Hvað er málið með þetta veður hér á landi? Var fyrir austan núna í 2 daga og í stuttu máli sagt er ég hissa að hafa ekki bara ringt sjálfri mér niður í jörðina. Reif upp eitt stykki girðingu með mömmu og Guðnýju fyrir hádegi í gær og sat svo eftir hádegi og dottaði yfir fótbolta leik á sýn og geyspaði svona 1000 sinnum. Mamma kórónaði svo þunglyndið með því að lesa dagbókarfærslur síðan í fyrra 9. júní - sól, 10 júní gott veður o.s.f.v. að minnsta kosti til 21. júní ef ekki lengur. Væl væl (kannski má samt sólin bíða þangað til eftir helgi..... er nefnilega að vinna hele weekenden)
Geysp, hef ekkert að segja, og því farin að glápa á imbann.
Könnun: Hvort horfið þið frekar á Beverly Hills eða Melrose place í endursýningum á skjá einum eða HM?
Athugasemdir
Melrose og Beverly hills pottþétt... þooooooli ekki boltann.
sigurveig (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 08:24
HM myndi ég fremur horfa á hefði ég til þess viðeigandi sjónvarpsstöð. BH og MP er allsvaðalega hallærisleg nú 15 árum of seint.
Helga (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 09:38
Sammála Helgu. Ég verð brjáluð ef ég sé auglýsingarnar ef þessum þáttum þarna. Og ég kem sjálfri mér á óvart því ég horfi á stöku leik á HM ef pabbi er að horfa á.
Guðný (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 11:38
halló ..... hlakka til í að fara í heimsókn. fyrir níu eða eftir níu?? er alltaf að vinna þurfti að hlaupa þegar við töluðum saman. þetta er ása :)
ása (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 14:50
Og svo viltu fá TJALD í útskriftargjöf ég hefði beðið um hjólhýsi það er þó vatnshelt ja sennilega tjaldið líka en fýkur það ekki bara. Svo eiga allir að fara á bæn um að það verði gott veður þann 24. júní Hanni og Erla wedding.
tengdó (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 16:39
Sko Melrose klikkaði aldrei í denn og hef aðeins gefið thví auga og HM ef það eru áhugaverðir leikir, as in Portugal, Christiano Ronaldo, hamana hamana hamana;) Fínt veður hérna fyrir norðan, hilsen...Tótan 5 ára stúdent í dag:S
Tóta lill (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.