Einhverjir voru farnir að heimta blogg! Hjér it komes. En allra fyrst langar mig að þakka þessum sex sem kommentuðu á síðustu færslu alveg sjálfviljugir þ.e. án þess að ég færi að rífast og skammast og heimta komment. Ótrúlega gaman að þurfa ekki að herja út komment á það sem maður skrifar. Ekki það að ég er nú víst að þessu fyrir mig.... og þó?
ÉG hef lengi ætlað að tjá mig um bráðavaktina, þá meina ég auðvitað sjónvarpsseríuna bara svo sumar vinkonur mínar sem vinna á bráðaMÓTTÖKUM bæjarins taki þetta ekki til sín. Sko þannig er mál með vexti að ég hef verið svolítið húkt á þessum þáttum mjög lengi eða bara alveg frá upphafi held ég en þess má geta að þá var ég aðeins 13 ára gömul. Nú jæja svo við dettum nú aldeilis í lukkupottinn þegar verið er gefa gamlar seríur út á DVD og kaupum við þær svona smátt og smátt og eigum við nú orðið 5 seríur. En pointið með þessu er auðvitað ekki að monta mig af því heldur að benda á það að þessar eldri eru svo MIKLU MIKLU betri en þessar nýjustu að mig næstum því langar ekki að horfa á það sem nú er verið að sýna í tv og það er barasta ekki gott. Auðvitað verður þetta efni útþynnt og svona en aðalmálið held ég að séu persónurnar, þær nýjustu eru bara alls ekki jafn spennandi og þær eldri, ég meina hver var nú ekki svolítið hot fyrir George Clooney as Doug??? (uss Róbert hann býr í USA þú þarft ekkert að óttast) og Mark Green gamli góði (reyndar ekki hot fyrir honum en þokkalega góður læknir þar á ferð) en aumingjans Carter, byrjaði sem mesti lúserinn á svæðinu en endar úti í Afríku. Hvað er málið með það?
Svo er það auðvitað LOST og Desp. H. Jújú við downloads fíklarnir erum búin að ná í fyrsta þáttinn af lost þriðju seríu og fyrstu tvo af hinum og ég verð að segja að þetta lofar góðu. Alltaf koma að minnsta kosti tvær nýjar spurningar fyrir hverja eina sem er svarað og það heldur sko spennunni gangandi (e-ð sem ER mætti taka sér til fyrirmyndar). Einnig vorum við að horfa á myndina Click áðan og svei mér, það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið yfir einni mynd (kannski af því að ég er búin að vera dálítið mikið í horror myndunum) en alla vega fínasta mynd..... En fyrst ég er á annað borð byrjuð á sjónvarpsefni þá verð ég líklega að viðurkenna að ég sé orðin húkt á ANTM (og farin að skammstafa það í þokkabót), úff nú er ég djúpt sokkin, og er farin að láta taka upp fyrir mig ef ég er ekki heima. Halló þetta er á skjá einum, það er allt endursýnt 3x!! En hvað með það? Já segi það bara, fínasta afþreying, stelpuslagur í hverjum þætti og allt fullt af mjóum skutlum til að bera sig við. Sem minnir mig á það, ég fór nefnilega í body combat í dag (ætlaði sko varla að drífa en Eva manaði mig svo ég skutlaðist) og þetta var þvílíkur massa tími. Djö*** var hann góður, anyways þar voru 2 gellur svo greinilega með anorexíu, greyjin. Þær voru ekkert nema skinn og bein, fötin tolldu varla á þeim en samt voru þær aktífastar af öllum og ekki kyrrar í eina millisekúntu og við erum sko að tala um alveg þokkalega brennslutíma. Vesalingarnir, spurning hvor það væri ekki liður í meðferðinni hjá þeim að vera meinaður aðgangur að svona hevý tímum? En well svona er þetta víst.
jæja nóg af djúpum pælingum í bili og bara svona updeit í lokin. Var á næturvakt í nótt en er nú í þriggja daga indælis fríi. Erum á fullu að skoða íbúðir og búin að finna eina sem svei mér gæti bara verið draumaíbúðin á Völlunum í hfj, ætlum einmitt að kíkja á hana með mömmu á morgun. - óleyst vandamál eru þá: bíll nr. 2 nauðsyn, dagmamma langt frá og leikskólapláss ekki verið pantað í því bæjarfélagi .... Jamms svo ætlum við að elda hangikjötslæri á morgun og telja okkur trú um að jólin séu komin. Minnir mig á það, sagnfræðin var ekki að gera sig hjá blessuðum drengnum svo hann er bara kominn aftur í sinn gamla góða félagsskap á Kleppi og nú verðum við sem sagt HVORUGT í prófum í desember, ætlum að nýta tímann til hins ítrasta (þ.e. þegar við verðum ekki annað hvort í vinnunni) og hafa ýkt kósý og notalegt í vonandi nýju íbúðinni okkar, hver veita nema maður gæti leyft sér þann munað að kíkja í jólahlaðborð þar sem við verðum nú bæði vinnandi og hvorugt að læra!!!!!!!
Já lífið er ljúft þrátt fyrir kólnandi veðurfar og munið bara að keep up the good work Vita ekki annars allir hvað ég er að tala um?
Athugasemdir
Já systir góð. En ég er alveg sammála þér með bráðavaktina, þátturinn er orðinn svo leiðinlegur. Ég má heldur ekki við því að missa af þætti í ANTM, er húkt. En hvað segiði tveir Lost þættir, hmmm. Hvenær komið þið næst austur?! Bráðlega ekki satt. Og Róbert hættur, þú hefur ekki bloggað í langan tíma systir góð ;)
Guðný (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 12:14
Hallóhalló!! Bara allt að gerast!! Bobby bara hættur! En það er nú bara gott hjá honum að fatta það strax ef það á ekki við hann að vera sagnfræðingur í stað þess að sóa tímanum...
En annars er ég alveg sammála með ANTM er þokkalega húkt!! Einmitt að missa af 2 þáttum núna þar sem ég er stödd í Köben... en búin að finna það út að seinni þátturinn sem ég missi af er endursýndur kvöldið sem ég kem heim þannig að ég get séð hann þá :)
En líst vel á Hafnarfjarðaríbúðarkaup hjá ykkur!!
María (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 10:50
Jáhm, Luka er nú ekki slæmur... en að öðru leyti sammála, ég er eiginlega hætt að nenna að fylgjast með þessu. Ef til vill er kannski svolítið erfitt að teygja lopann í seríu nr? Og þegar þeir drápu robert með þyrlunni þá var búið að gera ALLT það drama sem hugsanlega getur gerst inni á einum spítala, er það ekki?
Helga (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 18:40
Sakna Body combats:(
Fylgist með Bráðavaktinni ef ég man eftir því, ekkert lífsnauðsynlegt. Missi samt ekki af da betch Jade in ANTM, total tík mar.
Tótan (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 19:36
Ég verð að segja að ég horfi nú samt á ER, svona ef ég sit fyrir framan sjónvarpið (sem er eiginlega alltaf), og Hjalti er að verða brjálaður yfir þessu ANTM glápi, segir að þetta sé alltaf það sama! neineineineinei.... það eru alltaf nýjar misbrjálaðar stelpur í hverri seríu. Love it :)
Eva (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 10:48
Hey, hvað með hérna Grey´s anatomy, þú verður að kíkja á þá.
Kveðja Sigurveig
sigurveig (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 06:47
Fæ þessa þætti hjá þér, Hobbit,stóla á það.
Tótan (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.