Vá þessi komment, ég er bara að drukkna í þeim, ótrúlegt alveg hreint. Núna er vinnuhelgi hjá mér, það táknar að ég geri helst ekkert nema vinna. 8 tímar á föstudag, 12 tímar í gær og 8 tímar í kvöld. Ég var ansi lúin eftir vaktina í gær enda brjálað að gera að vanda. Það segja góðir menn að það hafi ekki verið svona mikið að gera í vinnunni í einhver ÁR og þá akkúrat vel ég mér að byrja! jæja maður ætti þá bara að vera öllu vanur þegar loksins róast um. Á meðan er íbúðn gjörsamlega í rúst ef þau feðgin en ég ætla mér nú ekki að eyða mínum dýrmætu frítímum í tiltekt eftir þau, svei. Sá svo ekki Kolbrá neitt að ráði fyrr en í dag og svei mér ef hún er ekki bara orðin pabbastelpa, ég var bara alls ekkert skemmtileg, kannski af því að ég var svo ógeðslega þreytt. Úff og Manchester eftir nokkra daga sem þýðir að ég muni ekki sjá hana í heila fimm daga, Guð hvað ég á eftir að sakna litlu frekjunnar minnar. Svo er íbúðin á góðu róli, bíðum bara spennt eftir að fá að borga hana og fá lyklana. Erum búin að vera á fullu að skoða parket, gardínur og ljós, ekkert smá gaman. Vonandi verður bara gengið frá þessu núna í vikunni :)
En æ þar sem ég hef ekkert betra að blogga um þá bara læt ég hér við sitja en bara svo þið vitið það þá braust Róbert hingað inn í síðustu færslu til þess eins að auglýsa sína síðu, sá er athyglissjúkur.
Flokkur: Bloggar | 15.10.2006 | 12:50 (breytt kl. 13:02) | Facebook
Athugasemdir
Já litla snúllan, trúi vel að það sé erfitt að vera í burtu frá henni... en þú verður bara að vera sterk, það styttist nú óðum í að hún flytji að heiman ;)
María (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 13:12
ó mæ, ekki segja þetta, hún er ennþá pínulitla stelpan mín...... í möööööörg ár í viðbót.
Jójó Cool, 15.10.2006 kl. 13:36
Haha, braust Róbert inn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá íbúðina ykkar, hvenær flytjiði inn??
Guðný (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 18:00
Fékk leyfi til að sjá íbúðina í gær hreint bara glæsileg skil ekki hvernig þig týmið að fara til Englands frá henni og Bobbá eins og Elísabet segir. En hafið það gott í útlandinu og hættið svo þessu endemis brölti og haldið ykkur heima. Varlega elskurnar. mamma/tengdó/amma
Ásta (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:12
hallo
flott ný íbúð?
maður verður nú að koma í heimsókn þangað! góða skemmtun í útlöndum..
og þakka þér fyrir 20. ára afmæliskveðjuna.. eins , seint og jólakort í apríl.. þá er ansi næs hreint að fá nokkur ár slegin af í afmæliskveðjum!
hahahahaha
kv, ása.
p.s. nú er lag, það mætti alveg skellast saman á kaffihús hvernig lýst þér á það??-
ása (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.