Ómöguleg

Æ Æ. Ég er eitthvað svo ómöguleg núna, nenni engu, ekki einu sinni að fá mér að borða. OG það gerist næstum ALDREI. Á að mæta í vinnu eftir 2 tíma og finnst ég því ekki hafa tíma til að gera neitt en svo margt sem bíður. Hér er t.d. allt í skít og drullu sem ég nenni alls ekki að þrífa svo gæti verið sneddí að skella sér í sturtu meðan ólátabelgurinn sefur en nenni því heldur ekki. Hangi bara á netinu að væflast eða glápi á imbann, alls ekki vön svona löguðu. Kannski vantar bara sólina, veit ekki. Róbert farinn að æfa, mig langar líka að æfa og vera grönn en surprise: NENNI því ekki.

Kolbrá var líka eitthvað ómöguleg áðan og matartímarnir eru aftur orðnir eitthvað djók, ég náttúrulega með það á heilanum að hún borði ekki nóg, drekki ekki nóg og þyngist alls ekki nóg. Ef manni tekst nú orðið að setja bitana upp í hana þá tekur hún þá jafnóðum út aftur alveg ótuggða, peli er alveg úti (prófaði hann í gær, hélt kannski að hann væri e-ð sport, nei bara að bíta í túttuna og hella niður er sport), hafragraut má með mikilli lagni þræla í hana, vatn er orðinn viðbjóður, mauk vill hún yfirleitt ekki sjá, ma.a.s cheerios er ekki lengur eftirsótt og dóti (sem oft hefur fangað athyglina) er jafnóðum skutlað um stofuna með tilheyrandi látum og sofandi (eða vakandi öllu heldur) pabbinn fær engan svefnfrið. En halelúja að næturvaktirnar séu næstum búnar, er svo sannarleg komin með gubbuna af þeim. Ekkert hægt að gera hér á morgnanna nema læðast um og passa að hún sé ekki með læti. Og við ekki búin að hittast að ráði í marga daga. Hnuss. Enda er ég í þann veginn að fara að leita að dagmömmu, gangi henni vel að gefa dömunni að borða ! Segi nú bara ekki annað.

En best að reyna að hressa sig við og að minnsta kosti skella sér í sturtu. Ætlum svo kannski í útilegu um helgina, veit ekkert hvert eða hvenær. Fer bara allt eftir veðri. Svo eru alls konar afmælisplön í gangi enda ég, mamma og Kolbrá með afmæli í ágúst og allt stórafmæli. Kolbrá eins árs (eftir mánuð, jesús, fannst hún vera að fæðast í gær), mamma 50 ára og ég tvenntý fæf. Er meira að segja að hugsa um að halda upp á það svona til tilbreytingar, en það er allt í vinnslu.

Svei mér ef ég er ekki bara minna ómöguleg núna en áðan ..... en plís sendið mér kveðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hang in there, Bulgaria in few weeks;) Þú ert svo dugleg, ekki hafa áhyggjur af dúllunni:) Já er búin að taka frá afmælisgrill-daginn:)
Kv. Tótan á kvöldvakt

Tótan (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 20:13

2 identicon

Halló ertu ekki endurnærð eftir fjallaferðina?? Og hvað með það þótt ég væri hálfu verri af lofthræðslunni, ég er líka hálfu eldri ekki satt. Annars hélt ég að enginn hefði verið hræddur nema ég. Og þú misstir af hinni skelfingunni,sjálfri Arnarfellskvíslinni,sem var víst bara lítil þennan dag!!!Vil fá ykkur í heimsókn 6.ág.Mamma.

Anna (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 21:46

3 identicon

Elskan mín vertu ekki með áhyggjur af litlu skruggu ef hún vill ekki borða þá er hún ekki svöng take it from a specialist hún er sennilega að fá jaxla og með tilheyrandi stæla hún borðar ef hún er svöng ef ekki engar áhyggjur þessi skvísa er super vel nærð það fer ekki á milli mála svo bara róleg. Tengdó

Tengdó (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 10:17

4 identicon

Líttu á björtu hliðarnar: Brátt munuð þið halda til Búlgaríu (borgað af næturvöktunum) og þar munuð þið vera saman allan daginn og getið kastað leikföngum með eins miklum hávaða og þið viljið.

Helga (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 10:35

5 identicon

Er Róbert alveg búinn að gefast upp á blogginu? það er ekki einu sinni hægt að kommenta hjá honum lengur því það er útrunnið.

Helga (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 10:36

6 identicon

Hæ! ÉG er í álíka skapi, nenni ekki neinu, ætlaði að hringja og plata þig í bíó, en ég nennti því ekki! Ég er pottþétt á því að veðrið hafi eh með skapið að gera!! Það vonandi að skána, annars erum við báðar að fara bráðum til útlanda!! ;) Þar verður betra veður!

Sigurveig (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband