3 orð áður en ég fer að sofa!

Jæja. Loksins loksins er íbúðin að verða flutningahæf. Okkur tókst að setja upp 2 rúllugardínur (þá eru bara 4 gardínustangir eftir) í dag, eftir mikið sag, mælingar og vesen. Gardínuskammirnar.... voru að gera mig gráhærða, önnur er sæmileg en það ískrar ansi mikið í hinni. Kannski þarf bara aðeins að smyrja hana? ;)

Svo eru eftirfarandi tilbúið:

Ljós ; Tékk

Parket; Tékk

Flísar; Tékk (nema laga smá fúguna við parkethliðina)

En vá hvað við og borvélar eigum ekki vel saman. Við fyllumst bara ótta í hvert sinn sem við kaupum eitthvað sem þarf að skrúfa upp og by the way það þarf að skrúfa allt í íbúðinni þar sem veggirnir eru eitthvað spes harðir og ekki hægt að negla í þá ;( fúlt. Ég er síðan alveg að flippa út hérna heima í Ofanleitinu að það er allt í DRASLI. Það er svo skítugt að það liggur við að maður verði að vera í skónum inni til að bara festast ekki við gólfið. Áætlaður flutningsdagur er á morgun, sé það ekki gerast þar sem a) of mikið er eftir að pakka b) Róbert er búinn að vera veikur og ég að vinna í nótt og næstu nótt c) Okkur vantar flutningabíl.....

Annað er ekki í fréttum nema það að ég hefði getað fengið ókeypis klippingu og litun núna i vikunni en nei það þurfti endilega að fara fram þá tvo daga sem ég var á morgunvakt. Þetta voru Danir og þeir voru alveg hissa þegar ég sagðist ekki getað fengið frí í vinnunni. "En þú veist að þú átt veikindadaga er það ekki?" spurðu þeir bara.

Jámm, að auki hef ég víst samþykkt að kynna blessað lokaverkefnið mitt á fræðsludegi í vinnunni en það versta er að ég hef bara varla tíma til þess.... og þar að auki búin að gleyma því næstum öllu! Best að rifja upp í nótt....

Ennú er égfarin að leggjamig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt að koma!! Hvernig væri að kalla á ömmu Níní með þvottaklúta. Hún er auk þess með meistaragráðu í flutningum, hef ekki tölu á hve oft við fluttum. KV. mamma.

Anna (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 09:37

2 identicon

Hæ, hæ. ég vildi að ég gæti hjálpað meira til, til dæmis finnst mér þrif hljóma mjög spennandi miðað við kenningar Durkheims og Meads. En ég er komin með samviskubit yfir að eyða tíma mínum hér í stað þess að skrifa ritgerðir. Heyrumst þegar ég skríð úr mínu hýði eftir helgi.

Helga (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband