Síðasta færsla var 29. júní. Síðan þá hefur verið sól upp á hvern einasta dag nema minnst í dag enda var spáð skúrum í dag (sem ég reyndar varð ekki vör við). Við erum því búin að flatmaga í grasagarðinum og skoða dýrin og hænurnar í húsdýragarðinum en Guðný var með nokkrar slíkar til sýnis. Einnig erum við búin að stunda sundlaugarnar stíft og Kolbrá svoleiðis dýrkar rennibrautina að maður það virkilega að passa að hún hlaupi bara ekki upp stigann sjálf og stingi sér niður, það þarf svo varla að taka það fram að maður gjörsamlega dregur hana upp úr lauginni. Við erum líka öll orðin frekar brún og hún er orðin mjög útitekin í framan (samt alveg hvít undir toppinum, bara skondið). Eitthvað smávegis er ég búin að vinna eða 3 vaktir í síðustu viku og 3 í þessarri. En Róbert var í kærkomnu vikufríi en svei mér svo held ég að hann vinni svo bara allan júlímánuð.
En jæja eitthvað gerðum við fleira. Fórum t.d. í 2 daga tjaldferðalag upp í Húsafell sem var virkilega skemmtilegt. FAllegt veður og fallegur staður. Skemmtileg sundlaug og leiktæki fyrir börn. Fórum einnig að Surtshelli (eða Róbert sko, ég beið með Kolbrá í bílnum) og að Barnafossi og Hraunfossum. Allt mjög fallegir staðir og gaman að skoða Íslandið í góðu veðri. Næturnar voru svona lala. Dáldið kalt og ansi lítð pláss fyrir 3 kroppa á einni vindsæng en vorum að reyna að halda á okkur hita. Einn kroppurinn þar af mjög plássfrekur. En sá kroppur var látinn sofa í hlýrri peysu og með húfu bara eins og í vagninum að vori til og hafði það svona líka fínt. Ég svaf hins vegar í flísnáttfötum, lopapeysu og ullarsokkum og var þá svona ágæt. Vantaði líklega húfuna.
S.S pistill vikunnar einkennist af flandri enda líður tíminn á milljón. Íbúðin hefur t.d. ekki verið skúruð í 2 mánuði en Róbert tók sig samt til í dag og ryksugaði og gekk frá svona 10 vélum af þvotti. Húrra fyrir því
Jæja nóg röfl í bili. Góða nótt.
Og já, Helga (minn kærasti kommentari) þín bíður boðskort hér heima á eldhúsborðinu okkar, fannst ekki taka því að fara að senda það yfir hálfan heiminn......
Athugasemdir
takk fyrir tad, eg var nu reyndar bara ad djoka med bodskortid, vitanlega kem eg hvort sem mer er bodid edur ei ;)
Helga Tryggvadóttir, 6.7.2007 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.