Jah sko. Eftir að hafa farið ítarlega yfir uppgjör síðustu mánaða í heimilisbókhaldinu kom það í ljós að ég þarf eiginlega að fara að vinna ef við ætlum ekki að lifa á hrísgrjónum og pasta það sem eftir er. Það er í sjálfu sér ágætt að fara að vinna, mér finnst ég nefnilega ekki hafa haft neitt að gera síðan skólinn kláraðist nema jú auðvitað að elta gemlinginn minn...... En ég sem sagt skellti mér i 2 atvinnuviðtöl í dag og eins og staðan er í málum hjúkrunarfræðinga í dag þá var ég bara ráðin á staðnum á báðum stöðum. Á Hrafnistu í Rvk núna í 2 mánuði í sumar og á Vökudeildinni frá september. Á Hrafnistu er kaupið heldur hærra og ég verð á vistinni sem þýðir hressara fólk en fleira og þar með slatti af ábyrgð. Jafnvel tek ég einhverjar næturvaktir og þá verð ég ein! Takk fyrir. Ég ein, mér sem finnst ég ekki kunna neitt. Kannski er bara málið að henda sér út í djúpu lauginna, hope so. Þar verð ég í 50% vinnu sem ég held að sé bara passlegt til að byrja með, að minnsta kosti meðan við höfum takmarkaða pössun fyrir Kolbrá. Á vökudeildinni verð ég svo í 80% vinnu enda Róbert þá byrjaður í skólanum. Vá ég er ekki að ná þessu, ég er hjúkrunarfræðingur (án skírteinis að vísu eins og er eða til 24. júní) og var kynnt sem slíkt í dag........ ég á sko ekki eftir að geta kynnt mig sem Jóhanna hjúkrunarfræðingur.. þetta á allt eftir að koma bjagað út og ehhh hjúkrunar hvað!
Fórum líka í dag að skoða leikskóla og er Kolbrá nú formlega komin á biðlista á 7 leikskólum. Vonandi gengur það vel.
En annars er nóg um að vera, jarðarför í næstu viku og útskrift þann 24. júní en akkúrat á sama tíma eða klukkan 16:00 er okkur boðið í brúðkaup hjá Hanna og Erlu. Ég veit bara svei mér ekki hvorn atburðinn ég á að vera viðstödd.
Læt þetta gott heita af updeitum héðan enda er ég að leka niður úr þreytu.
kv. Jójó
Athugasemdir
Flott hjá þér, það verður örugglega ágætt að vinna svona 50% vinnu í sumar... smá auka peningur í búið og þá getiði líka haft það betra í útlöndum í haust :)
María (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 08:32
Já þetta reddast allt saman, þú verður snilldar hjúkrunarfræðingur... Það verður samt weird að geta ekki falið sig lengur á bak við nema-heitið eða annan hjúkrunarfræðing... Takes time to get used to;) misses and kisses úr sólinni að norðan
Tóta lillí lill (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 10:59
Farðu í brúðkaupið !!! :)
Guðný (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.