Jæja já, ég hef nú fengið þær ábendingar að illa gangi að kommenta á þetta athugasemdakerfi hér og biðst ég velvirðingar að svo sé, hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvers vegna svo er en hyggst komast að hinu sanna. Álykta ég því einnig að það sé orsök dræmra undirtekta við síðustu bloggum.
Nú sit ég sveitt yfir nokkru sem kallast framgangskerfi og er eitthvað sem hjúkrunarfræðingar þurfa að setja sig inn í til að geta átt möguleika á launahækkun (sem eru jú auðvitað eitthvað sem er eftisóknarvert) en þvílík steypa..... þetta er svona sjálfsmat þar sem merkja á við 1-10 eftir því hversu framúrskarandi manni finnst maður vera, svo í lokin koma markmið og styrkleikar og e-ð þvíumlíkt sem skrá þarf á sér blað. Að auki þarf að fylgja með afrit af starfsferilsskrá (sem ég þurfti að útbúa bara rétt í þessu) og afrit af hvers kyns fræðslu, endurmenntum og öllum erindum sem maður hefur tekið þátt í. Þannig má sko með sanni segja að bara það að útfylla þetta allt ætti að vera grundvöllur að launahækkun, svo ekki sé minnst einu orði á vinnuna sjálfa! Og hananú.
En vikið að öðru máli, árshátíð Hafnarfjarðarbæjar. Fórum á hana á laugardaginn og skemmti ég mér bara hið besta þrátt fyrir að þekkja einungis eina manneskju (að ég hélt), þær reyndust nú í lokin vera þrjár en kynntist ég einnig hinu ágætasta fólki sem endaði á að draga mig með í bæinn (þrátt fyrir afar litla nennu til þess). Maturinn var ljúffengur og þrírétta sem árshátið sæmir, Örn Árna var veislustjóri og var nettur en Auddi og Typpatalið hans var ekki að slá í gegn. Svo var Jónsi og co að spila ásamt Friðriki Ómari og Guðrúnu og voru allir í hvínandi sveiflu. Á reykmettum stað í Reykjavík hittum við svo þá félaga Bjössa og Hjalta, ásamt fleirum og lék vinur vor Binni á hljóðfæri þar inni. Kvöldið endaði svo á að ég fékk svæsna reykeitrun og er nú á mánudegi rétt að ná mér.
Í lokin koma hamingjuóskir til Tótunnar litlu sem nú er ekki lengur minnst, heldur hefur dóttir hennar fengið það hlutverk en sú stutta fæddist fyrir rúmri viku, þann 25. febrúar og var því bara nokkuð stundvíslega á ferð. En þvilíkt og annað eins yndi......
En nú er daman vöknuð og best að ná í hana......
Athugasemdir
Hellu, aetla bara ad kasta a tig kvedju. Gangi ter vel med pappirsvinnuna (svona skriffinska er o, svo leidinleg).
Helga (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 02:05
Á á svo erfitt með skilja svona skiffinsku.
Guðný (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.