Það eru bara ár og aldir síðan ég hef upplifað svona gott veður hér á Fróni eins og var í dag. Glamandi sól allan heila daginn og blankalogn. Við tókum daginn snemm þökk sé Kolbrá sem hefur líklega fundið á sér að veðrið væri svona gott og vaknaði 2 tímum fyrr en vanalega eða klukkan sjö. Við vorum því komin niður í sundlaug um hálf níu og vorum rúma tvo tíma held ég. Fórum að sjálfsögðu all nokkrar ferðir í rennibrautinni og frökenin vildi helst renna sér alveg sjálf, alveg glatað að renna með mömmu sinni eða pabba (sérlega pabba því hann rann svo hægt - hehe). Þá fórum við heim og sóttum nesti og ýmist dót og héldum í grasagarðinn þar sem við eyddum restinni af deginum. Okkur hlotnaðist svo félagsskapur Óla, Stellu og stelpnanna seinni partinn. Og þar var sko steik! Við Kolbrá héldum svo heim en drengurinn fór í vinnupartý. Og á morgun er stefnan tekin á innflutningspartý hja Maríu vinkonu og þar skal sko djammað..... alveg heilir 3 mánuðir síðan síðast. Við vorum samt að pæla í að leggja land undir fót um helgina en frestum því trúlega. Erum aldrei slíku vant í 4 daga fríi BÆÐI (gerist ALDREI) en kannski förum við bara á sunnudag e-ð stutt ef spáin er góð. Vitum samt ekkert hvert sko......
Annars er bara bílinn ok núna. Siggi snillingur lagaði hann en kertin reyndust vera á floti í vatni þar sem þeir höfðu víst láti hann standa húddlausan ansi lengi, ásamt því að þeir löguðu bara annað ljósið. Við fórum því með hann í kvartferð og þeir kipptu ljósinu í lag, þverneituðu auðvitað fyrir allar nýju rispurnar á honum en svo sem lítið hægt að gera í því og eins gott að vélin var bara ekki ónýt.
Svo er náttúruleg gifsið farið fyrir viku. Ég mætti galvösk í vinnuna daginn eftir enda mikið farin að sakna hennar en puttinn er svona dálítið stífur ennþá og aðeins aumur en er samt allur að koma til.
Boðskortin fyrir brúðkaup eru farin úr húsi eftir mikið stress og vesen með myndir. Þannig að ef þið hafið ekki fengið kort ennþá er það annað hvort rétt ókomið eða þá að þið eruð bara alls ekki boðin..... HEHEHE. Og einnig ef það eru einhverjar spurningar varðandi gistingu, klæðnað eða að rata þá getið þið bara haft samband hér eða við okkur beint.
Jæja vona að við fáum fleiri svona góða daga í sumar því þeir gera manni svo mikið gott. En ég held að spáin fyrir helgina sé svona ágæt a.m.k. ekki rigning
Og já takk fyrir öll kommentin við síðustu færslu
Athugasemdir
va, bara betra vedur heima en her! Skritid ad hugsa ad eg fari heim i hitann!
Helga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 03:36
btw, fae eg bodskort?
Helga (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.