manchester og lélegt barnaefni

Tvennt á dagskrá í kvöld. Seinast þegar ég leit á klukkuna var allt kvöldið eftir, síðan þá er ég búin að taka til, ganga frá tonnum af þvotti, hanga á netinu og msn. Og kvöldið því búið og enginn tími til að blogga. Ég sem ætlaði sko líka að lesa einn kafla um nýbura og leysa nokkrar sudoku (er sko orðin háð...).

En málefni númer eitt. Manchester. Mjög gaman, lentum á föstudagskvöldinu, komum okkur fyrir og fórum í gríðarhressandi göngutúr um miðbæinn í fylgd Steina stuð. Meikuðum ekki meira og fórum að sofa snemma. Næsta morgun fórum við að ráðum fararstjórans og skelltum okkur í Primark, það má bara orða daginn þannig að við fórum barasta ekkert út þaðan! Eða svona næstum því. Það þarf því varla að taka það fram að H&M er hér með bara mjög dýr búð og eintómt rusl þar eða a.m.k. í samanburði við primark. Barnafötin voru t.d. bara á djók veðri enda enginn virðisaukaskattur á þeim, var t.d. að kaupa svona 7 samfellur á 500 kall. Hér heima fær maður varla eina á 500 kall. En jæja, fórum á austurlenskan stað um miðjan daginn og á flottan ítalskan um kvöldið þar sem Stella fagnaði  afmæli sínu með góðum mat og góðu víni... Fórum svo á karókí stað en ekkert okkar lagði í að syngja, mér fannst t.d. lögin léleg en strákarnir voru eitthvað feimnir. Því næst fundum við okkur dansstað, með hljómsveit og alles og dönsuðum einhvern slatta. Fórum samt heim ekki svo seint nema strákarnir sem betur hefðu komið fyrr heim enda lagðist þynnkan svolítð vel á þá, og reyndar STellu greyjið líka. En ég slapp að mestu, hjúkk. Þann dag var nefnilega leikurinn mikli. Liverpool steinlá fyrir MAnchester. Annað skiptið sem ég sé liverpool tapa og 0-2 í bæði skiptin. Er þetta ekki nóg af því góða? Stóðum svo fyrir utan völlinn í ca klukkutíma eins og verstu gelgjur að reyna að fá eiginhandaáritanair (guð hver stóð fyrir þessu) og vorum svolítið rigningarveðurbarin þegar við loksins fundum taxa til að redda okkur upp á hótel. Það kvöld fengum við okkur indverstkt, mjög gott shillí kjúkling fékk ég mér og logaði. Það var bara þannig, en gott og góður bjór. Loks mánudagur, vöknuðum snemma, þ.e. ég og karl minn árrisuli og fórum aðra fer í primark sem og dvd búðina. Bara svona rétt til að leggja lokahönd á jólagjafirnar. Eftir hádegisverðarhlaðborð og ræsingu á hinu genginu fórum við í Trafford Center sem er huges verslunarmiðstöð. Og I´m in love with the disney shop!!!! Fórum svo bara heim um kveldið og beint austur að kíkja á skvísuna. Æðisleg ferð en líka æðislegt að koma heim ... .

Nr. tvö. Barnaefni nú til dags er nú meira ruslið. Því kemst maður að þegar maður eignast börn. Var að horfa um helgina með henni Kolbrá og kemur ekki ein "teiknimynd" sem er hvítur skjár og svart strik eftir skjánum. Ég bara átti ekki til orð, hvert er skemmtanagildið í þessu. Ódýrt í framleiðslu líklega en vá hvílíkt rusl. Hvað er eiginlega orðið um efni eins og kærleiksbirnina, litla folann, turtles og bangsa bestaskinn. Svo ekki sé nú talað um Heiðu og Brúsk.....(sem ég reyndar missti af endinum á sökum ferð til Þýskalands, veit ekki hvort ég muni bera þess bætur einhverntímann). Það var alveg himnaríki þegar amma kommeð fullta spólum teknum upp af stöð tvö... AFI var snilld...Hver man ekki eftir þessum snilldar þáttum? Nei nú er það bara svart strik á hvítum grunni og stundin okkar sem er nú alveg að missa´ða. Bull og vitleysa. Er þetta eitthvað plan til að láta börn ekki horfa svona mikið á sjónvarp eða hvað?

En jæja, þarfað fara að sofa, vinna á morgun, og brjáluð vinna í íbúðinni framundan. Ljós, gardónur, parket og flísar. Verst hvað við erum ægilega miklir iðnaðarmenn ... .eða þannig. Ráðum varla við eitt einfalt ljós með tveimur vírum ....hehh og við þykjumst ætla að parketleggja og flísaleggja. Mæ lord.+

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JEYJ!! Loksins ný færsla!! Lovin it :)

María (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 13:05

2 identicon

Gaman, gaman, en ég er sammála með barnaefnið. Hver man ekki eftir He-man og félögum!!!

Eva (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 13:55

3 identicon

Ohhhh öfund þegar ég heyri H&M, það er hofið mittWink Já alveg sammála þessu með barnaefnið, vaknaði einn sunnudagsmorguninn og gat ekki sofnað og reyndi að horfa á þetta svokallaða Morgunsjónvarp, crapóla. Já sagði einmitt við sjálfa mig, hvar er Bangsi Bestaskinn og Kærleiksbirnirnir???
Sjáumst vonandi sem fyrst, eskan...

Tóta-lly lill (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband