Jámm ef ég var í aðlögun fyrsta daginn minn í vinnunni þá lauk henni einnig þann dag því dagur 2 einkenndist af lélegri mönnun þar sem deildarstjórinn var einn með mér nýbyrjaðri, 2. árs nema sem hafði unnið í 2 vikur og læknanema á fyrsta degi. En þetta reddaðist auðvitað nema hvað og er þetta bara alveg ágætis djobb svona til skamms tíma að minnsta kosti.
Í gær skelltum við Kolbrá okkur í kvennhlaupið og hittum þar Mæju, Hörpu og Elísabetu. Fórum nú ekki nema 2 km sökum tímaskorts en stefnan hafði verið tekin á kringluna til að hefja leitina löngu að afmælisgjöf handa Ellen sem fagnaði afmæli sínu í gærkveld ásamt nokkrum stúlkukindum þar með talið mér. Tókum nokkur vel valin lög í singstar og ekki get ég nú sagt að ég hafi staðið mig sérlega vel, vann þó cardigans lagið mitt að vanda . Héldum svo downtown á Kofann og Dillon og hittum auðvitað snillingana Bjössa, Ómar og Hjalta. Engin voru nú danssporin tekin þetta skiptið en var ég komin heim í bælið um kl 3. Dagurinn hefur einkennst af þreytu........
Og svo er það hápunktur kvöldsins á eftir.......... síðasti þátturinn af lost verður sýndur í tölvunni svefnherbergi oss kl 23:30. Spennan er svakaleg.
Kossar og knús, ykkar Jójó sem hefur alltaf gaman af góðu kommenti
Athugasemdir
Þú verður bara að sérhæfa þig í Cardigans...Það telst þó varla auðvelt að syngja eins og Nina Persson.
Helga (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.