Pillur, púst og augndropar

Fyrsti dagurinn á Hrafnistu að baki. Það má með sanni segja að hann hafi einkennst af pillum, pústum og augndropum!!!!!!!! Ég er sem sagt önnur tveggja hjúkrunarfræðinga, vorum reyndar þrjár þar sem ég átti að vera í aðlögun og vissi EKKI NEITT, við erum að tala um það að annars árs nemarnir vissu miklu meira en ég. En hvað um það. Ég á að sjá um hátt í hundrað manns á hverjum degi og er nú þegar búin að læra heil fimm nöfn þ.e. þekkja fimm manneskjur með nafni. Mér lýst samt alls ekki illa á vinnuna, ég held að ég geti lært margt þarna eins og t.d. stjórnun, ábyrgð og fleira, en þessi svokallaða aðlögun var ekki að gera sig í dag. Ég villtist 1000 sinnum um húsið, fékk engar leiðbeiningar um starfsmannamál, wc eða matarmiða svo eitthvað sé nefnt. Ég þurfti bara næstum að æsa mig til að fá að skrifa matarmiða því gellan sem afgreiðir þá hefur svo miklar áhyggjur af öllum þeim sem byrja að vinna en hætta eftir fyrsta dag, að hún ætlaði aldrei að geta treyst orðum mínum. Frábærar móttökur þar. Jamm óskipulag. Hentar mér kannski ekki voða vel en það verður þá bara challenge hjá mér að koma einhverju skipulagi á þessa óreiðu alla. Vona bara að ég verði fljót að komast inn í hlutina svo að ég þurfi ekki að hengja mig á aðstoð sem ég fæ ekki.

Jæja þarf að fara að glápa á Americas next top model. Hver haldiði svo að vinni það?

Jójó is out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eru nú meiri völundarhúsin þessar Hrafnistur, en þú verður líklega fljót að rifja upp gamlar stundir, og í þessu jobbi ertu þó allavegana ekki á klósettvaktinni ;)
kv. Eva

Eva (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 17:22

2 identicon

Já, er í aðlögun og hef það bara mjög gott á minni góðu 13-D, samt viðbrigði að vakna kl. 6:30, er eiginlega bara á morgunvöktum...úfffff...Þú ace-ar Hrafnistuna upp. Hélt fyrst með Lizu, myndast mjög vel en er að eyðileggja fyrir sér með hroka. Nicole er að koma sterk inn og þessar svörtu eru flottar, Bre og Nic. Lessan gæti átt góða spretti í vændum;)

Tóta lill (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband