Bíldruslan

Hér kemur svo sagan af bílnum sem var að koma úr viðgerð. Nú er ágætt að nota bloggið til að fá útrás fyrir reiðina!!!!!

Bílinn var s.s í lagningu af því að ég ók aftan á þarna í maí eins og glöggir lesendur muna eflaust. Við fórum með hann 20. maí og það átti að taka 2-3 daga að gera við hann. Við sóttum hann í gær og látum okkur sjá, þá var 15. júní. Vorum þá búin að hringja trilljón sinnum og reka á eftir og alltaf stóð þetta fast á einhverjum varahlut sem þurfti að bíða eftir frá toyota og panta þar að auki fá útlöndum (ég er nú ekki alveg að gleypa þessa sögu alla en gott og vel). Og jújú við þurftum að borga alla sjálfsábyrgðina sem var um nítíu þúsund krónur. Jæja loksins eftir allan þennan tíma máttum við sækja blessaðan bílinn. Hann gat alls ekki sagt okkur hvenær þeir lokuðu verkstæðinu svo við máttum bara gjörasvo vel og mæta ASAP..... til að kóróna þessa æðislegu þjónustu bætir karlinn við svona í síðasta símtalinu; " og já við erum ekki með posa né heldur svona gamaldags sleða fyrir kreditkort" ......kræst. Nú voru góð ráð dýr. Loksins tókst að redda þessu í bankanum. En ég þarf varla að taka það fram að mín var orðin æði pirruð þegar hér var komið sögu. Jæja mætum svo á verkstæðið og þar er gaur sem veit bara gjörsamlega ekki neit, ekki hvar lykillinn að bílnum var, ekki hvað við áttum að borga mikið né hvernig ætti að gera kvittun. Ég var næstum því orðin frussandi af reiði og pirringi. Loksins hefst þetta allt. Tek það fram að á meðan var amma heima að passa Kolbrá og var mjög tímabundin. Jæja við keyrum að stað. Á fyrstu gatnamótum drepur nýviðgerði bílinn á sér! Róbert nær að láta hann renna niður í næstu götu og fer strax á verkstæðið og fær gaur með sér  að kíkja á kaggann. þeir komast að því að hann var bensínlaus. Veit ekki hvernig það gerðist en bensín var alla vega á honum þegar hann fór í viðgerðina. Við sækjum bensín og setjum á bílinn. Hann fer af stað og er fínn í fyrsta gír en um leið og átti að skipta gekk hann eins og versti traktor og drap loks á sér. Ég hringi í Sigga frænda bílagúrú sem er að fara í sumarbústað. Við ákveðum að fara með hann aftur á verkstæðið en á leiðinni þangað er hann ljómandi fínn svo við teljum að hann sé nú búinn að jafna sig á bensínleysinu og allt í gúddí. Í gærkvöldi ætlar svo Róbert á honum í vinnuna. Á fimmta hringtorgi deyr hann og ætlar aldei að fara í gang aftur. Það tekst svo að lokum en brælan og óhljóðin úr honum voru rosaleg. S.s bílinn fer er í viðgerð ökufær en kemur til baka óökufær og líklega bara búinn að bræða úr sér miðað við okkar heppni!!! Algjörlega óþolandi og þjónustan þarna fyrir neðan allar hellur. Hefðum betur beðið lengur eftir viðgerð hjá toyota eins og var upphaflega planið. Alla vega verkstæðið heitir Bílablabla Bliki og er í Kópavogi. Bara svona svo aðrir slysist ekki til að fara með dýrmætan bílinn sinn í viðgerð þar.

Og hananúDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

aldeilis omurleg thjonusta tetta, svo verdur svarid hja teim svona: (tvi allir vita hvernig verkstaedi haga ser), "nei, tetta er ekki okkur ad kenna, hann var svona tegar hann kom hingad....tid verdid ad borga alla vidgerdina" ... Ekki lata ta komast upp med tad.

Helga Tryggvadóttir, 17.6.2007 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband