já já plaggið er komið í hús og ég því orðinn fræðingur. Það er afar skrýtið því mér finnst ég enn ekki vita bara neitt, en laugardagurinn var hreint út sagt æðislegur. Það byrjaði allt með veislu hér heima en hentum svo (svona allt að því) gestunum út um hálf fjögur, skelltum okkur í spari spari fötin (kjólinn sem ég keypti fyrr í vikunni - ýkt ánægð með hann) og beina leið í brúðkaup Hanna og Erlu. Það var yndislegt, þau giftu sig í garðinum heima hjá foreldrum hennar, garðurinn, veðrið og stemningin og þau voru æði. Héldum svo í smá kikk til Þórunnar um kvöldið í höll frænku hennar og þaðan á 11 í bænum. Á meðan var Kolbrá fyrir austan. Bærinn í stuttu máli: komum seint heim enda lengi á leiðinni........ og vorum ekki búin að borða neitt coco puffs (taki til sín sem eiga!!!!!!). Gátum leyft okkur að sofa til tólf daginn eftir en þá skutlaðist ég austur að knúsa litlu rófuna sem sagði svo bara mamma þegar ég kom til hennar (talandi um að bræða mann HA). Var þar í 2 daga og þjálfaði rass minn fyrir hestaferð komandi um miðjan júlí, og er hann nú æði aumur eftir að minnsta kosti 7 ferðir (Sproti minn of corse lang bestur sko!) Er farin að hlakka all mikið til enda þótt ég hafi ekki enn fundið út hvernig verður með hana Kolbrá, vil vera bjartsýn og taka hana með en það gæti orðið eitthvað skrautlegt dæmi........ Var svo bara að vinna í dag og í gær en frí um helgina. Vorum að pæla í að kíkja í útilegu en surprise surprise þá er spáð rigningu!!! Spurning að hanga bara heima, þá ekki í átaki enda gengur það ekki BAUN í bala, éta nammi og glápa á imbann, fótbolta eða what ever...... langaði samt að prófa tjaldið sem ég fékk í útskriftargjöf frá tengdó og co.....
"Nokkrar" nýjar myndir af útskriftinni, brúðkaupi og fleira inni á barnalandi hjá Kolbrá.
og spurning dagsins er: Uppáhalds persóna í desperate housewifes og af hverju?
Nighty night, Jójó
Athugasemdir
Þær eru allar snilld húsmæðurnar á sinn hátt en ég er sammála þér Róbert með Susan.
Guðný (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 13:24
Bree eftir að hún varð alkóhólisti.
Helga (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.