Páskar 2007

Fórum austur á föstudaginn langar strax eftir næturvakt hjá mér, ég var sofandi í bílnum, sofandi eftir hádegi og hálfsofandi fram eftir kvöldi. Var ekki lengur sofandi um miðnættið, þá var herrann minn sofandi í staðinn. Það var frekar leiðinlegt veður alla helgina svo ekki komst ég í útreiðatúr eins og planað hafði verið en við fórum margar ferðir út í hesthúsið sem er svo nýtt og fínt að það er bara alveg magnað. Kolbrá er nefnilega úti og dýrastelpa mikil svo það var farið út að minnsta kosti þrisvar á dag. Fengum dýrindis mat - hangikjöt - bæjonskinku og lambalæri, hvert öðru betra og su stutta bara sat og borðaði og borðaði og borðaði. Á páskadag komu svo amma, sússi og siggi og við spiluðum carcasonne, Róbert var grár litur og var það víst tákn alcans og með kænsku sinni yfirtók Róbert landi hans Sigga og við hin lágum í krampakasti, þetta var svo fyndið. Fórum svo í bæinn um kvöldið með viðkomu hjá ömmu Kötu (fjörgömul, verður 97 ára í maí) og hún samdi nýja vísu um Kolbrá. En hún var ansi hrædd við langömmu sína og vildi sem mest bara faðma mig! En sem sagt; Fín páskahelgi að baki.

En nú er ég búin að vinna í dag og í gær og er nú í 2 daga fríi. Ég veit svei mér ekki hvað ég á af mér að gera því allt grey´s ið er búið. Endilega komið með uppástungur að aktíviteti fyrir mig/kolbrá eða okkur báðar Blush og ekkert svona rugl eins og taka til eða fara í ræktina, það gengur alls ekki upp.

Með vorkveðju Jójó (er ekki vorið annars komið nú eftir þessa einkennilegu snjókomu í morgun?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae, hae. Gaman ad heyra i ykkur. Aktivitetuppastunga min er ad setja myndir fra paskunum a netid ;) en tad heldur kannski ekki Kolbra upptekinni lengi... kannski fara i sund? husdyragardinn?  

Helga (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 02:40

2 Smámynd: Jójó Cool

málið er bara að ísland um miðjan apríl býður ekki upp á mikið útiaktivitet og hintið mitt í lok bloggs er alls ekki að standast núna, þvílíkt skítaveður hér þannig að við erum að dunda okkur að laga til í aðal drasl herberginu og höfum gaman af um leið

...... og Helga páskamyndirnar eru komnar og voru líka komnar í gær  

Jójó Cool, 11.4.2007 kl. 10:14

3 identicon

Heyrðu Húsdýragarðurinn er góð uppástunga, í góðu veðri það er að segja og það er því miður ekki nóg af því.

Guðný (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband