Róleg vakt nr 4

Gott fólk, næturvakt númer fire næstum lokið. Það hefur ekki verið svona rólegt í vinnunni síðan ég byrjaði hér. Ágætis pása svosem en dálítið eiginlega einum of rólegt, maður þarf að vera ansi duglegur að finna sér einhver verkefni. Er núna t.d. búin að bögga ansi marga með alls kyns e-mailum, lesa yfir væntanlega kynningu á blessuðu lokaverkefninu á spítalanum og búa til auglýsingar fyrir það, taka til í hotmailinu mínu (veitti ekki af - jidúdda mía) og prjóna að minnsta kosti 8 cm af nýju peysunni hennar einkadóttur minnar sem er btw lasin! Hvað annað er nýtt? Hún vaknaði sem sagt með hita í gærmorgun sem reyndar hvarf á undarlegan hátt um miðjan dag, en ég er bara ekkert að botna í þessum lasleika hennar. Róbert er líka e-ð pöddusækinn og slappur, kannski bara eftir sig eftir 5 marka tap gegn Þjóðverjum í gær. Ég er hins vegar spræk.

Updeit af bíómyndamálum; byrjaði á children of men, skildi ekki baun í bala sökum fötlunar minnar sem léleg enskuþekking nefnist og hætti því aftur. Skipti hins vegar yfir í little miss sunshine sem er nú bara algjör snilld, hló sko meget að henni. Annars bara búin að vinna, sofa, éta, spila og horfa á tv um helgina. Mér finnst ná alveg kominn tími til að kíkja út á lífið (þaggi?).

En svona fyrir Helgu, minn aðal lesanda, þá gróf ég upp allar þykku fínu peysurnar þínar og nokkurn veginn bara sama dag þá hlýnaði hér mjög og er nú upp undir 5 stiga hiti......

Jæjajá, ætla að reyna að gera e-ð smá hér áður en ég held heim, annað hvort í draumalandið eða þá að hugsa um veikt kríli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú slettir soldið mikið Jóhanna mín  Vona að öllum batni.

Guðný (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:11

2 identicon

Ég skal passa ef þið viljið skreppa út á lífið á föstudaginn þ.e. ef þú kennir mér betur þessa bévítans uppskrift sem þú sendir mér t.d. hvað mikið af hverju. En svona í alvöru þá skal ég passa fyrir ykkur kominn tími til að kynnast Kolbrá betur ja eða jafnvel laugardaginn afmælið fyrir Elísabetu verður á sunnudaginn og við Kolbrá getum lúllað saman þarna. kveðja Tengdó

amma Ásta (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:44

3 identicon

Hae, hae. Gott ad peysurnar komi ad godum notum, ekki tarf eg a teim ad halda

helga (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 08:31

4 identicon

Er ekki kominn tími á blogg Jóhanna mín?

Guðný (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband