Byrjum á byrjuninni. Tjaldferðin gekk ljómandi vel. Vorum að vísu bara eina nótt en veðrið á laugardaginn var fínt, sól og mýflugur að reyna að kála okkur. Á sunnudaginn fór að rigna um leið og við fórum að taka saman tjaldið (hversu týpískt) svo við drifum okkur á Selfoss og fórum í sund þar í innilauginni. Á laugardaginn kíktum við í fjársjóðsleikinn, fundum nú ekki fjársjóðinn en fengum gefins 4 bíómiða á pirates of the carebbian og ég get ekki beðið eftir að fara á hana. Kolbrá var líka alveg að fíla tjaldið, vildi helst ekkert sofna mjög snemma, það var svo gaman að hnoðast þar inni.
Jah, svo komu bara heilir 2 sólardagar í vikunni, ég var að sjálfsögðu að vinna annan daginn, drifum okkur þó í sund um 6 leytið þ.e. ég og Kolbrá. Jáhm, svo var bara gert við bílinn og æ man ekki meir. Jújú, erum alveg að nýta útsölurnar í botn, erum búin að kaupa nokkrar jólagjafir og afmælisgjafir (hehe nú vita allir að þeir fá bara útsöludót frá okkur - djók) m.a. fyrir Kolbrá sætu sem er alveg að verða eins árs. Keyptum líka 3 skópör barna á 500 kall hvert en svona skór kosta alveg upp undir 3-5 þúsund kr venjulega. Sem sagt gerðum snilldarkaup, segi ekki meira.
Fórum í gær í bíó, erum sko búin að endurheima barnapíu numero uno...... Alla vega, fórum á Silent Hill. Ég held ég geti bara með sanni sagt að þetta sé ógeðslegasta mynd sem ég hef séð á ævinni og róbert var nokkuð sammála og hefur hann séð þær margar ógeðslegar. Ég gat nú ekki horft á allt og sögurþráðurinn var svona pínu flókinn en samt alls ekki slæm mynd.
Svo er ég farin að æfa af krafti. Fór í gær með Evu og í morgun ein. Næsta plan er að taka Kolbrá með og láta hana testa barnagæsluna. Er heldur ekki búin að borða nammi í gær og í dag, þó svo að ég hafi farið í bíó og eigi karamellur inni í skáp sem kalla á mig.........
Svo er verið að suða í mér að halda áfram einhverja daga á Hrafnistu. Róbert sagði nei, en ég veit ekki, get alveg nota peningana sko. Hann mælti einhver háfleyg orð um að ég væri vinnualki......... skil ekki svona lagað. Hvað finnst ykkur? Set að gamni inni eina könnun um þetta mál held ég bara.
Og svo er það helgin: Mikið er ég svakaleg fegin að vera ekki í Eyjum núna, ég verð bara að segja það. Það er ekki að freista mín að vera föst á einhverri eyju í stormi og veseni. Nei ég hef það bara fínt, ein heima að blogga á föstudagskvöldi verslunarmannahelgar. Poppa bara og svona. Vinna á morgun og sunnudag. Þá förum við austur og fögnum afmæli með mömmu, beint í bæinn aftur á mánudagsmorgun og mætum svo bæði á kvöldvakt um kvöldið.
Næsta vika: Helga verður fastagestur hér á heimili, það er allt í góðu, hún hefur hvort eð er ekkert að gera segir hún sjálf :) en svo fer daman austur á fimmtudag/föstudag þar sem ég ætla að bjóða nokkrum útvöldum í grill a la Jójó og ef til vill smá rauðvínsdreitil nú ellegar bjórsopa. Svo bara vinna, vinna, vinna og tata Búlgaría eftir 18 daga. I can´t wait.
Jæja, meira blaðrið, enginn nennir ábyggilega að lesa þetta, en svarið að minnsta kosti vinnualkakönnuninni.
Athugasemdir
well take it from a former vinnualki að þetta gengur ekki til lengra tima...bara stutt...the money might be good to have but so is your sanity and your relationship....bad enough he is doing it...don´t make it two...but remember he is almost finished and going back to school...so if they want you to work 2 days work just 1...if they want 4 then just 2....but in the end it is your choice...and so are the results of it...this is just my opinion...not set in stone as they say...and tell Bobby to blogg some more..
These bloggs are the only way for me to follow what is happening with you all...
Tengdo i Amerika
Tengdo i Amerika (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 00:46
Vinnualki? Þú hefur líklega fæðst einn slíkur, ég man alltaf eftir því þegar við vorum í fjósinu, ég var líklega þriggja ára og þú sex og ég elti þig út um allt og suðaði í þér að koma að leika en þú varst of upptekin við að hreinsa hey úr öllum vatnsdöllunum í fjósinu (fyrir þá sem ekki vita þá voru þeir ca 30). Þitt svar við suðinu í mér var alltaf: ég verð að vinna, ég er orðin svo stór...
Helga (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 11:26
Hehe, gott comment hjá Helgu ;) En ég verð að vera sammála honum tengdapabba þínum, og segja að góð samverustund með vinum og vandamönnum er miklu meira virði en peningar, og maður sér eftir öllum tímanum sem fer í "auka"vinnu (Næstum allir laugardagar í sumar í mínu tilfelli). Þannig að: Ekki missa þig í vinnualkarútínu!!!
Eva (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.