Strætó

Jæja loksins er ég nægilega pirruð til að blogga. Hef nefnilega verið afar glöð og hamingjusöm í allt sumar.

Var á 12 tíma vakt í dag sem er ekki frásögum færandi nema fyrir það að ég þarf að taka strætó heim klukkan átta. En þetta nýja leiðakerfi er gjörsamlega vonlaust að skilja. Bíð óhemjulengi úti á stoppustöð og reyni að átta mig á því, kemst að því með herkjum hvaða leið á að taka en get engan vegin fundið út hvað er langt í hann eða hve lengi hann er á leiðinni. Þarf að skipta sem þurfti ekki áður. Það er tíu mínútna bið í Kópavogi og Hafnarfirði, til hvers, svo bílstjórinn komist í smók? Á sunnudögum gengur strætó á klukkutíma fresti. Stuð að rétt missa af vagninum og þurfa að bíða "bara" í klukkutíma. Og um helgar og á kvöldin get verð ég að ná strætó frá Reykjavík til Hafnarfjarðar ekki seinna en 23.25 því annars kemst ég bara hálfa leið þ.e bara niður í Fjörð en ekki hingað út í nowhere og vaktin mín er búin klukkan 23.30!!!! Maður veit aldrei hvert hvaða númer fer 1-2-3-4-5, allir fara þeir jú eitthvert en reyni maður að spyrja hvert fær maður svarið: Do you speak english? Og ekki má nú gleyma því að hvert far kostar 300 kall. BARA. Og þeir gefa sko ekki til baka.

En hey, það er hægt að fá BLAÐIÐ í vagninum og even better, maður má taka með sér kaffið á morgnanna. Eins gott að leggja þá nógu helvíti snemma af staða því með öllum "pásunum" á leiðinni tekur þessi annars ágæt leið skrambi langan tíma. Þvílík þjónusta, sko eru þeir hissa að þeir séu alltaf á kúpunni. Ég gæti ábyggilega rekið fyrirtækið betur en þessir lúðar og hananú!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Stefanía

Jeminn góður. Þetta er sko ekki gott. Það er samt sem áður gott að þú færð útrás hér. Gangi ykkur vel með skoðin.

Guðný Stefanía, 25.9.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband