Best að byrja á því nýjasta: Í dag klessti ég bílinn Engar áhyggjur, enginn slasaðist en bílinn er frekar skemmdur að framan, keyrði s.s. aftan á bíl en konan fyrir framan þann bíl tók upp á því að bremsa bara út í bláinn. Þoli ekki svona. Alla vega, skemmtilegir tímar fram undan, vesenast í tryggingunum, fara með bílinn á verkstæði og svo fram vegis.
En annars var ég fyrir austan og hafi yfirumsjón með fæðingardeildinni þar um helgina. Þá erum við að tala um sauðburðinn sko. Mamma og pabbi skruppu í bæinn á laugardaginn og ég þurfti að draga 2 lömb út og svei mér hvað ég hélt að annað þeirra væri steindautt, hélt meira að segja að ég hefði hálsbrotið það.....Ásamt því þá sáum við Guðný um fjósið og ég þrælaði henni út í stærðfræði. Kolbrá skemmti sér hið besta og varð eftir þar fram á þriðjudag. Þá kom hún með mömmu og pabba aftur í bæinn og skelltum við okkur i 75 ára afmæliskalkún hjá ömmu Níní.
Humm, Róbert hefur nú bloggað oftar en ég síðustu daga og nú síðast um skvassmótið sem hann tók þátt í. Hann vildi einnig fara út til Aþenu á úrslitaleik meistaradeildarinnar en ég stoppaði það nú snarlega af. Alveg nóg víst á planinu næstu mánuði; Króatía í júní, brúðkaup í ágúst og París eftir það Jibbí. En á paninu næstu daga er víst lítið nema vinna....... einhvern vegin verður maður nú víst að borga þetta allt og bætist nú við viðgerð á blessuðum bílnum.
En nú er ég að verða vitlaus að pikka á þetta ömurlega lyklaborð fartölvunnar enda nóg komið af leiðinda og óspennandi fréttum í bili.
Blesh (eins og Helga systir segir)
Athugasemdir
Takk fyrir síðast. Gaman að sjá þig í gær
Mikið um að vera næstu mánuði hjá þér, vonandi að maður sjái þig aftur sem fyrst og þá Kolbrá líka.
Kveðja úr Fífurimanum,
Tóta lill
Tóta lill (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:39
Ae, leitt ad heyra med bilinn, frekar pirrandi ad standa i tessu veseni. Var lambid sumse lifandi?
Helga Tryggvadóttir, 3.5.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.