sæl nú. Var búin að skrifa færslu, hún strokaðist út, greit. Þessi verður ábyggilega ekki jafn æðislega skemmtileg og hin, en það er víst ykkar missir, þið lesendur góðir eruð ekkert að kommenta heldur þannig að ......
En hér kemur ein skemmtileg saga af Kolbrá snillingi. Hún var nefnilega að kúka í fyrsta skipti í koppinn áðan, eða öllu heldur þá greip ég hana svona rétt í lokin og skellti henni á hann. Nema hvað að þegar hún svo stendur upp og kíkir ofan í þá fær mín bara svona líka nett móðursýkiskast, grenja með ekka og allt og fæst alls ekki til að hætta sama hversu ánægð ég var og klappaði mikið. Ekki heldur þótt að ég þrifi koppinn vandlega og sturtaði drjólanum niður í klósettið með viðhöfn. Því álykta ég sem svo að nú sé ég endanlega búin að vanhelga hennar elskulega vin, koppinn, og að hún muni aldrei hætta með bleyju. Ég er vond mamma!
En annars er það helst í fréttum að ég vaknaði með kverkaskít, kvef og eyrnaverk og held því eigi til vinnu í kvöld eins og til var ætlast en hygg ég að ég sé smitandi mjög. Ég lagaðist samt svolítið við dýrindis te úr katlinum sem systir góð gaf mér í jólagjöf en ekki nóg. Vona bara að ég lagist fyrir helgi því margt er á prjónunum eins og vanalega um helgar, það skemmist þó iðulega sökum pesta er herja á okkur hafnfirðingana til skiptis.
En (svona nú byrja allar málsgreinarnar á en...) í lokin ætla ég að óska þeim Hanna&Erlu innilega til hamingju með lilluna sem fæddist á sprengidaginn 20.feb og er alveg gullfalleg, en ég var svo heppin að vera að vinna meðan þau dvöldust í Hreiðrinu og gat því kíkt á snúlluna. Einnig óska ég þeim Ásgeiri&Írisi tl hamingju með sína sem fæddist í gær 21.febrúar og er væntanlega líka gullfalleg þó eigi hafi ég litið hana augum (og væntanlega lesa þau ekki heldur þessar óskir mína), þá er bara beðið eftir þinni Tóta mín, ertu ekki bara til í að klára þetta nú sem fyrst, helst í dag svo að afmælisdagaþrennan klárist þ.e. 20-21 og 22 ???
Jójó hin hóstandi
Flokkur: Bloggar | 22.2.2007 | 13:25 (breytt kl. 13:28) | Facebook
Athugasemdir
En hvað ég skil hana litlu snúllu að verið er að vanhelga koppinn en hún á eftir að venjast því hún er alveg yndisleg þessi litla snúlla. Hvað varðar pestir og vesen þá er Kópavogurinn ekki betri bæði ég og Elísabet með hita og hausverk ja ég bara segi svona því ég er með hausverk og geri alveg ráð fyrir að ég hafi smitast af henni og ég er með 38,5 þó ég hafi tekið heila parkódín so stay away people. Hanna og Erlu Dúlla er yndisleg alveg eins og Erla. En við þessari pest er best að borða kjúklingasúpu og banana og sofa virkar eins og stuðpúði. Tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:06
Tókst ekki alveg að halda þessari þrenningu Vonum bara að eitthvað fari að gerast fljótlega, allir aðrir skjóta út börnum í þessum mánuði
Tóta (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:18
Hellú hellú! Ætlaði bara að óska til hamingju með tilvonandi brúðkaup og senda kveðju til Kolbráar. Ef ykkur vantar mannkind í uppvaskið á deginum mikla þá vitiði af mér.
Katla (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:19
Bíddu nú aðeins ef hún borðar ekki þá á hún heldur ekki að kúka svo ef til vill borðar hún meira en þú heldur en bara í felum. Tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.