JÆJA
Partýið hófst um klukkan sex síðasta föstudag. Við grilluðum, drukkum, borðuðum og sungum í singstar. Þetta var rosa stuð, ég fékk margar fallegar gjafir s.s. inneign í Kringluna, pils, hálsfesti, tösku, dót a la Eva, bók, blóm o.fl. en áður hafði ég fengið ferðatösku og daginn eftir í þynnkunni færði mamma mér indislega sæng, ferðahandbók og loks gaf Róbert mér ýmis krem, DVD mynd og cd. Allt frábærar gjafir og ég þakka kærlega fyrir mig. vona að ég sé ekki að gleyma neinu. En áfram með partýið. Fórum svo í bæinn þegar ég var orðin það léleg í singstar sökum ölvunar að ég gat ekki lengur lesið textann.... og Eva var farin að einoka ÖLL lögin hehe. Má samt ekki gleyma frábærri frammistöðu Helgu í Paint it black. við erum að tala um að þokkalega slá Ryan úr rock star við hvað varðar sviðsframkomu. Jæja í bæinn héldum við. Fórum á cultura og dönsuðum eins og brjálæðingar. Ég, Helga og Eva skiptumst á að biðja um óskalög svo við nánast réðum alveg mjúsíkinni þarna inni. Höfðum svo upp á Róberti eitthvað um fimmleytið og fengum okkur þá dýrindis pizzu áður en haldið var heim á leið. Daginn eftir vil ég ekki tala um og ég held enginn af þeim sem með mér voru. Fórum bara austur að ná í snúlluna og jamm... hefði viljað stoppa nokkrum sinnum á leiðinni jahh bara til að æla....... en svo jafnaði ég mig, fékk geggjaðan grillaðan humar hjá mömmu og brunað í bæinn aftur til að .... hvað haldiði? Til að vinna. Keypti stóra súkkulaðitertu í bakarí og fór með í vinnuna og það bjargaði sko restinni af deginum. Halelúja.
Fleira hefur nú verið bardúsað í vikunni. Stofnaður var hjúkkusaumaklúbbur og var sá fyrsti heima hjá mér, lítið var nú saumað heldur horft á rock star og borðað. En næst verður sko saumað.
Kaffihús á fimmtudagskvöld þar sem María tvíburi var boðin velkomin heim á klakann. Það var auðvitað bara gaman.
Nauthólsvík og öndunum gefið á fimmtudaginn. Kolbrá mjög spennt yfir sandinum. Bara krúttlegt.
Búin á Hrafnistu. Byrja þann 7.sept á vökudeildinni. Hlakka mjög til en auðvitað verður þetta pínu strembið til að byrja með, en það lærist allt held ég. Kolbrá byrjar þann 6.sept hjá dagmömmunni og Róbert 6. sept í skólanum. Það er allt í gangi sko.....
Ennnn aðalmálið núna er BÚLGARÍA. Förum eftir 3 daga, er orðin verulega spennt en kvíði svolítið fyrir fluginu sem tekur meira en 5 tíma. Fórum í fyrradag í sprautur á heilsugæslustöðinni og je minn. Það er bara eins og ég hafi verið barin illilega. Öll fjólublá undan sprautunum sem by the way voru 3.... Kolbrá litla fékk svo eina en hún stóð sig eins og hetja :) en já á morgun verður bara þvegið og pakkað og hinn daginn pakkað meira.
Róbert er kominn í gifs á hægri hendinni. Jájá, hann fór í skvass og tókst að slasa sig þannig að það er ekki ljóst hvort hann er brotinn eður ei. Svo hann þarf að vera í gifsi í viku (þangað til á mánudag) og þá fer hann aftur í röntgen. Ekkert smá fatlaður svona, hann þykist ekki einu sinni getað skipta á Kolbrá.... hehe sá fær margfaldan skiptiskammt þegar gifsið verður tekið. Annars er ég að reyna að vera dugleg að fara í ræktina, fór held ég 3 x í þessarri viku og seinustu og finn strax mun á þolinu. Núna get ég t.d. hlaupið 4 km án þess að barasta deyja.
En nú er þetta held ég bara nóg komið. Færsla þessi var pikkuð í boði Dell fartölvu sem Róbert bara birtist hér heima með einn daginn. Voðalega fallegtur gripur og þægilegur og allt í "boði" tölvukaupaláns Glitnis.... (bara hinn fasti auglýsingaliður hér á ferð). Og fyrst ég er byrjuð í þeim pakkanum þá vorum við í Latabæjarhlaupi Glitnis í dag og Kolbrá er bara orðin gangandi auglýsing fyrir bankann. Komust reyndar afar hægt yfir sökum mikils mannfjölda og vorum held ég einar 50 mínútur að skrölta 1,5 km. Létum þetta svo gott heita af menningaratburðum, fórum reyndar upp í Hallgrímskirjkuturn á leiðinni heim en ætlum að grilla hér í kvöld og horfa svo bara á DVD.
Nú er nóg komið. Farin, yfir og ÚT.
Athugasemdir
Til hammó með ammó! ;)
eva ólafs~ (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.