Geggjaða veður

Ohh þetta yndislega veður, hve ég elska það mikið. Það er svo frábært að geta bara hoppað út á bolnum og inniskóm, held samt að Kolbrá kunni ekki alveg að meta það að minnsta kosti vildi hún ekki sofa mjög mikið í dag........Æ já ég hef fátt að segja. Best að vinda sér í dekkjaskiptingar eigi síðar en á morgun til að sleppa við sekt. Svo var einkennileg frétt í kvöld á rúv um einhverja fiskihausa eða guð má vita hvað þetta var. En yfirlit síðustu daga hljóðar svo: Keypt 1 stk hjól, afmælisdinner tengdó á Ruby Tuesday á sunnudagskvöld, höfðum á farið í Hfj að skoða 3 íbúðir um daginn, ágústbarnahittingur í gær, lokavekefnisvinna og sólbað í dag. Sólbað á morgun og hinn - djók - veit ekkert með veður og því síður með verkefnið...... en ég held það sé að skríða saman.

Spurning bloggsins: Á að kaupa 4 herbergja íbúð í Hfj fyrir 21,5 millur (eða minna ef tilboð), .... flott íbúð sko, örugglega hægt að sjá myndir á http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=197068#lanareiknir - Engjaivellir 5b ! hvað er best að gera markaðslega séð? bíð spennt eftir kommentum um þetta mál.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að það sé óhagstætt að kaupa núna sökum verðbólgu ef hún lækkar ekki. Eigi er eg þó hagfræðimenntuð svo betra er að spyrja mér fróðara fólk. Flott íbúð samt.

Helga (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband