Já ég virðist vera e-ð sérlega óheppin þessa dagana því nú er ég PUTTABROTIN og í gifsi á vinstri hendinni. Fékk spýtu í hendina sem guðný systir kraftakerling var að kasta úr kerru, vildi ekki betur til en hún sá ekki að ég væri komin þar að. Svo ég fór á slysó á sunnudaginn, eyddi þar dágóðum tíma og labbaði út með puttann út í loftið eins og ég sé að reyna að húkka far, verð þannig í nokkrar vikur býst ég við (vona samt styttri tíma auðvitað) en má teljast heppin að þurfa ekki aðgerð til að gera við brotið. Beinið fór víst alveg í sundur á vondum stað og ef ekki hefði verið fyrir skinn hefði hann barasta dottið af!!! Ég er núna fyrir austan og verð u.þ.b viku en er ég sný aftur til bæjarins mun Hr. Róbertó þurfa að skipta á barninu evry time ásamt því að sjá um vinnu fyrir heimilið og sjá um heimilið....hehe. En það er nú ekki eins og þetta sé neinn heimsendir. Það hefði getað verið verra!
Athugasemdir
Elsku dúllan mín, finn til með þér, en eins og ég sagði við þig áðan þá er gott að þetta sé ekki annar fóturinn eða annar handleggurinn og gott að þetta skeði núna í staðinn heldur en í ágúst. Þó svo þú værir með gifs í brúðkaupinu (sem verður vonandi ekki) þá verðurðu án efa yndislega fallega brúður
Kveðja, tóta lill á akureyri með snúllunni sinni
Tóta lill (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:03
Sorry, þetta var svo lítil spýta
Guðný (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:30
Jiminn, hvilik oheppni. Tu getur ta liklega ekkert unnid, eda hvad?
Helga Tryggvadóttir, 23.5.2007 kl. 03:31
Jamm alveg óvinnufær :( veit ekki hve lengi..........
Jójó (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.