Svefn og nammi

Það er fátt betra heldur en langur og góður svefn eftir næturvaktir. Í gær svaf ég til dæmis til hálf fimm og mætti svo aftur á vakt klukkan átta og var til átta í morgun s.s. meira en tólf tíma. Mesta furða hvað ég þoli þessar næturvaktir vel sýnist mér. Í dag ætlaði ég svo að vakna klukkan tvö svo ég sofni nú einhvern tíman í kvöld en skreið fram úr rétt fyrir hálf fjögur. Býst fastlega við því að verða andvaka í kvöld....zzz En það sem þetta var svo sannarlega vinnuhelgin mín gerði ég auðvitað ekkert annað en að sofa og vinna og félagslif,,,, hvað er það???? Missti víst af afar skemmtilegu afmæli hjá herra Ómari á laugardagskvöldið og svo barnahittingi vinkvenna minna í gær.... æ maður fær vist ekki allt í heiminum.

Á morgun er vigtunin mikla # naga geglur# það á sko ekki að vigta mig heldur barnið og það er brjáluð spenna fyrir því hvort hún hafi nú þyngst eitthvað. Þótt það væri auðvitað gott að vigta mig einnig úr því að við skötuhjú erum bæði komin í strangt aðhald frá og með í dag (rétt upp hönd sem hefur aldrei heyrt þetta áður). Gerðust meira að segja svo djörf að henda fullum innkaupapoka af alls kyns óhollustu sem okkur hefur áskotnast s.s smákökum frá jólum, snakki frá snakkfíklinum Róberti, nammi sem ég veit ekkert hvernig okkur hefur borist og útrunnu kexi sem hefur fylgt okkur síðan í Drápuhlíðinni. Við erum nú meir matar&nammifíklarnir.... en ég get sko alveg sagt ykkur að það var bara ansi gaman að henda þessu öllu!

En nú er ég eigi lengur ein heima og slútta þessu hér með!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband