Tíminn líður trúðu mér

Loksins loksins er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar og þar að auki afmælisgjafir handa mínum heittelskaða. Er líka búin að þrífa klósettið! Bíddu mér finnst ég hafa verið á fullu í allan dag (eða allavega frá hádegi því ég svaf lengi sökum andvökunætur og hausverks í nótt - spurning um afleiðingar næturvaktanna).... hvað var ég þá að gera í dag? Jú þvældumst í gamalkunnar verslanir þ.e. byko og húsasmiðjuna auk ikea (var næstum komin með fráhvarfseinkenni), setti upp þetta líka fallega gervijólatré og skellti á það jólaseríum, skreytti jú örlítið, setti í tvær þvottavélar, tók úr uppþvottavélinni, gaf Kolbrá að borða, baðaði hanaog bamm dagurinn búinn..... mánuðurinn búinn.... árið búið!!! Ekki má gleyma að ég skar mig í puttann, sá blóð og það leið næstum yfir mig (what mig? hjúkkuna sjálfa, hvað er málið?) og á meðan prílaði sú stutta upp á klósettið og datt niður.... Þetta fékk mig til að hugsa hvað maður myndi gera hér einn heima, slasaður og hjálparlaus....

Verður maður svo ekki að tjá sig smávegis um kompás, Guðmundar/byrgismálið, kastljós, Jóa og Guggu og allt það???? Held annars ekki því við nánari umhugsun rifjaðist það upp fyrir mér að ég varð svo fjári pirruð í gær þegar ég var að horfa á þetta að ég held ég bara sleppi því og kvarta frekar yfir þesssu fúla veðri. Það er bara ekki möguleiki að vera í jólastuði með þennan viðbjóð berjandi á gluggunum hjá manni, fyrir utan öll flóðin og úrhellið og allt það sem það er að skemma. Jakk. Sama hvað maður reynir, hlustar á jólalög, reynir að skreyta (baka þegar þar að kemur) og ég veit ekki hvað þá hljómar í hverju lagi.... snjór.... hvít jól og blabla.... ég meina maður er löngu hættur að gera kröfu um hvít jól en það mætti nú alveg sleppa þessu ofsaslagveðri í heila viku fyrir jól. Það er nóg af því góða/slæma/blauta/niðurrignda komið. Og veðrið var bara fint eins og það var, pínu kuldi en jörðin svona ja, hálfgrá.

Jæja reynum að gera gott úr þessu, plan næstu daga er eftirfarandi:

Á morgun: Reyna að sleppa því að fara að sofa aftur fyrir hádegi (þar með talið sleppa því að vera andvaka), drullast í ræktina, fara á einn eða tvo staði og skúra. Matarboð með Tótu og Krissa annað kvöld hér.

Föstudag: Afmæli Róberts, gerum e-ð sniðugt. Förum með pakka. Matarboð með systkinum hans hér og spilað. Vei tvö matarboð á tveimur dögum. Næturvakt um kvöldið.

Laugardagur/þorlákur: Sofa eftir vaktina og mæta svo á aðra vakt um nóttina. Pakka fyrir austurferð.

Sunnudagur/aðfangadagur: Fara austur strax eftir vaktina. Sofa ekkert. Ná í jólatré. Jól.

En hey, því meira sem ég blogga því færri komment fæ ég sem er fúlt (Helga stendur sig samt alltaf vel) og hey hvar eru jólakortin okkar??? Erum bara búin að fá 3 en sendum eitthvað um 30 held ég!!!!! Sendum engin kort næstu jól ef þetta fer ekki að skána....

Jójó í grenjandi rigningu, jólastuðið horfið en jólin á næsta leiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Well there was a card or two from the u.s.of a that much I know for sure...aftur kominn með lungabolga.....Tengdo i Amerika...Pabbi og Afi

Pabbi (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 00:54

2 Smámynd: Jójó Cool

Já þau eru bæði talin með í þessum þremur :) Varðu nú varlega með þig karl......

Jójó Cool, 21.12.2006 kl. 08:36

3 identicon

Æjæj. Þú kemst í jólaskap þegar við förum að rífast um jólatré og skreyta.

Guðný (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 12:26

4 identicon

Hlakka til að sjá ykkur í kvöld, ekki skera þig meira, vill geta séð þig í heilu pörtum í kvöld  Já skil ekkert í þessu veðri, mar vaknar í dimmu og það er mygla yfir allan daginn og svo er bara búmm komið kvöld... ekki að fíla þetta.

Tóta lill (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 14:59

5 identicon

Það er fátt jafn ójólalegt og að pakka niður í kassa og hlusta á þungarokk, líkt og ég gjöri nú. Ég hlakka samt bara til að vera fyrir austan með allri familíunni, sama hvort ég verð í jólaskapi eða einhverju öðru skapi þá verður bara himneskt að slappa af loksins. Ég hlakka til þess.

Helga kommentfrík (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 17:30

6 identicon

Til hamingju með þinn heittelskaða hobbit í dag  og takk enn og aftur fyrir okkur í gær, þetta var mjög gaman. Bobby með sína Selmu Ólafsdóttur eða hvað hann kallaði hana og Krissi minn með Hitler og elskhugana hans og það að Björn Bjarnason væri í Frjálslynda flokkinum   

Tóta lill (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband