Þessi færsla er um ekki neitt, eða humm.....
Fórum í réttirnar fyrir austan á föstudaginn í skítaveðri. Ég fór ríðandi á Sprota þangað en skellti mér svo bara í bílnum heim. En laugardagurinn var sko eitthvað annað hvað veður varðar, þá fórum við familían mínús Rób að taka upp kartöflur í steikjandi hita og að því loknu var uppskeruhátið þar sem bjór freyddi úr glösum og legið var í sólbaði. Aldeilis svart og hvítt hvað veður varðar þessir 2 dagar.
Annars er bara líf okkar að falla í fastar skorður. Ég vinn fyrir svimandi háum vísa reikning en vinnan gæti ekki verið betri, alltaf nýtt og nýtt að læra og litlu börnin eru svoooo miklar dúllur. Ég fékk líka fínar móttökur sem er alltaf af hinu góða. Kolbrá er mjög dugleg og þæg hjá dagmömmunni og Rób mjög duglegur að læra, bókhlaðan heldur honum öllum stundum .....
Saumaklúbbur í gær, ég prjónaði eitt stk húfu og er mjög montin með hana :) en hvað skyldi Sigurveig hafa gert?????? ;)
En svo er það bara næsta tilhlökkunarefni sem er Manchester þann 20.október, fussball game, drenking end sjoppíng (á einhver móný til að léna ossssss????) nei svei mér núer ég farin að bulla, ég ætlaði ekki að sjobba neitt í þessarri ferð, bara sofa út þar sem einkadóttirin verður hjá ömmu sínni og afa.... en flugið er a,m.k. ekki 7 tímar með barn og halejúla.
Athugasemdir
humm langt fyrir neðan beltisstað. Mamma ætlar að taka mig í quick prjónanámskeið. er enn að rekja upp. En þar sem ég er svo þrjósk þá mun ég klára þetta ... kannski þegar ég verð komin með barn nr.2 eða eh. Sigurveig
Sigurveig (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 20:18
Bara ein spurning, passar húfan á Kolbrá en þetta er kannski svolítið neyðarlegt. Ég meina þú ert nú dóttir mín og barnabarn tveggja mikilla handavinnukvenna!!!!
Anna (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 22:56
Vseit ekki hvort ég þori að skrifa það hér en nei hún passar ekki á Kolbrá, það þýðir samt ekki að það megi ekki gera eitthvað við hana ;)
Jójó (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 10:51
Takk fyrir sundtúrinn í gær, fallegu mæðgur. Hittumst vonandi sem fyrst aftur.
Styð það að sumir ákveði að gera eitthvað annað en þeir ætluðu að gera og fari að gera eitthvað allt annað en þeir ætluðu og haldi sig á sama stað og þeir eru;) (ef þú fattar)
Kv. Tóta
Tótan (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.