Ferðasagan

Ég var að setja myndir af ferðinni góðu á síðuna hjá Kolbrá, ég held ég skelli svo bara afriti af textanum sem ég skrifaði hingað inn enda nenni ég alls ekki að skrifa ferðasöguna aftur. Njótið vel.

Á morgun (nenni því alls ekki núna) stefni ég á að blogga um bílavesenið okkar, bíðið spennt Devil

Ferðin heppnaðist afar vel. Við þurftum að vakna klukkan rúmlega þrjú um nóttu þegar haldið var út en það gekk ljómandi vel. Aukin þreyta var samt að færast yfir mannskapinn um sex leytið eða um það leyti sem vélin átti að leggja af stað. Sökum bilana í færibandi í Leifsstöð varð þó töf þar á. En þökk sé pabbanum sem tókst af harðfylgi að grípa tvær skyrdollur áður en hann hljóp út í vél auk rúsína, cheerios svo ekki sé nú minnst á Lion King, þá gekk ferðin vel. Daman sofnaði um níuleytið og tók sér rúmlega klukkutíma lúr. (óþarflega nákvæm lýsing ef til vill?) Að fluginu loknu tók við 2 tíma rútuferð. Hún var svolítið strembin eða svona krefjandi. Hótelíbúðirnar voru fínar, en Kolbrá vildi sko ekki fyrir sitt litla líf sofa í þessu fína barnarúmi sem henni hafði verið útvegað heldur bara sofa í mömmu og pabba rúmi og helst bara alls ekki sofna. Enda var mín í útlöndum og MAÐUR SEFUR HELST EKKI Í ÚTLÖNDUM. Ein sem er svolítið aktíf eins og pabbi sinn og vill helst alltaf vera að gera eitthvað. Svo var annað mál en það var AÐ MAÐUR BORÐAR EKKI Í ÚTLÖNDUM.  Þar voru hún og pabbi hennar hins vegar á öndverðum meiði en hann vildi helst alltaf vera að borða. Helst þá dobble king (sem er ís) en Kolbrá reyndist merkilegt nokk vera sammála því (með fylgjandi subberíi....).  Hún borðaði sem sagt mjög lítið, vildi helst pulsur or pizzu en lét sig þó alltaf hafa að borða eina skál af hafragraut á hverjum morgni sem mamman hin útsjónarsama hafði með að heiman. En gaman var í útlandinu og Kolbrá sagði svo ansi oft VÁ OG ÚFF. Óteljandi gönguferðir voru farnar niður í miðbæinn, ætíð með kerruna góðu sem oftar en ekki kom klyfjuð til baka úr þessum ferðum (samt versluðum við ekki svo mikið, skil þetta ekki, þurftum ekki einu sinni að kaupa tösku úti). Stóri róló var líka mikið stundaður, míní golfið var fjör (fatlaða konan vann sko þ.e. sú puttabrotna í gifsinu!!!), ströndin og sandurinn skemmtilegur þegar henni var hætt að finnast hann ógeðslegur að ganga á og þegar hún hafði fengið fötu að moka í, sjórinn (eða baðið) var líka eftirsóttur. Amma hennar og pabbi fóru í sundferð og allir stungu sér í brimsaltann sjóinn nema sú fatlaða. Farið var í hálfsdags rútferð að skoða týpísk Króatísk sveitaþorp sem var mjög gaman og Kolbrá var bara þæg, svaf tvær rútuleiðir af fjórum og sá marga fugla og ketti.  Þá var gerð sigling til Feneyja (2 og hálfur tími hvora leið). Þar var mikil rigning, flestir urðu gegnblautir nema prinsessan sem sat þurrum fótum í kerrunni góðu meðan burðarmenn hennar báru hana yfir hverja brúnna á fætur annarri uns hún datt út af. Dúfurnar voru grandskoðaðar á Markúsartorginu og þeim gefið tonn af fóðri einkum af Guðnýju en einnig Kolbrá. Þá fékk daman að valsa um meðan gamla liðið skellti sér í útsýnisturninn og Markúsarkirkjuna. Létum þó eiga sig að sigla á gondóla enda veðrið fúlt. Þó sigldi fram hjá okkur hópur asíubúa sem tóku trilljón myndir af okkur Kolbrá, pínku spes. Svo fórum við til baka gegnum grand canal á taxi bát sem var fínt. Enginn varð sjóveikur. Kolbrá harðneitaði að sofa á leiðinni heim og var algjörlea úrvinda, sem og aðrir fjölskyldumeðlimir. Næsta dag var slappað af á ströndinni þangað til það kom þrumuveður um miðjan dag. Veðrið var sem sagt upp og ofan allan tímann en fínt inn á milli. Hitinn var um 23-25 gráður sem var í sjálfu sér fínt fyrir Kolbrá og þær brenndu (Guðný og amman aðallega ásamt reyndar pabbanum og afanum .... eða með öðrum orðum alla nema mig!!!!!). Takk fyrir og góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband