ER ekki rétt að koma með smá ferðasögu af þessarri frábæru ferð? Jújú ef ég nenni að pikka hana inn..........lets seeeee.
Dagur 1: Fórum af stað á hádegi á laugardegi. Veður: Ólýsanlega viðbjóðsleg rigning, hef aldrei og mun aldrei að öllum líkindum upplifa annað eins. Klæðnaður: Ekki við hæfis slíkrar rigningar og ég því blaut inn að beini. Hestar járnaðir þann dag: 4, meðan beðið var í skjóli hests ef heppni var. Hestar: Sproti og Máni. Minnstu munaði að Sproti dytti ofan í miðri á sem var ansi djúp sökum rigningarinnar. Heppni að svo fór ekki. Komum svo í kofann er nefnist Helgaskáli um 20. Þar biðu róbert, kolbrá og trússararnir með heita kjötsúpu, kakó + beilís (man engan veginn hvernig það er skrifað). Skriðum þreytt í svefnpokann um 23 og sváfum svona lala enda kolbrá á hliðinni á mér í ca 20 cm plássi en því er hún ekki vön.
Dagur 2: Veður: Mun betra en skúrir framan af. Klæðnaður: Var að öllu leyti (nema nærum) í lánsfatnaði og því betur búin og stígvélin klikka ekki skal ég segja ykkur! Hestar: Hrefna, Andvari og Máni. Hestar járnaðir: Enginn, þvílíkur munur. Komum í skála er nefnist Leppistungur um 19 og fengum við svínakjét þann daginn. Nóttin var svipuð.
Samin vísa: djö.... búin að gleyma henni.... Hjálp Helga........put it in da komment system þegar þú sért þetta.
Dagur 3: Besti dagur til útreiða. Veður: Gott, fór m.a.s. ekki í regngalla. En sem betur fer sáralítil fluga sem getur svo sannarlega gert fólki lífið leitt eins og Guðný fékk að prófa. Klæðnaður: Algjörlega við hæfi ;) Hestar: Sproti (bara góður) og Sunna. Þennan dag var ekki riðið nema um 4 tíma sem var bara passlegt. Enduðum þann daginn í Kerlingarfjöllum í heitum potti sem reyndar lak....
Dagur 4: Átti að heita hvíldardagur en svo reyndist ekki vera. vorum drifin í geðsjúka fjallgöngu eftir hádegi upp á 1350 m hátt fjall er Mænir heitir. Ég ætla ekki að lýsa lofthræðslunni, horfði bara 30 cm fram fyrir mig en leit hvorki upp né niður undir lokin og skreið á toppinn. En var 3. upp takið eftir því! Mamma var þó hálfu verri.... en niðurferðin var GEÐVEIK: renndum okkur á úlpunum langleiðina niður og adrenalín kikkið: ÓLÝSANLEGT. Magnificent eins og gaurarnir í Rockstar lýstu Magna. Komum til baka í kofann eftir 3 og 1/2 tíma göngu og fórum beint í pottinn, í þetta skiptið með bjór og svo beið nýgrillað læri þegar við komum til baka. Bara næs.
Samdar tvær vísur, man þær ekki heldur svo kalla ég aftur á Helgu..............
Kolbrá stóð sig eins og hetja allan tímann, hélt uppi fjörinu oft á tíðum, svaf bara mesta furða vel á milli okkar, drakk og borðaði vel og allt í orden. Nældi sér reyndar í kvef hjá afa sínum er sá að mestu um pössun meðan á fjallgöngu stóð og örlítinn hita er heim kom, en er nú að verða góð.
Svona hljóðar stutta útgáfan.
Bless og góða nótt.
Athugasemdir
Hey...I thought the "city" boy would get on a horse also...oh well...take care and waiting for the pictures
Pabbi of the "city"boy and Tengdo og Afi
me (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 23:29
The city boy stóð sig eins og hetja sem trússari, sem er alls ekki auðveldasta starfið, mamma sagði að það hefði verið erfiðara að sitja í bíl en fara ríðandi. Restin af ferðinni var ótrúleg, mig langar mest til að vera enn uppi á fjöllum. Ég þarf að kíkja í heimsókn með ferðasöguna. En vísurnar hljóma svo:
Í Miklubotnum matinn átum
maga fylltum víða.
Hryssa ein í hestalátum
heldur vildi ríða.
Upp á fjallið fóru þrír
fræknir göngugarpar.
Fjallasýnin fögur, skýr,
fimir fótaþjarkar.
Upp á Mæni mannager (eða her)
mikla fyllti drauma,
horfði á hæstu tinda hér
og hitann undir krauma.
og á leiðinni heim samdi pabbi þessa þegar Ösp og Bjarmi reyndu að hrekkja með okkur:
Hrekkja vildu heiðursfólk
Hlíðarfákar galdnir
Drakka skulu mysu og mjólk
magahákar baldnir.
En þess má geta að Róbert nokkur stórskáld á einn fyrripart og Jóhanna hin hagmælta annan.
Helga (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 10:40
Hæhæ, get ekki beðið eftir að sjá ykkur dúllurnar mínar, kem þann 16. ágúst en það verður nú stutt stopp, vona að við getum sést eitthvað smá, þarf að kenna Kolbrá að segja nafnið mitt ;)
Kær ástarkveðja og kossar og knús, Marían
María (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 19:06
Hæhæ, get ekki beðið eftir að sjá ykkur dúllurnar mínar, kem þann 16. ágúst en það verður nú stutt stopp, vona að við getum sést eitthvað smá, þarf að kenna Kolbrá að segja nafnið mitt ;)
Kær ástarkveðja og kossar og knús, Marían
María (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 19:06
Hvílíkar snilldar vísur. við ættum að fera út ljóðabók held ég bara.
Og já María mín, sökn sökn..... alveg spurning hvernig Kolbrá myndir svo bera nafnið fram....
johannaosk (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.