Iðnaðarmenn í blíðu og stríðu

Flísalögnin. Hún byrjar ekki vel. Settum primer á í morgun (þýðing fyrir óvana: Grunnur á gólfið svo að límið límist við!!!), gekk sæmilega með leiðbeiningum. Svo hófst leitin.  Erum búin að leita út um allt að lími til að líma niður hljóðeinangrandi dúk sem fara á undir flísarnar (einkennilegt að enginn hefur heyrt um þetta áður - vourm við göbbuð eða hvað?), fundum loks lím. Okkur var bent á að blanda límið ekki þykkt því að það þykkni fljótt, við blöndum lím, þunnt að okkar mati. Eftir 3 mínútur var það farið að þykkna vel og við sveitt að reyna að dreifa úr því, eftir 2 mínútur í viðbót var það orðið að steypu og ekki séns að ná því upp úr fötunni. ARG. Dúkurinn því bara kominn á í einu horninu og er ekki einu sinni viss um að hann festist við þetta blessaða lím. Ég blóta vel og vandlega og spyr mig því í kjölfarið, hefði ekki bara verið betra að fá mann í verkið? Að auki erum við búin að skemma einn bor sem virðist ekki hafa verið gerður fyrir steypuvegg heldur líklega bara trévegg og holan sem hann átti að bora er skökk ;( Ó mæ. Ó mæ.

Sjáum til hvað nýr dagur ber í skauti sér en ég er farin í sturtu og svo í rúmið. Róbert er hins vegar á næturvakt nr. 4, samtals svefn síðustu 4 daga hjá honum er innan við 5 tímar held ég...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆÆ aumingja þið. Ég meina það, en pabbi þinn segir að alltaf þurfi yfirskammt af þolinmæði í svona lagað. En er ekki ferlagt að fá iðnaðarmenn kannski margra vikna bið.  En ég segi líka er verið að plata ykkur eitthvað með þennan dúk??? Hringið í salann!!!

Anna mamma/tengdó (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 10:49

2 Smámynd: Jójó Cool

Þolinmæði er auðvitað ekki mín sterkasta hlið sko...... en erum búin að viðurkenna vanmátt okkar fyrir flísum og erum að vinna í að fá mann í verkið......og já dúkurinn er bara rugl ku vera, höfum bara misskilið salann svona hrikalega býst ég við! Svo mamma; vantar þig ekki dúk í blómabeðin????

Jójó Cool, 3.11.2006 kl. 11:40

3 identicon

hehe, ég meina æjæ!! Hef aldrei heyrt um svona dúk undir flísarnar... ekki var settur neinn svoleiðis hjá okkur (í hfj) og þar er búið að flísaleggja baðið uppi, forstofuna og eldhúsið... en ég mundi nú ekki gefast upp á að flísaleggja sjálf... málið er að taka bara eina línu í einu, setja jukkið undir og flísarnar á gólfið og þennann kross á milli flísanna til að mæla bilið... svo er bara næsta lína o.s.fv. þið þurfið bara að leigja ykkur sög til að saga flísarnar sem eiga að fara kringum klósettið og lagnir og svoleiðis og getið gert það hjá Byko og Húsasmiðjunni... Þið verðið bara að passa að fólk sé ekki að plata ykkur svona ;) Gangi ykkur vel og spariði nú peninginn ykkar!!!

María (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 12:13

4 identicon

Nú er pabbi þinn á leiðinni og þá fer þetta allt að ganga. Ég þigg dúkinn, er hann nokkuð allur löðrandi í lími??  Svo flísaleggjum við  bara blómabeðin líka og þá þarf aldrei að reyta blessaðan arfann, verða ekki örugglega afgangs flísar?!!! Baráttukveðjur mamma /tengdó.

Anna (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 11:05

5 identicon

Well, sounds like problems in the floor dept.   Sure hope you get it done...I am sure Tryggvi can set it straight..good luck to you all.  (good thing I am not there....cause I can't lay them either...)

Breath deeply and take it easy..

Love,

Pabbi og tengdo

Pabbi (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 11:45

6 identicon

Ég spurði  mann (Palla Bjarnas.) alvanan flísalögnum, er sjálfur að flísa hjá sér á Reynivöllum 4 Self. um þennan dúk og hann hefur aldrei heyrt þetta nefnt.  Hlakka til að sjá herlegheitin Bestu kveðjur.

Anna (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 14:16

7 identicon

prrf hringja bara i mig og ég redda þesssu;)

mæja pæ (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband