum í vikunni því ég var svo busy að gefa pela! Var sem sagt þeim megin sem börnin fá pela og þar þarf maður sko að VINNA - hehe)......
Já má ekki gleyma. Fyrirlesturinn er BÚINN. Við Anna sáum um þetta, Tóta komin norður og lillan alveg á leiðinni, það mættu nú ekki nema um 15 manns en það gekk allt vel, við fengum margar spurningar og mikið hrós, og stressið hvarf allt bara á fyrstu 2 mínútunum, bögglaði reyndar fyrstu setningunum út en svo bara allt í lagi eftir það.
En nú er ég hætt í bili.
Jójó næturvakta drottning og þreytta með meiru!
Bloggar | 10.2.2007 | 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott fólk, næturvakt númer fire næstum lokið. Það hefur ekki verið svona rólegt í vinnunni síðan ég byrjaði hér. Ágætis pása svosem en dálítið eiginlega einum of rólegt, maður þarf að vera ansi duglegur að finna sér einhver verkefni. Er núna t.d. búin að bögga ansi marga með alls kyns e-mailum, lesa yfir væntanlega kynningu á blessuðu lokaverkefninu á spítalanum og búa til auglýsingar fyrir það, taka til í hotmailinu mínu (veitti ekki af - jidúdda mía) og prjóna að minnsta kosti 8 cm af nýju peysunni hennar einkadóttur minnar sem er btw lasin! Hvað annað er nýtt? Hún vaknaði sem sagt með hita í gærmorgun sem reyndar hvarf á undarlegan hátt um miðjan dag, en ég er bara ekkert að botna í þessum lasleika hennar. Róbert er líka e-ð pöddusækinn og slappur, kannski bara eftir sig eftir 5 marka tap gegn Þjóðverjum í gær. Ég er hins vegar spræk.
Updeit af bíómyndamálum; byrjaði á children of men, skildi ekki baun í bala sökum fötlunar minnar sem léleg enskuþekking nefnist og hætti því aftur. Skipti hins vegar yfir í little miss sunshine sem er nú bara algjör snilld, hló sko meget að henni. Annars bara búin að vinna, sofa, éta, spila og horfa á tv um helgina. Mér finnst ná alveg kominn tími til að kíkja út á lífið (þaggi?).
En svona fyrir Helgu, minn aðal lesanda, þá gróf ég upp allar þykku fínu peysurnar þínar og nokkurn veginn bara sama dag þá hlýnaði hér mjög og er nú upp undir 5 stiga hiti......
Jæjajá, ætla að reyna að gera e-ð smá hér áður en ég held heim, annað hvort í draumalandið eða þá að hugsa um veikt kríli.
Bloggar | 29.1.2007 | 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er búin að gera ótal tilraunir til að byrja að blogga en fer einhvern vegin alltaf að gera eitthvað annað, reyna að velja nýtt útlit á síðuna, vesenast með einhverjar myndir o.s.f.v en hjér it goes.... Er í vinnunni (nema hvað?) á næturvakt (nema hvað?) á vakt númer eitt af fjórum (þar af 2 x 12 tíma vaktir) og gjörsamlega grútsyfjuð (frábært svona í ljósi þess að maður á þá "bara" fjórar eftir. En hér er allt með ró og spekt. Minni mínu er eitthvað farið að förlast svo ég man bara glimps af síðustu dögum. Man að ég fór austur á Þorrablót, það var ágætt alveg, stórfínn þorramatur, þ.e. allt nema skollans hákarlinn sem allir á borðinu okkar átu með bestu lyst, ég gerðist reyndar svo djörf að smakka hann en geri það sko ekkert á næstunni. Skemmtiatriðin voru hins vegar af bestu gerð og kítluðu alveg hláturtaugarnar þótt að af og til þyrftum við aðkomufólkið smá túlkun til að vita um hvað málið snérist. Ekki steig ég þó eitt dansspor enda fóru foreldrar vorir snemma heim og ég með þeim sökum barns er heima var í pössun. Róbert hélt þó uppi heiðri djammarans og fór mun seinna heim með Ellu&co og gerðist m.a.s. svo frægur að dansa hringdans. Öllu verra var þó að jakkanum hans var stolið eða hvarf hann a.m.k.
