Meiri letin í gangi, lagði mig í morgun með Kolbrá og ætlaði bara rétt að blunda en nei sváfum báðar í 2 tíma og 20 mín! Eins gott að koma sér að efninu þegar hún fer næst að sofa en ég er að rembast við að leiðrétta og betrumbæta niðurstöðukaflann í loka...... En reyndar var ég að læra í gærkvöldi og er búin að þvo 5 þvottavélar í dag svo kannski er ég ekkert svo löt Jamm hún er sem sagt búin að næla sér í kvefið hans pabba síns en er sem betur fer öll að koma til og þess vegna hefur hún þurft að sofa inni síðustu daga, það getur verið maus en hefur gengið sæmilega.
Svo er bara Alþingi að ræða sömu mál og lokaverkefnið snýst um, kannski verðum við frægar bara? Who knows.
Jæja, nóg í bili. En er komin í bloggkeppni við sagnfræðinginn svo ég verð að fá komment til að vinna. Er nokkuð annars vesen að kommenta hér?
Athugasemdir
Haaaalllóóó!! var að setja inn athugasemd en hún kom ekki!!!
María (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 15:22
Elskan mín þú ert ekki að þvo þvottavélar þær þvo fyrir þig eða hvað??? nýtt job???? bara smá joke hehe. Vona að Kolbrá nái sér fljótlega svo hún geti komið í sandkassann Elísabetu til skemmtunarog auðvitað sér sjálfri. Adios Amigos Tengdó
Tengdó (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.