Home sweet home

Já nú er maður bara lentur hér á klakanum aftur. Vorum ekki nema, endurtek ekki nema 7 tíma á leiðinni heim vegna mjög svo skemmtilegrar millilendingar í Bergen Norge til að taka eldflaugargas þar sem mótvindur ku hafa verið mjög mikill. Kolbrá var nú ekkert alveg svona sátt við 2 lendingar og 2 flugtök en þetta reddaðist allt með hjálp barnfóstranna okkar, nokkurrra 7-10 ára gamalla stúlkna. Verð nú bara að segja að það var leiðinlegt að þær voru ekki með okkur á hótelinu! En eins og ég hef áður sagt þá var ferðin bara í alla staði hin besta. Okkur tókst að koma öllu niður í töskurnar (þurftum reyndar að kaupa eina litla auka) og mest öllu óbrotnu heim líka, bara 2 litlar skálar og ein hunangsaskja brotnuðu á leiðinni. Mesti bömmerinn var samt líklega að myndavélin (já nýja 50 þúsund kr sony vélin) bilaði þegar 5 dagar voru eftir svo við þurftum að notast við einnota djönk. 

Erum nú orðin ansi vel birg af stellu bjór þar sem við keyptum 6 kippur í fríhöfninni (maður verður að nota tollinn) og eins gott því við vorum nánast orðin háð honum úti. Alltaf gott að byrja daginn á einum köldum, hefðum líklega bara átt að sleppa morgunmatunum og drekkja bjór í staðinn, ábyggilega bara gott fyrir meltinguna.

En jæja nú tekur við lífsins alvara. Kolbrá byrjaði fyrst, mættum í morgun til dagmömmunnar kl 9, Róbert fór svo í skólann að læra um námstækni kl 11:30 og loks mæti ég fyrsta daginn í nýrri vinnu á morgun kl 8. Maður er svona með nettan kvíðahnút í maganum yfir þessu öllu saman en þetta reddast vonandi allt. Aðlögunin gekk a.m.k. vel og fyrsti tíminn hjá nýja háskólastúdentnum gekk víst líka vel.

Jæja best að ljúka þessu, hér bíða sjálfsagt einar 10 þvottavélar og tómur ísskápur.

Nýtt blogg hjá 1 árs gamalli lítilli en samt stórri dóttur minni líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband