Vonandi þó ekki í neinu prófi heldur í nammibindindinu mínu sem hefur staðið alla vikuna. En nú var ég að enda við að stúta einu pipp súkkulaði og ummmmmm hvað það var gott
Fékk annars þessa snilld í tölvupósti frá Tótu áðan:
Þetta stóð í greininni:
"Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á".
Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki
klárað....
Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af
hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf
af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri
friður er alveg að virka.... Endilega sendu þetta áfram á þá sem þú
heldur að þurfi á innri frið að halda..........
Nennti ekki að senda þetta áfram í e-maili en datt í hug að þeir sem þurfa á innri frið að halda lesi hvort eð er bloggið mitt. Annars eru bara allir að fara out of town þessa helgi og mér líður dáldið eins og palla..... sem var einn í heiminum..... oh well.
Í lokin koma spurningar:
1) Hvað á maður af sér að gera þegar maður þarf ekki að læra? (lokaverkefnið í yfirlestri og við að bora í nef á meðan!)
2) Hvað finnst ykkur svo um Eurovision komandi? Silvíu á leið út og uppákomuna á Essó? OG að hún megi ekki blóta?
3) Á að djamma á eurovision kveldið?
Endilega svara nú! Þar sem mér leiðist einni heima þá hef ég ekkert betra að gera en kíkja á komment mín 1000 x á dag.
Flokkur: Bloggar | 12.5.2006 | 16:04 (breytt kl. 16:07) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.