Sælt veri fólkið. Er búin að vinna mikið í vikunni og bara nætur og kvöldvaktir. Er alveg sjúklega þeytt eftir einungis þriggja tíma svef eftir síðustu vaktina því ég þurfti að ná í gelluna og mæta svo á aukavakt á Hrafnistu. Já þið lásuð rétt, ég sem aldrei get sagt nei, tók sem sagt eina vakt á eldgömlu deildinni minni í gærkvöld. Og það er næstum eins og það hafi ekki liðið nema einn dagur síðan ég var þar siðast (eru raunar þrjú ár), að því undanskildu að gamla fólkið hefur heldur betur horfið á braut og ný andlit komin í staðin. Ég þekkti því næstum engan og var sífellt að rugla nöfnunum saman en allt hafðist þetta (þá er ég að tala um að koma öllum pillunum ofan í fólkið), en starfsfólkið er næstum allt það sama og umhverfið auðvitað líka. En ég ætla samt ekki að deyja úr vinnu þarna sko enda svo miklu skemmtilegra á Vökunni en ég samþykkti að taka EINA og EINA vakt (gegn auðvitað góðu kaupi.....). Er núna í þriggja daga fríi, tek svo tvær næturvaktir og aftur þriggja daga frí. Sem er góð tilhugsun þegar maður er svona ansi þreyttur. Var reyndar að hugsa um að skella mér á djammið í kvöld ef ég fyndi pössun en vaknaði svo skemmtilega í morgun með þvílíka bólgu í auganu. Þorði ekki annað en að fara á læknavaktina og láta kíkja á þetta. Jújú sýking og læknirinn skrifar upp á augndropa, sem reynast svo vera þeir sömu og Kolbrá fékk núna í haust. Sem sagt, hefði ekki þurft að eyða 1750 kalli í heimsóknina, bíða heillengi á biðstofu með hóstandi fólk sem sjálfsagt hefur bæði smitað mig og Kolbrá, heldur bara skella í mig blessuðum dropunum. Ég ákvað því í pirringskasti í morgun að gera helst ekkert í dag og að alls ekki að fara úr náttfötunum! Í kvöld var svo Kolbrá komin með hita, urg. Veit náttla ekkert hvort það sé læknavaktinni að kenna eða hvað. Hún er búin að vera eins og nokkurs konar hormaskína í dag, ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef snýtt henni oft í dag en það er ábyggilega að nálgast annað hundraðið.
Lenti í því í vikunni eftir eina næturvaktina (sem reyndar var kvöld&næturvakt) að lásinn á bíldruslunni var frosinn fastur. Ég reyndi og reyndi að opna en ekkert gekk, var um það bil við frostmark þegar ég hugsa að það sé líklega best að taka bara bussen heim, sný mér við og horfi á vagninn keyra framhjá. Ég var því vel frosin þegar sá næsti kom en þá hafði ég reynt að ná í heitt vatn og hita lásinn og ég veit ekki hvað. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var pirruð þegar ég loks kom heim og ætlaði því alls ekki að geta sofnað...
Er að horfa á júró, upprifjun. Ó guð. Skelfilegt. Best að slökkva á tv. Og Silvía Nótt bara komin með stóran samning, hvernig endar þetta? Ætli hún verði bara big star eða hvað?
Og hvað er málið með öll þessi upptöku og vistheimili sem voru sem sagt bara morandi í misnotkun og ofbeldi. Greinilega ekki gott að vera tekinn í fóstur á árum áður. Humm.
Jæja er gjörsamlega tóm eins og alltaf þegar ég blogga (gat sko ekkert bloggað á næturvöktunum í vikunni því ég var svo busy að gefa pela! Var sem sagt þeim megin sem börnin fá pela og þar þarf maður sko að VINNA - hehe)......
Já má ekki gleyma. Fyrirlesturinn er BÚINN. Við Anna sáum um þetta, Tóta komin norður og lillan alveg á leiðinni, það mættu nú ekki nema um 15 manns en það gekk allt vel, við fengum margar spurningar og mikið hrós, og stressið hvarf allt bara á fyrstu 2 mínútunum, bögglaði reyndar fyrstu setningunum út en svo bara allt í lagi eftir það.
En nú er ég hætt í bili.
Jójó næturvakta drottning og þreytta með meiru!
Athugasemdir
Úff, þú ert sko alls ekki tóm. Bara gott að fá frí ekki satt og sofa og gera ekki neitt.
Guðný (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:41
Verð því miður að segja þér að þú misstir af frábæru djammi. Mikið stuð og mikið gaman hjá okkur skvísunum. Það hefði verið geðveikt ef þú hefðir getað komið með!!!! Engin afsökun næst ;)
Eva (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 14:21
Tom hvad? Tetta blogg titt bjargar tvi alveg ad eg hafi einhverjar frettir af fodurlandinu... Mer lidur lika eins og eg sem tom tegar kemur ad tvi ad skrifa tvi tad er of margt sem eg tarf ad segja... og enda tvi a ad segja ekki neitt.
Helga (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.