Tókum þá afar góðu ákvörðun að fá mann í flísarnar, og hann mætti í gær og kláraði verkið í dag! Svei mér, iðnaðarmaður sem mætti á réttum tíma og ekkert vesen, get sko alveg mælt með þessum manni... verst að buddan fékk aðeins að finna fyrir því... en wott the ... geðheilsan mín er alla vega í lagi. Og þetta er alveg ótrúlega flott þótt að ég segi sjálf frá. Parketið er einnig vel á veg komið, bara tvær mjóar ræmur eftir en þær þarf að saga dálítið mikið og Siggi frændi ætlar að hjálpa okkur með þær. Þá er bara eftir að setja listana, hurðirnar aftur á og hengja upp gardínurnar. Fengum auðvitað frábæra hjálp frá pabba, Sigga, Helgu og ömmu en þær voru sko yfirpössunarpíur hér um helgina....FULLKOMIÐ. Hlakka svo til að vera flutt þarna inn.....erum að byrja að flytja geymsludótið og svona.... svo er bara spurning með vinnuna hans Róberts, en hann er búinn að vera að skoða vinnu þarna í skólanum á hliðina á íbúðinni, bara veltur allt á Kolbrá og leikskólamálum.....
Guð hvað ég var þreytt í gær eftir 3 næturvaktir og alls 7 tíma svefn eftir helgina, var bara með óráði og lasin í gær, með þvílíka hálsbólgu og raddlaus í dag.... spurning hvað verður með vinnu á morgun, varla sniðugt að ganga þar um hóstandi yfir alla.... og svaf svo í 13 tíma í nótt, það var algjört æði! En jæja, erum bæði búin að fá góðan skammt af svefnleysi núna...
Jæjjæa komið updeit af íbúðarframkvæmdum svo nóg í bili.
Athugasemdir
Heiðarleg tilraun samt að reyna sjálf með flísarnar - gott að vita að geðheilsa þín er í jafnvægi og íbúðarmálin ganga vel=)
Láttu þér batna, eskan...
KV. Tóta lill
Tóta lill (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 12:01
já ævintýri á hverju horni... eða í hverju horni ;)
maría (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 12:27
Það verður gaman hjá ykkur að flytja í nýju íbúðina. Ég ætla að minna þig á að könnunin þín er orðin soldið úrelt
Guðný (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 14:56
Hvernig væri (þó þið séuð upptekin)að setja inn örfáar myndir af framkvæmdunum fyrir okkur utanbæjar -og erlendisfólk. Vonandi er allt í standi. Kveðjur frá Hlíð.
Anna (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.