Á næturvaktinni

Sit hér á næturvakt númer tvö af tre. Það er þokkalega rólegt 7 - 9 - 13. Ég gleymdi að segja ykkur um daginn að ég er bara orðin fræg. Er sem sagt á 2 myndum í nýjasta hefti Fyrstu skrefanna þar sem verið er að fjalla um Vökudeildina, kíkið endilega, ég myndast alltaf svo svakalega vel nebbla :)

Er búin að skrifa öll jólakortin, finally. Við hjúin ákváðum að gera þetta svona í sameiningu, ég myndi skrifa fyrir mína ættingja og vinkonur og Róbert fyrir sína ættingja og vini og rest bara saman. Nema hvað það tekur minn hátt í tvo tíma að koma sér í gírinn og tekst þá með naumindum að skrifa á svo sem eins og 2 kort, þá er hann orðinn andlaus. je minn hvað þetta minnti mig mikið á skólann forðum daga....."Jóhanna" heyrist kallað..... "ég er andlaus"... tíhí. Annað jóla stendur í stað sökum veikinda einkadótturinnar... jújú eyrnabólga óvinkona okkar mætt á svæðið í 3 sinn á tveimur mánuðum og í þetta skiptið með 40 stiga vin sinn með í för. Ósköp var mín vesæl og lítil í sér, endaði auðvitað með ferð upp í Domus þar sem við vorum svo heppin að fá tíma hjá doktor sem ég er að vinna með. Og viti menn sú stutta bara snarlagaðist og var orðin svo góð í dag að hún þverneitaði að taka sér blund, þurfti líklega að vinna upp tapaðan tíma s.l. tvo daga!!! Þetta plan hennar kom sér reyndar illa fyrir svefn minn sem enn einu sinni er takmarkaður... enda 2x 12 tíma næturvaktir um helgina.

Jæja man nú bara ekki meira nema (%$&#/#/#$$/$#) út af Ofanleitinu, förum ekki nánar út í það!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko em mamma Bobba þá get ég sagt  þér af hverju Kolbrá fær í eyrun eða svona hita allt í einu hann var svona og auðvitað var rokið með hann til læknis fárveikt barnið en honum batnaði yfirleitt á heimleiðinni svo við komumst að því að hann vildi bara fara á rúnt eða vekja eftirtekt og hún hefur þetta frá honum so don´t worry, Tengdó

Ásta (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 14:46

2 identicon

Takk fyrir að blogga, þessa dagana þakka ég guði fyrir allt sem er skemmtilegra en kenning Webers um regluveldi....aarrahhhhfsgggg. Því er ég orðin háð bloggum og youtube...

Helga (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband