Ja hérna!

Er búin að gera ótal tilraunir til að byrja að blogga en fer einhvern vegin alltaf að gera eitthvað annað, reyna að velja nýtt útlit á síðuna, vesenast með einhverjar myndir o.s.f.v en hjér it goes.... Er í vinnunni (nema hvað?) á næturvakt (nema hvað?) á vakt númer eitt af fjórum (þar af 2 x 12 tíma vaktir) og gjörsamlega grútsyfjuð (frábært svona í ljósi þess að maður á þá "bara" fjórar eftir. En hér er allt með ró og spekt. Minni mínu er eitthvað farið að förlast svo ég man bara glimps af síðustu dögum. Man að ég fór austur á Þorrablót, það var ágætt alveg, stórfínn þorramatur, þ.e. allt nema skollans hákarlinn sem allir á borðinu okkar átu með bestu lyst, ég gerðist reyndar svo djörf að smakka hann en geri það sko ekkert á næstunni. Skemmtiatriðin voru hins vegar af bestu gerð og kítluðu alveg hláturtaugarnar þótt að af og til þyrftum við aðkomufólkið smá túlkun til að vita um hvað málið snérist. Ekki steig ég þó eitt dansspor enda fóru foreldrar vorir snemma heim og ég með þeim sökum barns er heima var í pössun. Róbert hélt þó uppi heiðri djammarans og fór mun seinna heim með Ellu&co og gerðist m.a.s. svo frægur að dansa hringdans. Öllu verra var þó að jakkanum hans var stolið eða hvarf hann a.m.k.

Á sunnudagskvöldi héldum við til Reykjavíkur en Kolbrá varð eftir enda nú sífellt púsl hvað barnapössun varðar. Á mánudaginn nýttum við því tímann til að kíkja í bíó og varð myndin babel fyrir valinu. Þessi mynd er fín, svolítið langdregin á köflum en vel fléttuð saman og mjög vel leikin. Við misstum því af leiknum fræga á móti Frökkunum en höfum svo setið mjög spennt yfir leikjunum við Túnis (góður sigur - smá info fyrir Helgu sem nú dvelst í annarri heimsálfur þ.e. Ástralíu) og Pólverja (2 marka tap og þvílík spenna - Róbert bara missti matarlystina yfir þessum ósköpum). Kolbrá var svo að horfa með okkur á Túnis leikinn og klappaði ákaft næstum allan tímann, bara ansi oft á vitlausum augnablikum!!! Einnig hef ég séð mynd í bíó sem kallast stranger than fiction svo að ég er að verða ansi bíó mett. Neyðist reyndar til að fara á myndina Children of men en hún ku vera ansi góð og sveik minn verðandi eiginmaður mig illa, downloadaði henni af netinu og horfði á hana ÁN mín, hvað á svona lagað að þýða? Ósvífni.

Jæja hefði getað bullað endalaust en er orðin of svöng og ætla að fá mér popp í gogg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

Hae, hae. Tad er alltaf gaman ad fa frettir ad heiman. Bid ad heilsa ollum.

Helga Tryggvadóttir, 26.1.2007 kl. 06:11

2 identicon

Fór á Children of Men í gær, mæli með henni  Kom mér á óvart þó að Beggu hafi fundist hún frekar skrítin, en Kalli fílaði hana í botn...

Tóta lill (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband