Já það er óhætt að segja að það hafi rifjast upp leiðinda minningar af iðnaðarmanna töktum okkar Róberts í dag þegar við loksins loksins ætluðum að vera svo dugleg að hengja upp eitt stykki spegil sem hefur staðið á gólfinu hjá okkur síðan við fluttum. Nú veit ég af hverjum við höfum ekki lagt í þetta enn....(var greinilega farin að gleyma) en eftir svo sem eins og tvær ferðir í byko/húsó er hann enn í lamasessi á rúminu okkar og tvö gapandi ljót göt á miðjum veggnum. Grr og minns pirraður. Komumst svo að því eftir smá tjatt við almennilegan sölumann að ekki er hægt að hengja svona þungan spegil í gifsvegg og því verðum við að ráðast á steinvegginn..... súper.... hlakka til að sjá hvað kemur út úr því (not).
Er annars bara í 4 daga fríi (seinasti dagurinn reyndar) og vinn svo næstu 5 daga. Höfum verið að reyna að taka e-ð til hérna heima, fór í saumó í gær, út á róló reglulega, þrisvar í ræktina á 5 dögum þar af mjög crazy tímí í gær hjá fyrrum nágrannakonu okkar úr Drápuhlíðinni. Orðum það bara svona; GET EKKI GENGIÐ í dag, hef greinilega verið allt of lin við sjálfa mig í ræktinni upp á síðkastið. Spurning að fara taka betur á því......
Athugasemdir
Æj, gengur betur næst.
Guðný (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:46
raektin, jam, hmmmm.....ad minnsta kosti stundar tu slikt, sem er meira en hun systir tin getur sagt, min helsta hreyfing er ad bera mat upp ad munni minum.
Helga Tryggvadóttir, 21.4.2007 kl. 03:59
Já sama hér. Jú að labba í skólabíl og á milli húsa.
Guðný (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.