Laugardagskvöld á Drekavöllum

Ég sit hér í sófanum og hlusta á brjálaða veðrið úti, kolklikkað alveg, ég held að hálft hverfið sé bara að fjúka burt, ég er voða fegin að þurfa ekki að fara neitt út í dag og vona bara að okkar blokk sitji sem fastast. Það er samt lúmskt kósí að sitja hér inni með jólaseríurnar, nammi við hendina og að horfa á bráðavaktina. Dagurinn er reyndar búinn að vera frekar fúll, fyrir utan að mamma og Guðný kíktu hingað inn í stutta stund, var að drepast í maganum, hausnum og með hita held ég í morgun, lá eins og slytti í sófanum meðan Kolbrá var að hnoðast á mér og gat ekkert borðað nema banana í allan dag. Nema núna í kvöld gat ég borðað brauð og súkkulaði, það hlýtur að tákna að mér sé að batna. Kolbrá var samt alveg merkilega þæg og við horfðum bara saman á teiknimyndirnar á stöð tvö alveg heillengi... eða þangað til ég fór að dotta. Hundfúlt að eyða eina frídeginum í átta daga í svona leiðindi. Er sem sagt búin að vinna fjóra daga, átti frí í dag og vinn svo næstu fjóra daga aftur (þar af tvær aukavaktir), með þá von að ég muni fá betur útborgað næstu mánaðarmót heldur en þau síðustu. En allt sem ég ætlaði að gera í dag verður víst að bíða en það var eftirfarandi: sauma gardínurnar hennar Kolbráar, skrifa jólakort, pakka inn nokkrum pökkum, baka smákökur, skúra, lesa, slappa af... o.s.f.v. Allt saman bíður betri tíma, en nú er best að koma sér bara í bælið og reyna að ná betri nætursvefni en síðustu nótt (þegar Róbert var á djamminu og kom rosa snemma heim eins og vanalega ásamt því að Kolbrá vaknar alltaf rúmlega sex um helgar... spurning að setja hana aðeins seinna í rúmið þá!!!). Mig langar samt eiginlega mest að horfa á einn þátt enn.. Carol hjúkka var nefnilega að fæða tvíburana sína og Abby tók á móti þeim, bara svona ef einhvern langar að vita það...... ég er svo heppin að vera með gullfiskaminni og er því búin að gleyma næstum öllu sem gerðist og er því eiginlega að upplifa þetta allt bara í fyrsta sinn... eða þannig. Skilið?

En segi bara alla vega góða nótt InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engar áhyggjur, það verður nægur tími til að gera hluti, það er allt í lagi þó gardínurnar bíði fram í janúar, þær plötuðu mig allavega, og enn er langt til jóla (reyni ég að telja sjálfri mér trú um þar sem ég er ekki einu sinni komin það langt að hugsa hvaða jólagjafir ég eigi að kaupa, hvað þá pakka þeim inn).

Helga (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband