Blogg fyrir Guðnýju

Kosningar smosningar: Hvað er málið með þessa flokka í Rvk? ekki möguleiki að finna sér einhvern til að kjósa, spurning um að krota Andabær á seðilinn þ.e.a.s ef maður nennir að druslast á kjörstað......

Veður peður: Hvað er málið með þetta aftaka veður sem er búið að vera ? Ég hélt að sumarið væri komið fyrir 2 vikum,,,,, nehh. Og við sem vorum (eða ég réttara sagt) að fá grill frá mömmu og pabba í útskriftargjöf. Stefnum á að vígja það fljótlega og opnunarhátið fyrir HM með grilli og tilheyrandi Carsbergum. Hafið samband ef þið hafið áhuga!

RAnnsóknardagur......... humm vantar rím. Hann var í gær. Okkur gekk bara ansi vel þótt ég segi sjálf frá, Þórunn las glærurnar af mestu snilld og ég svaraði fyrirspurnum. við vorum fyrstar og það var frábært að geta svo bara notið dagsins það sem eftir var. Missti reyndar af nokkrum áhugaverðum verkefnum þar sem þau voru á svipuðum tíma og við. Svo var dagurinn kórónaður með út að borða á Lækjarbrekkur. 50 mættu úr bekknum og við fengum geggjaðan mat, humar, kjúklingabringu og súkkulaði bombu. Við stöllur vorum hins vegar ansi þreyttar og fórum um níu leytið. Um hálf ellefu kom svo Tóta með sinn ektamann hingað í kotið og var stefnan sett á að klára nú hel*** verkefnið sem við gerðum, við leystum með prýði úr öllum vandamálum með þessarri klassísku setningu: STROKUM ÞETTA BARA ÚT Koss!!!!!!!!! Klukkan að verða 2 í nótt var þessu lokið, og nú er Anna að lesa en á morgun tökum við stefnuna á prentsmiðju H.Í með 140 blaðsíðna lokaverkefni. Loksins. Róbert og Krissi sýndu hins vegar snilldar takta í PS2 á meðan við sátum sveittar við verkefnið.

Alls konar nýtt á barnalandi hjá Kolbrá, myndir, vefdagbókarfærsla og vídjó. Tjék it.

Svo er bara að plana THE SUMMER ........ Ég er laus næstum alltaf, endilega bjallið.

Bæbbs í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir Jóhanna mín. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ÉG rek á eftir þér að blogga, venjulega öfugt.

Guðný (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 13:33

2 identicon

Plan fyrir sumarið... skella sér til Köben og chilla með einn kaldann og mjög ódýran í hönd!!

María (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband