Þá erum við loksins flutt alfarið úr Ofanleitinu. Það gerðist á föstudaginn síðasta og gekk vel en var auðvitað miklu meira verk en við héldum og hvað haldiði, netið bara strax flutt hingað yfir, tók ekki nema rúman einn virkan dag. Hipp hipp húrra fyrir HIVE !! Á laugardaginn var ég svo með kynninguna í vinnunni, það gekk bara vel held ég, að minnsta kosti var ég ekki svo stressuð og stóðst tímamörk með prýði. Þann sama dag þurftum við að fara með Kolbrá á barnalæknavaktina vegna eyrnabólgu og er hún því komin á nýtt pensilín, en það besta er að henni finnst það bara alls ekki svo vont og opnar m.a.s. oft munninn fyrir skeiðina. Jámm, á sunnudag var svo allt á kafi í snjó eins og kannski flestir vita. En við kjánarnir létum það ekki stöðva okkur og hentumst í hálfgerðum byl yfir í skítugu íbúðina til að þrífa sem við og kláruðum enda vaskir menn og konur þar á ferð. Lögðum hins vegar ekki í að keyra inn botnlangann þar og lögðum hjá Kringlunni, fórum þaðan gangandi, ég með barn mjög svo dúðaða í kuldagalla og allar græjur en Róbert haldandi á ryksugu. Hvað hefur fólk eiginlega haldið um okkur? Ekki nóg með það heldur missir hann ryksuguhausinn í einn skaflinn og tekur ekkert eftir því, það var því gerður út björgunarflokkur nokkuð seinna sem hafði upp á hausunum sem reyndi að stinga af, hann hefur trúlega vitað hvað biði hans þarna í ofaleitinu!!!úff. Jæja svo síðustu tvær nætur hef ég verið á aukavöktun, kemur sérlega vel fyrir budduna en illa fyrir allt hitt sem þarf að gera. En það er ekkert við því að gera, við bara dundum okkur við að koma okkur fyrir og nú er loksins farið að sjást svolítið í gólfið hérna, svona mest af kössunum farið en eitt er vandamál eftir og það er uppþvottavélin. Við héldum auðvitað að maður gæti bara skellt henni af stað en það virðist ekki vera raunin, nei það á að fylla hana af salti í fyrsta skiptið sem hún er notuð auk einhvers glansefnis. Meira kjaftæðið, hér bíða því mörg tonn af óhreinu leirtaui því ekki getur maður vaskað upp þegar slík forláta vél er á staðnum. Svo eru komnir hvolpar hjá mömmu og Dívunni hennar, algjörar dúllur....Man barasta ekkert meira enda ekki búin að sofa nema þrjá tíma í dag, nema hvað að svona flutningar fara afar illa með allt sem heitir "að borða ekki nammi né óhollan mat" og "allt sem heitir að hreyfa sig" nema þá til að bera kassa eða ýta bílum........ og þannig hljóðar hið heilaga orð. Punktur.
Flokkur: Bloggar | 21.11.2006 | 21:08 (breytt kl. 21:10) | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með flutningana, leiðinlegasta búið, svona að mestu leyti kveðja úr Grafarvoginum (rosalega er eitthvað langt í ykkur núna)...Tóta og Krissi
Tótan (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 01:07
Loksins, loksins.... komin í yndislega fallega íbúð í hinum hýra Hafnarfirði ;) Til hamingju litla fjölskylda, til hamingju.
sjáumst svo bara í innflutningspartýinu/matarboðinu sem fyrst,
kv.Eva
Eva og Hjalti (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 11:25
Gee people....it would be nice to have an address as to where you three are now....Kolbra....could you make sure they send the address to your Afi....show them how to send an email....LOL...
Congratulations on the new apartment....and enjoy...
Kolbra...ekki glyema...
Love,
Afi i Amerika
Afi,Pabbi, Tengdo (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.