ó já kæru lesendur, á morgun er sko stóri dagurinn. Útskriftin langþráða. Ég hef að vísu ákveðið að fórna athöfninni sjálfri enda er ég ég leið í brúðkaup Erlu og Hanna bróður Róberts. Langar að koma því á framfæri vegna ótal fyrirspurna að ég er fullkomlega sátt við þessa ákvörðun og í raun bara fegin að losa við 2-3 tíma nafnakall og handabönd. Eina sem er er að ég veit ekki hvort mér á eftir að finnast þetta jafn raunverulegt en tja, hvað munar að sækja plaggið í næstu viku? ? Að auki höfum við ákveðið að halda smá veislu hér á undan eða kl 13 svo ég er bara mjög sátt við plan dagsins. Búin að vera á fullu síðustu daga. Var að vinna fjóra daga um síðustu helgi þ.e. föstudag til mánudags. Hitti Tælands pæjurnar á kaffihúsi á þriðjudagskvöld og það var mikið slúðrað auðvitað. Fór í klippingu og lit og í sund á miðvikudag enda við bæði í fríi og það gerist nú ekki oft og hvað haldiði bara komin sól. Aukavakt á fimmtudag, hjólaði í og úr vinnu, ungbarnasund að henni lokinni, þá skvass og körfubolti hjá okkur hjúunum, ljós og þá heim í afslöppun og desperate housewives og ég verð að segja að þessir þættir eru snilld, ég lá í krampa yfir þættinum í gær!!! jámm, í dag var svo sólbað, hittum Lauru til að færa henni smá þakklætis vott fyrir hjálpina í vetur og hún dásamaði Kolbrá að vanda :) tókum til hér fyrir veisluna og fórum í æðislegt grillpartý hjá Óla og Stellu .... nammi namm, ég mun sko þurfa á verulegu átaki að halda eftir þessa helgi.
En þá er það upptalið og ég enda þetta á snillldar kommenti frá Róberti um heyskapinn fyrir austan: grasið er of stutt til að klippa það (sem þýðir að það sé of lítið sprottið til að slá það) Hvort skiljið þið svo betur?????
Kveðja Jójó daginn fyrir útskrift sem "fræðingur"
Athugasemdir
Til hamingju aftur, og takk fyrir síðast! Haltu svo áfram að blogga og passaðu þig á blómabeðunum ;)
eva ólafs~ (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 12:43
Congratulations Johanna RN...en he's a city boy...give him a break...lol...
Tengdo
Pabbi og Afiog Tengdo (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.