Gleðileg jól

Jæja þá er aðfangadagur runninn upp, blautur og dimmur. En það er allt í lagi, maður reynir bara að sjá ljósið í hjartanu og ilja sér við kertaljósið inni við. Fyrir mér er þetta ennþá svolítð óraunverulegt þar sem ég er á næturvakt og þegar maður er eftir að sofa þá finnst manni ekki að það sé kominn nýr dagur. Hef ekki verið svona þreytt á næturvakt ever held ég bara (nema á Hrafnistu forðum daga reyndar) og kalt... brrrr enda er lítið að gera og þá líður tíminn heldur ekki neitt.... Sé einnig fram á lítinn svefn sökum þess að við höldum austur núna í býtið og verðum þar þangað til 29. des væntanlega. Hlakka ekkert smá til að sjá Kolbrá litlu í pakkaflóðinu, sú á eftir að skemmta sér, held ég að minnsta kosti. Svo er það bara jólatrésleiðangur að skreyta tréð með liðinu (þ.e. ef ég meika það fyrir þreytu) og borða uhhhuum.... Indislegt.

Er að lesa bók sem heitir móðir í hjáverkum, skondin lýsing á ofurkonunni sem á tvö börn en hefur ekki tíma fyrir neitt í lífinu nema vinnuna og samviskubit. Vona að ég verði aldrei þannig þó svo að samviskubitið læðist nú stundum inn, sérstaklega þegar maður sér ekki litlu skottuna kannski í tvo heila daga þegar ég vinn langar helgar.....En nóg um það, fór bara að blogga til að halda mér vakandi.

En endum þetta á því að segja bara:

Gleðileg jól Heart

Jólafriður

Jólafriður færist inn.....hringja jólaklukkur.... ó mæ nú er ég að fara bulla.....

Og gleðilegt ár líka ef ég blogga ekki meira á þessu ári.

Jójó jólajó Kissing

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gledileg jol og gledilegt ar thid thrju! Se ykkur adur en langt um lidur.

Katla (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 10:15

2 identicon

Gledileg jol og gledilegt ar thid thrju! Se ykkur adur en langt um lidur.

Katla (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 10:15

3 identicon

Gledileg jol og gledilegt ar thid thrju! Se ykkur adur en langt um lidur.

Katla (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 10:15

4 identicon

Jám, það dugar ekkert minna en þrisvar.

Helga (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband