Hér ríkir almennt þunglyndi eftir sorgleg úrslit gærdagsins. Ríkisstjórn skandala heldur velli og það með minnsta mögulegum meirihluta. Hvernig má þetta geta gerst? Stjórnin er meira og minna fallin í alla nótt en svo undir morgun breytist e-ð og tatata engu verður breytt næstu fjögur árin eða svo. Ég var ansi bjartsýn þegar ég fór að sofa en vaknaði við ja nánast bara martröð þegar Róbert tilkynnti mér úrslitin í morgun. Til hvers er maður eiginlega að kjósa? Fylgishrun framsóknar og formenn og ráðherrar þeirra meira og minni úti af Alþingi og þeir bara jújú við getum svo sem alveg eins haldið áfram í stjórn fyrst Geir félagi vill halda sambandinu áfram. Geir með öll tromp á hendi (minnir mig á það, langar alveg ferlega í félagsvist... en best að halda áfram röflinu) og segir svo bara hey, framsókn þið fáið 2 ráðherra, við fáum rest, er það ekki bara díll?
Svo er náttúrulega hinn skandallinn sem átti sér stað í gær blessuð eurovison keppnin. Sú Vestur Evrópuþjóð sem náði hve bestum árangri var Lettland og erum við að tala um 16 sæti (að vísu Grikkland og Ungverjaland e-ð aðeins ofar en þau eru nú alveg á mörkum austur og vestu)! Þetta er náttúrulega bara ekki fyndið sko, t.d að Úkraína með þvílíkan viðbjóð er í öðru sæti. Skömm. En Serbía vann víst og ég get ekki fyrir nokkra muni rifjað upp hvernig lagið þeirra var. Eini ljósi punkturinn við keppnina var veðmál okkar vinanna en ég hafði rétt fyrir mér með 8 af 10 löndum (þ.e. topp tíu) meðan Róbert hafði bara 4 rétt. Hvernig fór með ykkar hin? Endilega setjið úrslitin hingað inn, ef þið þorið
En mikið djöfull gerir þetta drasl mann pirraðan ég er sko alveg fjúríus.
Athugasemdir
Förum og grýtum gerpin og látum í okkur heyra. Hættum að vera þessir íslensku aumingjar og láta alltaf taka okkur ósmurt í rassgatið!!!!!!!
POWER TO THE PEOPLE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Róbert Sólrún (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:51
Já ég vaknaði mjög bjartsýn í morgun og hélt kannski að stjórnin væri fallin, nei auðvitað ekki, urr helv Og það versta er að þeir eru með meirihlutann rétt svo í mönnum en ekki í prósentum. Ég ætla að gerast mótmælandi þegar ég fæ bílpróf
Guðný (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:42
Tad lyst mer vel a Gudny, heyr heyr.
Helga (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:29
Hey you all....remember what happened in the u.s.a. in 2001...the people voted...and the supreme court (composed of republicans) threw it out...and got the mouse in as president. There is no difference in politics in Iceland or here....MONEY TALKS AND THE PEOPLE WALK....and the people don't have money. Yes...the people SHOULD take the power back....but most of the people still believe THEY DO have the power...so it is a no brainer....we the people think we are free because THEY tell us we are and we are sooooooooo happy with that...BULL...but don't lose any sleep over it...cause nobody does anything about it here...and nobody will do anything about it there either...worry about your family and children...and forget about politics...
Kiss the baby for me...
Tengdo i Amerika
Tengdo i Amerika (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:18
Krissi gat 7 rétt og ég 6 og núna er hann rosa ánægður þó svo ég hafi haft meira rétt á fimmtudeginum og í keppninni í fyrra, þessir karlmenn;)
Nuddaðu nú Bobby upp úr þessu, múhahahahaha
Tóta og Krissi (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.