VAKIN

Róbert er meistari í því að vera leiðinlegur við mig þegar ég er þreytt og úrill. Til dæmis í morgun þá skutlaði hann Kolbrá til dagmömmunnar og fór svo í skvass. Á meðan nýtti ég tímann til hins ýtrasta og svaf aðeins lengur. Hann kemur svo heim um tíu og byrjar á því að kveikja öll ljós (ég átti sko að vakna og það strax), kveikja á einhverri ömurlegri tónlist, setja í þvottavél, kítla mig á fótunum, draga frá gardínurnar, syngja (Ó MÆ GAT), tala út í eitt, draga af mér sængina og bara yfirhöfuð vesenast eins mikið og hann mögulega gat, bara af því að við þurftum að fara á 2 staði að útrétta og þar af gat hann farinn einn á annan staðinn. Kræst hvað ég var ÓGEÐSLEGA pirruð!! Og trúið mér ég sem er aldrei grumpy á morgnanna og stekk fram úr í einu hendingskast. Jámm í dag var ég bara þvílíkt þreytt og þurfti að sofa, bara aðeins lengur. Var hann ekki leiðinlegur?

En ég veit síðan ekki hvort ég á að þora að segja frá nýjasta planinu okkar, sumir dálítið óákveðnir hér á bæ... humm humm. Róbert er sem sagt að spá í að fara í kennó næsta haust í staðinn fyrir sagnfræðina sem er í sjálfu sér hið ágætasta mál, bæði fyrir hann og mig. Ég get þá fengið lengri tíma til að ná mér í góða reynslu á Vökudeildinni í staðinn fyrir að vera að hendast út núna næsta vor og svo getum við bara bæði farið út í framhaldsnám seinna meir. En þá er það spurningin hvort maður eigi ekki að leita sér að íbúð til að kaupa, gengur náttla ekki að vera alltaf að leigja bara sérstaklega þar sem leigan hækkaði svo skemmtilega í sumar, en spurning þá bara hvar á að kaupa? og höfum við efni á því? Skelltum okkur því til Glitnis í morgun í greiðslumat. Gerðum okkur þar að fífli því matið virðist aðeins gilda fyrir lán hjá þeim og þjónustufulltrúinn sem aðstoðaði okkur hafði ekki afgreitt svona lán síðan í júní, traustvekjandi ekki satt? Já svo það er bara allt upp í loft hjá okkur, vitum ekki neitt um neitt.

Svo var það hið æðislega fræðslunámskeið í vinnunni á mánudag og þriðjudag. Jesús minn, ég sofnaði formlega BARA einu sinni en það með stæl og hauskipp og alles. EN já þetta var frekar boring sko, fyndið samt að í hverju einasta fyrirlestri var minnst á atvikaskráningu (ég sem fékk nú alveg grænar af því eftir lokaverkefnið) og það virðist vera eitt alheitasta efnið á LSH núna, en svo miðaðist voðalega lítið af þessu við vökudeildina, eiginlega ekki neitt og hjálpi mér það er heill dagur eftir af þessum viðbjóð, þar á meðal kynning á göngudeild sem ég var á í verknámi og verklagsregur um byltur (gæti það verið meira spennandi??????NEI). Við nýútskrifaðar hjúkkur sannfærðumst endalega um að við hefðum ekki meikað einn svo mikið sem einn dag enn í skóla, hvað þá eitt próf eða eitt verkefni. Get bara ekki lýst því hvað ég er fegin að vera BÚIN að læra, formlega a.m.k. maður er jú alltaf að læra meira og meira og ekki síst er maður að læra í vinnunni. En það er að sjálfsögðu allt öðruvísi og bara gaman að því. Annars var ég á frekar crazy næturvöktum um helgina, og það var meira að segja bara heilmikið gagn að mér svo ég segi sjálf frá þrátt fyrir að  þetta hafi verið fyrstu næturvaktirnar mínar í TVÖ ár! Einnig var heilmikið gagn að þessum vöktum þar sem þær aðstoðuðu okkur lystilega við það að Kolbrá hætti á brjósti, ég sem var farin að kvíða því.... Hún bara fattaði það á tveimur dögum að bjóst var ekki í boði svo nú sefur hún ennþá betur en áður og er sko ekkert að suða í mér. Fínt mál.

Jæja helgin framundan, djamm hjá vinnunni annað kvöld, voða spenna, hugsanleg 2 partý á laugardagskvöld (vantar reyndar babysitter), pönnsur hjá ömmu á sunnudag og maske líka matarboð hjá Ellu frænku. Úff meiri dagskráin.

Jæja var þetta ekki skemmtilega margbreytilegt blogg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummmmmm pönnsur, slef:)
Já styð þetta plan hans Bobbys heils hugar;)

Tótan (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:38

2 identicon

Ég líka, en ætlið þið ekkert að koma austur :(

Guðný (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 17:36

3 identicon

Gaman að heyra að þú varst líka löt í morgun, ég snúsaði í einn og hálfan tíma :Þ

Helga (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 18:28

4 identicon

OOOO!! er svona mikið að gera um helgina... ég sem ætlaði að plata þig í bíó í kvöld í tilefni af því að ritgerðin mín er alveg að klárast!!
En líst annars bara ágætlega á planið ykkar... hljómar vel að fá annað ár í reynslu og fara svo bæði út í framhaldsnám... þið nottla verðið að koma út því ég spái því að eftir 2 ár verði allir komnir út! ;)

María (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:54

5 identicon

Bobby...you are really all heart...LOL
Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband