Jólaskap

Engar iðnaðarmannasögur núna ;) því miður. Bara allt gott að frétta. * Er farin að fara aftur í ræktina eftir allt of langt hlé og vó hvað það er gott. Má ekki láta líða svona langt á milli aftur, fór í tíma í síðustu viku og hize ég hélt ég myndi bara deyja í miðjum tíma, aldeilis verið að taka á því fyrir jólin. * Saumaklúbbur hér í gær og gerði kræsingar, eins gott að fara strax og brenna því af sér..... * Jæja, er bara alveg tóm í hovedet núna, alveg galtóm..... og ætlaði að setja óskalistann minn fyrir jólin hér en man heldur ekkert af honum (nema kannski baðdót, nú þegar maður á svona ógeðslega næs bað! svona freyðibað og ilmdót og svoleiðis, jú svo er alltaf gaman að fá bækur, þegar maður loksins hefur kannski tíma til að lesa og dót í búið líka, loksins þegar maður á svona fínt bæli). Sko fann bara heilan helling sem mig langar í. Róbert er hins vegar sama vandmálið með sinn *æðislega* afmælisdag þann 22. þessa mánaðar. Það vantar hins vegar ekki dvd og bækur á listann hans en humm vill maður nú ekki vera pínu frumlegur? Hvað segið þið gellur sem eigið karla? Hvað er mest hot jólagjöfin í ár? Og talandi um jól, ég er í rífandi jólastuði (ótrúlegt hvað próf síðustu ára hafa gert mig að miklu grinch), hlustandi á jólalög útí eitt og búin að baka eina tegund smákökur (að vísu betty crokker) og þær brunnu í ofurkraftmikla nýja ofninum okkar :( en gengur bara betur næst. Einnig erum við búin að setja upp jólaseríur og aðventuljós og búin að pakka inn nokkrum pökkum.... Minnir mig á það, mig vantar góðar hugmyndir að einhverju til að gleðja leynivin minn í vinnunni (á ekki að kosta mikið)..... Fórum austur á sunnudaginn, bara svona rétt til að fá hangilæri í hádeginu og koma liðinu í jólaskapið (ekki veitti af eftir lát eins hvolpsins um helgina :( æjj það var hún Katla litla sem dó... ) en nú er ég bara búin að vera með munnræpu, svei mér þá, ég sem hélt ég hefði ekkert að segja....

í lokin; 1) muna; mest hot jólagjöfin fyrir kk í ár og 2) hugmynd að einhverju sniðugu til að gleðja leynivin minn í vinnunni.

Jæja fariðnú ekki yfirum í annað hvort próflestri eða jólaundibúningi.... Slappið af og borðið piparkökur í skammdeginu, og ef þið eigið ekki til piparkökur komið þá til mín, ég er vel birg og í miklu stuði, og þið sem eigið eftir að koma og skoða íbúðina; DRÍFIÐ YKKUR hingaði í heimskókn.

Alræt :* 1000 kossar, Jójó jólahjól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sorry að við komust ekki um helgina, hún flaug bara í burtu.
Heitasta jóla-kk-gjöfin er úlpa.
Já yndislegt að jólast núna, nýt þess í botn. Fórum í gær og keyptum meira jólaskraut og settum út um allt og meira að segja í snúlluherbergi. Fer norður í dag eftir vinnu að jólast meira með mútter, just luv it=)
Vá er ekki komin með óskalista - jú eitthvað í ræktina, því ég hef það á tilfinningunni að ég verði þar eitthvað á næsta ári:) Fór 3 í seinustu viku og búin að fara einu sinni í þessari, just luv it.

Kveðja og loforð um að koma sem fyrst með kallinn að skoða,

Tótan

Tóta lill (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 08:52

2 identicon

Þessi færsla kemur mér í gott skap - það verður að teljast góður árangur miðað við námsaðstæður.

Helga (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 17:13

3 identicon

Eg samhryggist innilega yfir lati nofnu minnar.

Katla (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband