Á fimmtudaginn bilaði þvottavélin, hún dældi ekki af sér vatninu. Á fimmtudaginn virkaði heldur ekki nýja uppþvottavélin þegar við vorum að testa hana í fyrsta skiptið og skrýtið, hún dældi ekki heldur af sér vatninu. Á laugardaginn fórum við til tengdó að reyna að þvo, þvottavéin hennar virkaði ekki heldur og dældi hún ekki heldur af sér vatninu. Hvað er eiginlega í gangi? En það besta var að þegar hann fær svo með þvottinn í VINNUNA (hemm) þá er daginn eftir þurrkarinn þar bilaður. Vá hann/við eigum bara greinilega ekki að koma nálægt vélum er tengjast á einhver hátt þvotti. Jæja það besta er ekki búið enn. Í dag kemur viðgerðarmaður (sem kostar by the way 7500 kall !!!). Hann kíkir á þvottavélina og fjarlægir þaðan brotinn blýant úr skrúfunni (já við hefuð víst getað gert það) og vélin virkar. Þá kíkir hann á uppþvottavélina og fjarlægir þaðan plasttappa úr niðurfallsrörinu undan vaskinum, bara svona eitthvern öryggistappa sem alltaf er hafður í upphafi (hefum einnig getað gert það) og hann hló án gríns allan tímann sem hann var hér. En hann hrósaði mér fyrir snyritmennsku! Spurði reyndar þegar hann sá blýantinn hvort maðurinn minn væri smiður, Nei segi ég. Svo sér hann spritt við vaskinn og spyr; er maðurinn þinn nokkuð læknir? Nei segi ég, en ég er hjúkka. Hlaut að vera........Man, mér leið eins og fífli með þetta allt saman. En eigi veit ég með afdrif hinna tveggja vélanna..........
Annars var ég bara hálfdauð úr þreytu eftir vinnuhelgina mína, var á 12 tíma vakt í gær og jesús jesús, deildin hefur aldrei verið jafn stútfull og mikill erill, var alveg dauðfegin að vera í fríi í dag og á morgun. Kíkti einnig í jólaglögg vinnunar á föstudagskvöldið eftir eina crazy vaktina en var bara akandi og stoppaði ekki mjög lengi, gaman samt og gott að geta fengið útrás að tala um vinnutengd málefni, sérstaklega þar sem ég ætla að gefa blessaða handleiðsluna sem ég skráði mig í, upp á bátinn. Ekki það að ég hafi verið að tala mikið um vinnuna þennan eina tíma sem ég mætti í.
Jah, við erum svona næstum alveg búin að koma okkur fyrir núna og mikið er þetta notaleg íbúð. Allt hreint og fínt og á sínum stað. Erum bara eftir að hengja upp myndir og festa barnalæsingar á skápa og svoleiðis smádútl... Lov it.
Athugasemdir
Ég er ekki hissa á því að þú sért þreytt, það var ekki heldur langur hvíldartími sem þið fenguð á milli vakta. En hvað það er týpískt samt að þetta hafi verið það eina sem var að þvottavélunum tveimur - það er fátt jafn leiðinlegt og láta iðnaðarmann hlæja að sér, eða afgreiðslumann í varahlutabúð ef út í það er farið... En íbúðin er ekkert smá fín já, enda þorði maður ekki annað en að þrífa upp hvern einasta bita sem Kolbrá henti á nýja gólfið. Heyrumst brátt... og kannski kíki ég bráðum í heimsókn til að hitta ykkur líka - en ekki bara dótturina.
Helga (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 17:27
hélt að vélar hötuðu bara mig og only me múhahahahahahaha
Tótan (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 00:08
nú er spurning hvort Tóta fari að vera heppnari með vélar!!
Eva og Hjalti (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 12:14
Ég veit nú ekki hvort ég á að vera að hrella ykkur eða Róbert öllu heldur en vélin virkaði daginn eftir og ekkert þurfti að laga ég held að einhver ætti að halda sig frá þvottavélum. kveðja tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 12:46
Oh mig langar svo að sjá hvernig íbúðin lítur út svona tilbúin. En ætli það verði ekki að bíða
Guðný (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 18:03
Til hamingju með nýju íbúðina. Munið að fall er fararheill rúsínurnar mínar.
Katla (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 11:33
Flott breyting á síðunni
Helga (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.