Á sunnudagskvöldi héldum við til Reykjavíkur en Kolbrá varð eftir enda nú sífellt púsl hvað barnapössun varðar. Á mánudaginn nýttum við því tímann til að kíkja í bíó og varð myndin babel fyrir valinu. Þessi mynd er fín, svolítið langdregin á köflum en vel fléttuð saman og mjög vel leikin. Við misstum því af leiknum fræga á móti Frökkunum en höfum svo setið mjög spennt yfir leikjunum við Túnis (góður sigur - smá info fyrir Helgu sem nú dvelst í annarri heimsálfur þ.e. Ástralíu) og Pólverja (2 marka tap og þvílík spenna - Róbert bara missti matarlystina yfir þessum ósköpum). Kolbrá var svo að horfa með okkur á Túnis leikinn og klappaði ákaft næstum allan tímann, bara ansi oft á vitlausum augnablikum!!! Einnig hef ég séð mynd í bíó sem kallast stranger than fiction svo að ég er að verða ansi bíó mett. Neyðist reyndar til að fara á myndina Children of men en hún ku vera ansi góð og sveik minn verðandi eiginmaður mig illa, downloadaði henni af netinu og horfði á hana ÁN mín, hvað á svona lagað að þýða? Ósvífni.
Jæja hefði getað bullað endalaust en er orðin of svöng og ætla að fá mér popp í gogg.
Bloggar | 26.1.2007 | 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhver sagði mér að nú væri kominn tími á blogg. Jólin búin og nýtt ár komið. Bara allt að gerast. Vorum ca 4 daga fyrir austan í vellystingum um jólin en eitthvað var ég búin að skrifa um það hjá Kolbrá og læt það bara duga. Um áramótin vorum við hins vegar hér í bænum að vinna en það bara hæst að karl minn bað mig um að giftast sér, sagði mín já og hefur stefnan verið tekin á þann góða mánuð ágúst, nánar tiltekið líklega 18. ágúst. Að vísu erum við eftir að tala við prestinn fyrir austan en planið er að hafa húllum hæið þar og erum við nú farin að gera okkur smá hugmyndir um hvernig þetta á að fara fram, aðalmálið verður nú samt að hafa gaman og ætla ég ekki að tapa mér í einhverjum smámunasemispælingum.... Eftir áramótin byrjaði svo Róbert í nýrri vinnu hérna í Hraunvallaskóla og líkar held ég bara vel, Kolbrá byrjaði líka hjá nýrri dagmömmu en er hætt þar aftur. Okkur leist bara ekki nógu vel á þetta og þar sem ég er á frekar fáum morgunvöktum yfir mánuðinn þá bara ákváðum við að reyna að redda bara pössun þá daga sem þarf frekar en að vera að borga tæplega 40 þúsund fyrir pössun sem þarf bara endrum og sinnum. Vona svo sannarlega að við höfum tekið rétta ákvörðun.... að vísu mun þetta koma niður á ræktarferðunum mínum en baby comes first!!! Þær voru nú hvort eð er ekkert það margar sko!
Man, maður á ekki að láta líða svona langt milli blogga, þá man maður ekki neitt barasta. En helgin nýliðna var voða fín. Á föstudaginn fór ég ásamt Evu og Tótu í bíó á fremur spes mynd eða Stranger than fiction og að henni lokinni skelltum við okkur í smá stelputjatt á kaffihúsin enda allt allt of langt síðan síðast. Á laugardaginn fórum við svo bæði í rætktina, í heimsókn til Óla og Stellu og loks í afmæli hjá Ellu um kvöldið. Á sunnudaginn fórum við svo í sund um morguninn öll saman (fyrsta helgin í langan tíma sem sund er möguleiki, engin veikur og enginn að vinna!!) og Kolbrá skemmti sér hið besta, kafaði og allt þrátt fyrir fimm mánaða sundpásu. Þá fórum við heim aftur, bökuðum amerískar pönnukökur og súkkulaði köku. Spiluðum carcasonne (snilldar spil) og við Kolbrá fórum svo í hitting til Auðuns Andra og Helenu sem ætla að taka dömuna í pössun einhverja daga. Þá fórum við heim aftur og Helga tók dömuna meðan við skelltum okkur loksins á Mýrina. Vorum pínu efins að fara að borga 2400 kall þegar hún kemur á vídeo fljótlega en sáum svo ekkert eftir peningunum því þetta er án efa besta íslenska mynd sem gerð hefur verið. Maður var í alvörunni bara spenntur og svo var hún bara í alla staði vel gerð og vel leikin. 5 stjörnur fyrir Mýrina og 5 stjörnur fyrir helgina.
Plan næstu helgar er þorrablót fyrir austan :) íha.
Jójó ofurbloggari
Bloggar | 15.1.2007 | 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja þá er aðfangadagur runninn upp, blautur og dimmur. En það er allt í lagi, maður reynir bara að sjá ljósið í hjartanu og ilja sér við kertaljósið inni við. Fyrir mér er þetta ennþá svolítð óraunverulegt þar sem ég er á næturvakt og þegar maður er eftir að sofa þá finnst manni ekki að það sé kominn nýr dagur. Hef ekki verið svona þreytt á næturvakt ever held ég bara (nema á Hrafnistu forðum daga reyndar) og kalt... brrrr enda er lítið að gera og þá líður tíminn heldur ekki neitt.... Sé einnig fram á lítinn svefn sökum þess að við höldum austur núna í býtið og verðum þar þangað til 29. des væntanlega. Hlakka ekkert smá til að sjá Kolbrá litlu í pakkaflóðinu, sú á eftir að skemmta sér, held ég að minnsta kosti. Svo er það bara jólatrésleiðangur að skreyta tréð með liðinu (þ.e. ef ég meika það fyrir þreytu) og borða uhhhuum.... Indislegt.
Er að lesa bók sem heitir móðir í hjáverkum, skondin lýsing á ofurkonunni sem á tvö börn en hefur ekki tíma fyrir neitt í lífinu nema vinnuna og samviskubit. Vona að ég verði aldrei þannig þó svo að samviskubitið læðist nú stundum inn, sérstaklega þegar maður sér ekki litlu skottuna kannski í tvo heila daga þegar ég vinn langar helgar.....En nóg um það, fór bara að blogga til að halda mér vakandi.
En endum þetta á því að segja bara:
Gleðileg jól
Jólafriður færist inn.....hringja jólaklukkur.... ó mæ nú er ég að fara bulla.....
Og gleðilegt ár líka ef ég blogga ekki meira á þessu ári.
Jójó jólajó
Bloggar | 24.12.2006 | 06:34 (breytt kl. 06:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Loksins loksins er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar og þar að auki afmælisgjafir handa mínum heittelskaða. Er líka búin að þrífa klósettið! Bíddu mér finnst ég hafa verið á fullu í allan dag (eða allavega frá hádegi því ég svaf lengi sökum andvökunætur og hausverks í nótt - spurning um afleiðingar næturvaktanna).... hvað var ég þá að gera í dag? Jú þvældumst í gamalkunnar verslanir þ.e. byko og húsasmiðjuna auk ikea (var næstum komin með fráhvarfseinkenni), setti upp þetta líka fallega gervijólatré og skellti á það jólaseríum, skreytti jú örlítið, setti í tvær þvottavélar, tók úr uppþvottavélinni, gaf Kolbrá að borða, baðaði hanaog bamm dagurinn búinn..... mánuðurinn búinn.... árið búið!!! Ekki má gleyma að ég skar mig í puttann, sá blóð og það leið næstum yfir mig (what mig? hjúkkuna sjálfa, hvað er málið?) og á meðan prílaði sú stutta upp á klósettið og datt niður.... Þetta fékk mig til að hugsa hvað maður myndi gera hér einn heima, slasaður og hjálparlaus....
Verður maður svo ekki að tjá sig smávegis um kompás, Guðmundar/byrgismálið, kastljós, Jóa og Guggu og allt það???? Held annars ekki því við nánari umhugsun rifjaðist það upp fyrir mér að ég varð svo fjári pirruð í gær þegar ég var að horfa á þetta að ég held ég bara sleppi því og kvarta frekar yfir þesssu fúla veðri. Það er bara ekki möguleiki að vera í jólastuði með þennan viðbjóð berjandi á gluggunum hjá manni, fyrir utan öll flóðin og úrhellið og allt það sem það er að skemma. Jakk. Sama hvað maður reynir, hlustar á jólalög, reynir að skreyta (baka þegar þar að kemur) og ég veit ekki hvað þá hljómar í hverju lagi.... snjór.... hvít jól og blabla.... ég meina maður er löngu hættur að gera kröfu um hvít jól en það mætti nú alveg sleppa þessu ofsaslagveðri í heila viku fyrir jól. Það er nóg af því góða/slæma/blauta/niðurrignda komið. Og veðrið var bara fint eins og það var, pínu kuldi en jörðin svona ja, hálfgrá.
Jæja reynum að gera gott úr þessu, plan næstu daga er eftirfarandi:
Á morgun: Reyna að sleppa því að fara að sofa aftur fyrir hádegi (þar með talið sleppa því að vera andvaka), drullast í ræktina, fara á einn eða tvo staði og skúra. Matarboð með Tótu og Krissa annað kvöld hér.
Föstudag: Afmæli Róberts, gerum e-ð sniðugt. Förum með pakka. Matarboð með systkinum hans hér og spilað. Vei tvö matarboð á tveimur dögum. Næturvakt um kvöldið.
Laugardagur/þorlákur: Sofa eftir vaktina og mæta svo á aðra vakt um nóttina. Pakka fyrir austurferð.
Sunnudagur/aðfangadagur: Fara austur strax eftir vaktina. Sofa ekkert. Ná í jólatré. Jól.
En hey, því meira sem ég blogga því færri komment fæ ég sem er fúlt (Helga stendur sig samt alltaf vel) og hey hvar eru jólakortin okkar??? Erum bara búin að fá 3 en sendum eitthvað um 30 held ég!!!!! Sendum engin kort næstu jól ef þetta fer ekki að skána....
Jójó í grenjandi rigningu, jólastuðið horfið en jólin á næsta leiti.
Bloggar | 20.12.2006 | 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)