Fékk vægt taugaáfall í gær, álpaðist nefnilega einni á vef þann er kenndur er við brúðkaup og sá þar svona ægilega sniðuga tékklista. Nú og þeir eru flokkaðir eftir því hversu lagt er í húllumhæið, ég vel mér listann 9-12 mánuðir (þó svo að mánuðirnir teljist nú víst einungis vera sex) og svona til að gera langa sögu stutta þá bara féllust mér hendur.... ég sem var svo agalega ánægð með að vera komin með kjólinn í hendurnar. En það þýðir ekki að spá meira í því enda ætla ég ekki (eins og ég hef áður sagt) að fara á límingunum yfir þessu. Hins vegar er ég ekki að meika það að Kolbrá er komin enn og aftur á skeið sem nefnst því "ó"skemmtilega nafni; borðaekkineittskeiðið. Og endar nú um það bil hver einansti matartími með einhvers konar drama. Reyndar veit ég að hún er að taka tennur greyjið, í fyrradag var veslingurinn með 40 stiga hita og það blæddi úr gómnum á henni, hrikalegt alveg. Annars er ég bara búin að vera þokkalega dugleg að hér heima, loksins búin með gardínurnar tvær sem voru eftir, búin að raða myndum í albúm, ryksuga og í gær bakaði ég skinkuhorn og skúffuköku. Fattaði það svo um leið og ég var búin að borða kökubita að ég væri í ströngu aðhaldi og hefði alls ekki átt að baka hana, það varð því úr að ég drattaðist út að hlaupa í gærkvöldi eftir margháttaðar tilraunir til að fá einhvern með mér í ræktina. Horfði svo bara á uppáhaldið mitt, kvinnurnar í housevifes, og þvílílk snilld. Við erum búin að horfa á alls 15 þætti af seríu þrjú (bara 3 eða 4 komnir í tv) og alltaf hlæ ég jafn mikið að sömu atriðunum...Róbert sló mig síðan rækilega út hvað duglegheit varðar en hann vaknaði kl 4:30 í nótt (ætlaði reyndar að vakna 5:30) og fór í ræktina kl 6..... man, ég verð að slá hann út einhvern tímann.
Jójó
Athugasemdir
Það eru bara komnir þrír en þeir eru svo skemmtilegir, ég hlæ alltaf. En gangi þér vel með aðhaldið.
Guðný (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:19
Heyrðu nú mín kæra hvernig átt þú að slá hann út eins og þú vinnur reyndu ekki að hafa við honum það er ekki hægt. En mig langar til að sjá brillupkjólinn þinn. Verð að fara að koma yfir í heimsókn en Elísabet er búin að vera fárveik með 39 stiga hita í morgun en mamma hennar fór samt með hana til Halla seinni partinn svo hingað og ekki lengra ég passa ekki fyrir hana meira hún skal bara fá að sjá um barnið sjálf ef hún vill ekki hlusta á mig. Halli segir hoppaðu María og hún segir hvað hátt Halli minn. nei takk ekki meir. kveðja og kossar Tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:50
Vertu bara ekkert ad stressa tig yfir tessu, eg held ad tad se miklu snidugra ad hafa ad einhverju leyti "ofullkomid" brudkaup og njota tess fremur en ad stressa sig yfir tvi i marga manudi ad gera allt fullkomid.
Helga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.